Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 Frérrir frá starfsemi S. Þ. Nóvember 1957 BÓLA GAUS UPP í 18 LÖNDUM í FYRRA Bólusótt gerir enn vart við sig í heiminum, þrátt fyrir al- menna bólusetningu og aðrar varúðarráðstafanir, sem gerð- ar eru til varnar þessari skæðu pest. í fyrra gaus t. d. upp bóla í 18 löndum. Nokkur dauðsföll urðu af völdum veikinnar, þar á meðal á íta- líu, í Bretlandi og í Vestur- Þýzkalandi, segir í fréttum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun- inni — WHO. Það þykir því nauðsynlegt, að bólusetning gegn kúabólu sé stranglega framfylgt í öllum löndum, einnig þar sem veikinnar hefir ekki orðið vart árum saman. Smit getur borizt með erlend- um ferðamönnum til landa þar sem bólan hefir ekki gert vart við sig um langan aldur, ef þess hefir ekki verið gætt, að bólusetja gegn veikinni. Bólusetning og aðrar var- úðarráðstafanir gegn bólu var nýlega rætt á fundi, sem sér- stök WHO læknanefnd boðaði til í Genf, en það er verkefni þessarar nefndar að sjá svo til, að heilbrigðisráðstöfunum sé fylgt í 170 löndum og lendum um heim allan. Nefndin hefir varað heilbrigðisyfirvöld allra landa við, að draga úr bólu- setningu gegn bólu, eða draga úr öðrum varúðarráðstöfun- um. Það megi vara sig á, að gera lítið úr hættunni, sem sé á því, að bóla geti gosið upp. Einkum er talið nauðsynlegt, að fólk, sem hefir atvinnu af að greiða fyrir ferðamönnum, sé bólusett og að bólusetning- unni sé haldið við, áður en hún missir mátt sinn. í þeim 18 löndum, þar sem bólusóttar varð vart á síðast- liðnu ári og þar sem ferða- menn reyndust valdir að smit- uninni, breiddist pestin út í 8 löndum, þar á meðal í Bret- landi, ítalíu, Ceylon, Ghana, Iran, og Sudan. í hinum 10 löndunum, þar sem veikinnar varð vart var aðeins um að ræða einstök tilfelli í hverju landi. Það var í eftirtöldum löndum: Grikklandi, Hollandi, Vestur-Þýzkalandi, Argentínu, Paraquay, Uruquay, Indlandi, Jordan, Irak, Sýrlandi- WHO nefndin leggur mikla áherzlu á að varnaðarráðstaf- anir gegn bólu séu í lagi. I fyrra tóku nokkrir læknar sóttina og fáeinir létust af völdum hennar. Heilbrigðis- yfirvöldin í hverju landi ættu að gæta þess, segir nefndin í skýrslu sinni, að kynna sér ný bólusetningarefni, sem koma á markaðinn og nýjar bólu- setningaraðferðir. í þessu sam bandi mælir WHO með því, að notað sé þurrbóluefni. Það hefir reynzt auðveldara í með- förum og heldur sér lengur og betur einkum í hitabeltis- löndum. ------0------ CANADA TEKUR VIÐ FLEIRA FLÓTTAFÓLKI Canada hefir boðizt til að taka við 700 flóttamönnum frá Ungverjalandi til viðbótar því flóttafólki, sem þegar er kom- ið til landsins. Er hér um að ræða flóttafólk, sem flúði frá Júgóslavíu. Sérstök nefnd mun fara til Júgóslavíu til þess að velja fólk og er gert ráð fyrir að fólkið geti flutzt vestur í lok desember eða í byrjun janúar- mánaðar. Canada hefir áður tekið á móti 1000 flóttamönnum frá Ungverjalandi, sem flúið höfðu til Júgóslavíu og alls 24,500 Ungverjum er flúðu til Austurríkis í byltingunni haustið 1956. ------0------ Deyfilyfjaneyiendur eru sjúklingar — ekki afbrota- menn Það er auðveldara að lækna deyfilyfjaneytendur en marg- an grunar, segir í áliti sér- fræðinganefndar Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO), sem hefir rannsakað þetta al- varlega félagslega ' vandamál mjög gaumgæfilega. Lagði nefndin áherzlu á að rannsaka hvernig lækna mætti það fólk, sem hefir gefið sig á vald of- nautnar deyfilyfja. Erfiðast er að venja fólk af deyfilyfjanotkun, sem hefir vanið sig á eitrið vegna líkam- legra sjúkdóma. í slíkum til- fellum verður að beita sál- rænum lækningaraðferðum með hinum líkamlegu. Auð- veldast, segir í áliti nefndar- innar, er að lækna deyfilyfja- neytendur, sem vanizt hafa á ofnautn vegna félagslegra að- stæðna, t. d. vegna fátæktar, eða af persónulegum ástæð- um. Yfirleitt má gera ráð fyr- ir, að það sé erfitt að venja fólk af ofnautn og að í flest- um tilfellum verði að grípa til þvingunar á einn eða ann- an hátt til þess að fá deyfi- lyfjaneytendur til< þess að hætta. Hvort réttara sé, að taka al- gjörlega fyrir notkun deyfi- lyf ja hjá þeim sem lækna skal, eða hvort betra sé að minnka skammtinn smám saman er talið álitamál, læknirinn verði að taka ákvörðun um þetta í hverju einstöku tilfelli. Flest- ir nefndarmenn töldu, að bezt væri að taka fyrir notkunina undir eins og algjörlega, ef þess væri nokkur kostur, eink- um þegar um er að ræða of- nautn á ópíum og morfín- efnum. Á óllum sviðum deyfilyfja- ofnautnar, segir nefndin, er um að ræða sjúkdóma. Það verður að fara með deyfilyfja- notendur sem sjúklinga en ekki sem afbrotamenn, ef menn vilja ná góðum árangri og lækningu. ------0------ UNESCO ráðstefna fer fram á frjálsari innflutning á menningarverðmæium Á ráðstefnu, sem haldin var fyrir skömmu í Genf, urðu fulltrúar frá 52 þjóðum á- sáttir um, að fara fram á, að innflutningur ýmra menn- ingarverðmæta yrði gerður frjálsari en hann er nú víða um lönd- Það er aðallega um að ræða vísindatæki, safna- áhöld og listaverk, sem farið er fram á að verði undan- þegin tollum og innflutnings- höftum. Fundurinn í Genf var haldinn að tilhlutan UNESCO, — Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Samein- uðu þjóðanna. Til fundarins var boðað til þess að endur- skoða alþjóðasamþykkt, er samin var á vegum UNESCO fyrir nokkrum árum og þar sem mælt er svo fyrir, að toll- ar skuli afnumdir og innflutn- ingur gefinn frjáls á dagblöð- um, tímaritum, fréttakvik- myndum og kennslukvik- myndum, segulbandi með hljómlist, upplestri o. s. frv. Alls hafa 26 þjóðir gerzt að- ilar að þessari alþjóðasam- þykkt. Á Genfarfundinum var samþykkt, að stuðla að því, %ð sem flestar þjóðir gerðust að- ilar að samþykktinni og stuðla þannig að auknum menningar viðskiptum milli þjóða. ------0------ Sérslakar SOS-bylgjulengdir fyrir farþegaflugvélar Alþjóðaflugmálastofnunin — ICAO — gekkst nýlega fyr- ir því, að sérfræðingar frá ýmsum löndum komu saman Trúleysi veldur siðleysi Helzti hornsteinn siðmenn- ingar í hverju þjóðfélagi, er heimilið. Þar mótast barns- sálin fyrst, og alist það upp á heimili þar sem kærleikur og guðstrú haldast í hendur, býr það að því alla ævi. Þeir, sem alast upp á slíkum heimilum, komast betur áfram í lífinu, þeim gengur fleira að óskum. Næst heimilinu kemur svo skólinn, sem á að fræða börn- in um undirstöðuatriði þess er það þarf að vita, í hvaða stétt eða stöðu, sem það lendir í lífinu. En barnið fær ekki nauð- synlegan undirbúning að lífs- baráttunni, ef aðaláherzlan er ekki lögð á það sem nauðsyn- legast er, siðmenning og trú. Það er þetta tvennt sem gerir menn að mönnum, gerir þá hæfa til þess að taka hverju því sem að höndum ber í líf- inu. Þarna er æðsta hlutverk skólans gagnvart börnunum. Það er því sorglegt að sjá hvernig fræðslu um siðgæði og trú hrakar í skólunum og hvernig hún er látin mæta af- gangi. Öll þekking er nauð- synleg, en kristindómurinn ætti þó að sitja í fyrirrúmi. Hver er ástæðan til vaxandi afbrota barna og unglinga, ef ekki sú að of lítil rækt er lögð við að fræða börnin um grund vallaratriði kristindómsins. — Til þessa getur það bent, að mjög fá börn, sem gengið hafa í sunnudagaskóla, komast undir mana hendur vegna ó- knytta og afbrota. Menning vestrænna þjóða er vaxin upp úr kristindóm- til þess að ræða um loft- skeytasamband milli farþega- flugvéla og jarðstöðva og hvernig mætti endurbæta það og gera óruggara. Á fundinum mættu fulltrúar frá 34 þjóð- um. Meðal annars var rætt um talsamband milli flugvéla og jarðstöðva, almennt firðsam- band og hættumerki—SOS— frá flugvélum, skipting bylgju lengda, samvinna við sjófar- endur og sjálfvirk hættu- merki. Miklar umræður urðu um hvort rétt væri að sérstakar bylgjulengdir yrðu notaðar fyrir hættumerki frá flugvél- um, en nú tíðkast, að ef senda þarf hættumerki frá flugvél er það gert á þeirri bylgju- lengd, sem henni hefir verið úthlutað til annara skipta. Talið var nauðsynlegt fyrir flugvélar, sem lenda í hættu, að geta haft samband við skip í nágrenni við sig. Áhugi var fyrir sjálfvirkum senditækjum, sem senda út merki þegar hættu ber að. Hafa slík tæki þegar verið sett í skip og landstöðvar nota þau. í Svíþjóð hafa tæki af þessari gerð verið sett í flug- vélar. Sænska tækið hefir m. a. þann kost, að það er ódýrt. inum. Ef hann hefði ekki ver- ið til, væri ekki um neina vestræna menningu að ræða. Þegar menn afrækja því kristindóminn er það eins og maður sé að saga af þá grein, / er hann situr sjálfur á. Grein- in er kristin trú og kristin lífsskoðun. Þegar hún brestur, er voðinn vís. Geta ekki hinar tvær heimsstyrjaldir ekki orð- ið oss ábending um þetta? Okkur er enn í fersku minni ástandið í byrjun aldarinnar, þegar allir töluðu um frið, eilífan frið á jörð. Þótt smá- styrjaldir væri háðar, hélt mannkynið dauðahaldi í þá von, að mannvit og efnahags- legar framfarir mundu bjarga öllu- Þjóðirnar eru nú orðnar svo menntaðar, sögðu menn, að stórstyrjaldir eru óhugs- andi. Menn bentu á að alþjóða dómstóll hefði verið stofnaður í Haag og allir helztu stjórn- málamenn töluðu um frið. En jafnhliða þessu höfnuðu menn trúnni og drógu dár að hinum eilífu sannindum. Efnishyggj- an ruddi sér til rúms. Og svo kom vábresturinn, öllum að óvörum, og þjóðirn- ar skildu ekki hvernig á því stóð. Menn kenndu um morð- unum í Sarajevo, að þau hefðu kveikt heimsbálið 1914. Það var ekki annað en tylli- ástæða. Orsökin var sú, að menningin var svo spillt að hin ógnþrungnu öfl haturs og drápgirni hlutu að leysast úr læðingi og valda heimsbylt- ingu. Hin vestræna menning var orðin mergfúin, vegna þess að þjóðirnar höfðu fjar- lægst sannan kristindóm. Svo lauk þeirri styrjöld 1918 og nú áttu að renna upp tímar friðar og farsældar. En hvernig fór? — Mannkynið hafði sýnilega ekkert lært af þeim hörmungum, er það leiddi yfir sig sjálft. Heimur- inn lá í sárum, en þó var þegar tekið til að undirbúa nýja styrjöld, hálfu verri en hin fyrri var. Þegar vér lítum yfir hörm- ungar þess,arar aldar, hlýtur oss að verða það ljóst, að eina bjargarvon mannkynsins er siðmenning og guðstrú. Sagan bendir oss á dæmi um það, hvernig andleg menning getur bjargað þjóðunum, ef þær kunna að meta hin eilífu lífs- sannindi. Hvernig halda menn að hafi staðið á því, að Eng- land lenti ekki í sömu for- dæmingunni og Frakkland 1800? Brimsjóir franska bylt- inga-andans brotnuðu á strönd um Englands, en náðu ekki að flæða yfir landið, vegna þess að hin andlega vakning Wes- ley var þar sem brimbrjótur. 1 Englandi fór þá fram and- leg bylting, hrein og lífgandi, en frönsku byltingunni fylgdu manndráp, tortíming og ógn- arveldi. Hið eina sem megnar að stöðva mannkynið á þeirri ó- Framhald á bls. 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.