Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 28.11.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 28. NÓVEMBER 1957 Úr borg og bygð Afmælisveizla 1 haust eru liðin 15 ár frá stofnun Viking Club og verð- ur þess minnst með veizlu og dansi á laugardaginn 30. nóv. næstk. í Parker House, 453 Notre Dame Ave. Heiðurs- gestir okkar verða fyrrverandi forsetar félagsins. Gestir mega búast við góðri máltíð og beztu skemmtun. Samkomustaðurinn er stór og veglegur og vel settur, eink- um fyrir Vestanbæjarmenn. Safeway bílastæðið á horninu á Notre Dame og Isabel stendur gestum til afnota ó- keypis. Allir eru boðnir og vel- komnir og ekki sízt þeir, sem upprunalega stóðu að stofnun félagsins og enn er ant um um velferð þess. Veitingar seldar á 25c. Inn- gangur 2.00 Byrjar kl. 6.30 e.h. ☆ Mr- J. B. Johnson sveitar- ráðsmaður frá Thornhill, Man., kom hingað um helgina til að sitja ársþing sveita- stjórnarsambandsins í Mani- toba, sem hófst á mánudaginn. Ársfundur Fróns Ársfundur deildarinnar verður haldinn í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á mánudaginn 2. des- n.k., kl. 8.30 e. h. Fyrir fundinum liggur að taka á móti skýrslum fráfar- andi embættismanna, kjósa í stjórnarnefnd til næsta árs og að afgreiða þau mál, sem fyrir kunna að liggja. Að loknum fundarstörfum flytur Dr. Tryggvi J. Oleson erindi um ferðalög sín um England og ísland fyrir ári síðan, og dvöl sína í Boston í vetur sem leið. Vonast er eftir fjölmenni. Samskot verða tekin, en inn- gangur verður ekki seldur. —Nefndin ☆ Viðurkenning Þjóðræknisdeildin F R Ó N viðurkennir hér með að hafa meðtekið frá hr. V. S. Gutt- ormssyni, Lundar, Man., hið víðlesna umferðar-bókasafn, sem ferðast hefur víðsvegar um byggðir Islendinga síðast- liðin þrjú ár. Fyrir hönd deildarinnar Frón, J. Johnson, bókavörður PÓSTSTOFA CANADA Það er enn tími til stefnu . . . að flugpóstur komist til Evrópu fyrir jól Hér eru síðusiu dagsetningar fyrir JÓLAFLUGPÓST til Evrópu. PÓSTIÐ FYRIR ÞANN TÍMA BRÉF, BÖGGBA Gi-eat Britain, Europe Great Britain, Europe Ef þú 4tt heima f British Columbia Des. 13 Des. 11 Des. 11 Des. 9 Manitoba, Alberta, Saskatchewan Des. 13 Dee. 11 Des. ii Des. 9 Ontario, Quebec, Des. 14 Des. 12 Des. 12 Des. 10 New Brunswick, Nova Scotia, P.E.I., Des. 14 Des. 12 Des. 12 Des. 10 Newfoundland Des. 13 Des. 11 Des. 11 Des. 9 Þér getið flýtt fyrir jólapóstinum ef þér munið: • Að skrifa greinilega utan á, rétt og til fullnustu. • Skrifið utan á með prentletri, helzt beggja megin á böggla. Og gleymið ekki yðar eigin addressu. • Látið og rétt póstgjald á sendingar. Biðjið pósthús yðar að vega flugpóst, bréf og böggla eða hvers konar póst sem er, til að vera viss um rétt burðargjald. • Verið viss um að skrifa fult nafn landsins, sem pósturinn er sendur til. Notið enska stöfun á land- inu hvar sem mögulegt er, til dæmis GERMANY í stað Deutschland, POLAND en ekki Polska. Frekari upplýsingar á hverju pósthúsi. Gefið út með leyfi póststjórnar Canada MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theoll Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir Rausnarlegar gjafir til Betel Allmargir einstaklingar og félög hafa gefið húsgagnaút- búnað í íbúðarherbergi Betel, vandaðan og fallegan. Þessar dýru gjafir hafa verið mikil uppörvun í starfinu við að endurbyggja Betel og gera það sem fullkomnast hvíldar- heimíli fyrir eldri íslendinga. Fyrir nokkrum vikum voru birt í íslenzku blöðunum nöfn þeirra, sem styrkt hafa Betel á þennan hátt. Síðan hefir bætzt í þennan hóp Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, sem fært hefir Betel fullkominn og fagran húsgagnaútbúnað fyrir eina íbúð. I viðurkenningarskyni fyrir þessar rausnarlegu gjafir verður nafn þess félags og annara slíkra gefenda letrað á skilti, er fest verður á hurð- ir herbergjanna Með innilegu þakklæti. Fyrir hönd fjársöfnunar- nefndar Betel, Grettir Eggertson ☆ Mr. Einar Svanbergsson skrifstofustjóri frá Atikokan, Ont., var staddur í borginni um miðja fyrri viku; hann hafði brugðið sér norður til Nýja-lslands í heimsókn til móður sinnar, sem búsett er í Riverton, og annara ætt- menna, sem flest eiga heima í Geysisbygð, en þar er þessi ágæti íslendingur borinn og barnfæddur. ☆ Mr. Þormóður Gissurarson, Óðinsgötu 6, Reykjvík, æskir að komast í samband við Svein Jóhannsson og frú Lilju Stefánsdóttur og þeirra börn; Þormóður er 4. vélstjóri á Esjunni. ☆ Bazaar & Aunnual Fall Tea The Ladie’s Aid of the First Federated Church invites you and your friends to the Annual Fall Tea in Eaton Co. Assembly Hall, Tuesday Dec. 3rd fram 2 p.m. to 4.30 pm. there will be a Home Cooking Grímsárstöðin tekur til starfa að vori. Lagningu rafstrengs að mestu lokið. — Stíflan fullgerð um áramót Gert er ráð fyrir að virkjun Grímsár á Fljótsdalshéraði verði lokið næsta vor og gæti þá orkuverið, sem framleiða á 2,800 kílóvött, tekið til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá Verklegum framkvæmdum h.f. er stöðvarhúsið að mestu búið og reynt verður að ljúka steypuvinnu við stífluna fyrir áramót. Verið er að setja niður vélarnar. Bazaar & White Elephant Table. Welcome to every one. ☆ The Viking Club Hið 15. árlega samsæti og dans fer fram að Parker House 453 Notre Dame Ave. á laugardaginn hinn 30. þ.m., kl. 6.30 e. h. Þarna verður gott að koma og gaman að heilsa upp á vini sína. Aðgöngumiðar að borðhaldi og dansi aðeins $2.00 á mann, en $1.00 að dansinum. ☆ The Icelandic Canadian Club will hold its Nov. meeting on Thursday 28th, at 8.30 p.m. in the First Federated Church Banning & Sargent. A short business meeting will be fol- lowed by the presentation of the “Mrs. Norman Scholar- ship.” Guest artist will be Marion Melnyk. It is hoped that there will be time for a few rounds of bridge before refresments are served. L. V. ☆ — "Chrisimas Tea" — The Women’s Association of the First Lutheran Church are holding their Annual “Christ- mas Tea” on Tuesday Dec. 3, from 2-30 to 5 p.m. and 7.30 to 10.00 p.m. in the lower audi- torium of the Church. General conveners are — Miss H. Josephson, Mrs. H. Bjarnason. Table captains — Mrs. E. Helgason, Mrs. S. Johnson, Mrs. J. Ingimundson, Mrs. T. Gudmundson. Raforkumálastjóri skýrði ' Vísi frá því í gær, að stefnt væri að því að ljúka línulagn- ingu frá orkuverinu niður í % firði og til úthéraðs hið fyrsta. Rafstrengurinn til Seyðis- 1 fjarðar var lagður í fyrra, en lögn annarra rafstrengja er langt á veg komin. Á Egilsstöðum hefir verið byggð aðalspennistöð og grein ast þar raflínurnar til héraðs og fjarða. Seyðisfjarðarlínan j liggur yfir Fjarðarhejði, en I önnur yfir Eskifjarðarheiði til 4 Eskifjarðar og greinist þar til ; Norðfjarðar annars vegar og hins vegar til Reyðarfjarðar. Gert er ráð fyrir að leggja j rafstrenginn frá Reyðarfirði I yfir Stuðlaheiði til Fáskrúðs- I fjarðar og þaðan áfram til 1 Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarð- ar og Djúpavogs. Hinir síðast- nefndu staðir fá þó ekki raf- magn frá virkjuninni að sinni. Lagður hefir verið jarð- strengur frá Grímsá að Hall- ormsstað. Þá hefir einnig ver- ið lagður strengur frá Egils- stöðum til Eiða og fá bæir í Eiðaþinghá rafmagn frá hon- um . Nokkrir bæir norðan Lagarfljótsbrúar fá einnig raf- magn strax og stöðin tekur til starfa. Fyrirhugað er að leggja raf- streng frá Eiðum og til út- héraðs og þaðan verður hann lagður til Borgarfjarðar og Vopnafjarðar, en sú ákvörðun kemur ekki til framkvæmda á næstunni. —VISIR, 19. okt. Presturinn: — Ungi maður, þú verður að sigrast á sjálfum þér. Það gerði ég er ég var á þínum aldri. Ungi maðurinn: — En ég er af harðara efni gjör en það. Tilvalin afmælisgjöf Gleðjið vini 'ykkar, þá er ekki fá Lögberg, með því að senda þeim blaðið í afmælis- gjöf eða jólagjöf, þegar þar að kemur. Home cooking and Cooked Meats—Mrs. H. Benson, Mrs. W. Crow, Mrs- G. C. McAlpine. Handicraft—Mrs. J. Ander- son, Mrs. A. Blondal, Mrs. F. Thordarson, Mrs. G. K. Finn- son. White Elephant—Mrs. R. Armstrong, Mrs. Geo. Eby. Exchequor — Mrs. B. Gutt- ormson. ☆ — DÁNARFREGN — Mrs. Bertha Berkett, Flin Flon, Man., lézt á laugardag- inn var, 58 ára að aldri, hin mesta atgerfiskona; útför hennar var gerð á þriðjudag- inn; hún lætur eftir sig tvær systur búsettar í Winnipeg. ónnur systirin, frú Guðrún, ekkja Ásmundar P. Jóhanns- sonar, var viðstödd útförina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.