Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 Lögberg GefiB út hvern fimtudag aí THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjöri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” ls published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2. Manitoba, Canada Printed by Cblumbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9931 ______ RICHARD BECK í ótthagana andinn leitar Akureyri, 9. júní 1957. — Preniverk Odds Björnssonar H.F. íslendingum hvar, sem þeir eru í sveit settir, mun kunnugt um það, að dr. Richard Beck, þessi óþreytandi trú- boði íslenzkrar menningarerfða bæði á íslandi og engu síður á erlendum vettvangi átti sextugsafmæli hinn 9. júní síðast- liðinn, og var þess að verðleikum víða minst, þó ábærilegasta virðingartáknið væri mikil og glæsileg bók, er dáendur afmælisbarnsins létu safna til og hlutuðust til um að kæmi út í minningu atburðarins. Þetta er heldur engin smáræðis- bók því hún telur hvorki meira né minna en 178 blaðsíður í stóru broti. Framan við meginmál bókarinnar standa á sjö- unda hundrað nöfn manna, kvenna, vísindafélaga, háskóla og annara stofnana, er fundu hjá sér sterka hvöt til að þakka dr. Beck hina margháttuðu menningarstarfsemi hans í þágu norrænna fræða. Vandað æviágrip dr. Becks ritar séra Benjamín Kristjáns- son prestur til Grundarþinga, er mjög eykur á gildi bókar- innar og skýrir litbrigðaríkan starfsferil þessa merka fræði- manns; er ágripið eins og séra Benjamíns var von og vísa öfgalaust, en auðkent af þeirri hreinskilni og sannleiksást, er ritverk hans mótast af; frá hendi slíks manns má jafnan vænta sannmats á mönnum og málefnum- Séra Benjamín lýkur ummælum sínum með svofelldum orðum: „Margar eru þær hlýju kveðjur, sem Islandi og íslend- ingum hafa borizt með vestanblænum frá þessum trölltrygga vini lands og þjóðar. En á sama hátt munu fjöldamargir hollvinahugir hverfa vestur um hafið til að fagna með dr. Beck sextugum, árna honum heilla og minnast afreka þessa austfirzka sægarps, sem svo örugglega hefir numið sér land á túnum Braga og Sökkvabekk Sögu.“ — Þungamiðja þessarar voldugu bókar, er vitaskuld dr. Beck sjálfur ; lesmálið er að lagmestu leyti hold af hans holdi og blóð af hans blóði; er hér um að ræða innviðamikið safn af ritgerðum og fyrirlestrum við ýmis tækifæri, er endur- spegla á fagurlegan hátt ástarjátning höfundar til íslands og þjóðarinnar, sem landið byggir; það dylst engum, er með athygli les umrætt meginmál, að á bak við hverja línu felst heilsteyptur maður, sem ritar af innri þörf, maður, sem veit hvað hann vill og lætur sér hugarhaldið um, að sem flestir íesendur sínir fái notið hins dýrl/íga útsýnis af sömu sjónarhæð. Lesmál bókarinnar ber fagurt vitni glöggskygni höfundar á hörpuhljóma hins íslenzka strengleiks; þessu til sönnunar nægir að vitnað sé í hinar meitluðu ritgerðir um góðskáldin Jón Magnússon og Tómas Guðmundsson, og hefir höfundur tíðum vísað til hins fyrnefnda í ræðum sínum og styttri erindum; enda margt svipað um lífsskoðanir þeirra. I hinum snjalla ljóðaflokki sínum, Björn á Reyðarfelli, sem er stórbrotnasta skáldverk Jóns Magnússonar, stendur þetta mergjaða erindi: I „Mér fanst hann vera ímynd þeirrar þjoðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi altaf lífs síns dýrsta sjóð. — Því gat ei brostið ættarstofninn sterki, þótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem túlkar trúmenskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf.“ Dr. Beck hefir iðkað trúmenskuna í verki, og munu þess sjást lengur merki en meðan hann er ofan jarðar. íslenzka þjóðin stendur í þakkarskuld við þá menn alla, er hönd lögðu á plóginn varðandi útgáfu áminstrar bókar, þó skuld hennar sé stærst við dr. Beck sjálfan fyrir lang- varandi forustustarf á vettvangi íslenzkra menningarmála. Sameinuðu þjóðirnar fullnægja ekki ítrustu óskum manna Raeða forseta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar Góðir Islendingar! Þetta síðasta starfsár hinna Sameinuðu þjóða hefur leitt tvennt skýrt í ljós. Fyrst það, hve máttvana samtökin eru, þegar við þá er að eiga, sem engin tillit taka, og hitt annað hve mikils hinar Sameinuðu þjóðir geta mátt sín, þegar skilyrðin eru hagstæð. Það eru góð skilyrði, þegar hinar ein- stöku þjóðir sýna félagslyndi og ábyrgðartilfinningu gagn- vart samtökunum og tilgangi þeirra, en ill, þegar synjað er um allt samstarf. Þetta var raunar alltaf vitað, og liggur í augum uppi. En bæði Súez- og UngverjalandsmáJ hafa valdið meiri umræðum en áður um takmörkuð áhrif og völd hinna Sameinuðu þjóða, og ýmist vaxandi vonleysi eða kröfum um úrbætur. Það tvennt hefur skeð, sem vert er að rifja upp fyrir al- menningi á þessum minnis- degi, það fyrsta, að neitunar- vald Öryggisráðsins hefur verið takmarkað, og hitt ann- að, að stofnað var gæzlulið hinna Sameinuðu þjóða. I ör- yggisráði getur einn aðili stöðvað öll afskipti og íhlutun, hvað sem við liggur. En nú geta tveir þriðju hlutar at- kvæða á allsherjarþinginu ráðið úrslitum í hverju máli, án tillits til hins gamla neit- unarvalds. I sambandi við Súezdeiluna var og stofnað, í fyrsta sinn, gæzlulið tíu þjóða til meðal- göngu á ófriðarsvæðinu. Það lið var að vísu fámennt, og hefði hver ófriðaraðili sem var, getað rutt því úr vegi. En svo fór þó ekki, því á bak við var ósýnilegt afl hinna Sameinuðu þjóða, almennings álitið í alþjóðamálum. Gæzlu- liðið var stofnað vegna þess- ara sérstöku átaka einna sam- an, en vaxandi kröfur eru á dagskrá um öflugra og varan- legt gæzlulið, sem hinar Sam- einuðu þjóðir stýri til trygg- ingar og öryggis heimsfriði. Það er þó of snemmt að gera sér vonir um öfluga alþjóða- lögreglu, eins og fyrirhugað var við stofnun hinna Samein- uðu þjóða, en öllum er það ljóst, að friður og réttvísi þarf bakhjarl, ekki síður í milli- ríkjaviðskiptum en innan- landsmálum. Það er mála sannast, að hin- ar Sameinuðu þjóðir full- nægja ekki hinum ítrustu óskum né framtíðarvonum um öi'yggi og frið. Það er bezt að gera sér engar tálvonir- Frið- samlegri stjórnmálaviðureign innanlands er stundum lýst svo, að hún sé barátta fyrir því, að ná svo góðum árangri sem framast er mögulegt. — Þessi skilgreining á ekki síður við í alþjóðastjórnmálum. Mannkyninu virðist það á- skapað, að það sem fæst og er frekast kleift, nær sjaldan eða aldrei hinni hæstu hugsjón. Hinar Sameinuðu þjóðir ná ekki lengra, en sem svarar þeim samtakamætti, sem þær stýra á hverjum tíma. Það stekkur enginn langt yfir hæð sína. Við sitt eigið afl, hafa hinar Sameinuðu þjóðir ekki öðru að bæta, en því alþjóða- áliti, sem þeim tekst að skapa í hverju máli. Alþjóðaálit skapar alltaf nokkuð aðhald. Og þegar litið er á þessa hlið í starfsemi hinna Sameinuðu þjóða á síðasta starfsári, þá er sízt um afturför að ræða. Allur almenningur þráir frið og farsæld, og starfsemi hinna Sameinuðu þjóða er tákn og traust þess hugarfars. Ég mun ekki rekja starfsemi hinna Sameinuðu þjóða í þessu stutta ávarpi. — En barnahjálp, flóttamannafyrir- greiðsla, tækniaðstoð, mat- vælastofnunin og margt fleira eru dæmi þeirra viðleitni, sem heimurinn má ekki án vera, og nú fyrst er sýnt á alheims- mælikvarða. Hver veit hve langt verður komizt um lausn hinna stærstu alþjóðavanda- mála á þessum vettvangi, ef haldið er áfram í einbeittri trú á mikla möguleika. Öryggi óttans á þessari atómöld hrekkur ekki til frambúðar. Gagnkvæmur skilningur og traust, samhjálp og umhyggja þarf að útrýma óttanum og styrjaldarhættunni. Með vax- andi samúð og samstarfi á al- þjóðavettvangi mun heiti „hinna Sameinuðu þjóða“ að lokum reynast sannnefni. — En allt getur brugðizt til beggja vona. Framtíðin veltur á hugarfari og stefnu þeirra, sem forustuna hafa. ADDITIONS to Betel Building Fund Kvenfélagið „Eining“ Lundar, Man. $10.00 1 minningu um kæran heiðursfélaga, Mrs. Stein- unni Kristjánsson, dáin á Betel í júní 1957. ----0--- Kvenfélagið „Eining“, Lundar, Man. $10.00 I kæra minningu um R. Margréti Thorsteinsson, Lundar, dáin 15. sept. 1957. ------------0--- Frá Mrs. Boggu Sigurðsson, Lundar, Man. $5.00 1 minningu um kæra vin- konu R. Margréti Thorstein- son, Lundar, lézt 15. sept- 1957. ----0--- Mr. og Mrs. A. M. Freeman, Lundar, Man. $25.00 ----0--- Lundar þjóðræknisdeild, Lundar, Manitoba $25.00 ----0--- Mr. F. R. Lount, 815 Wellington Cres., Winnipeg 9. Man. $150.00 Hinar Sameinuðu þjóðir eru hin víðtækustu alþjóðasamtök, sem til hefur verið stofnað. Enn eru þau ung að aldri. Vér megum ekki vera mjög bráð- lát- Allt er lengi að vaxa, sem lengi á að standa. Framtíðar- möguleikarnir eru miklir, og gifta mannkynsins í veði. Yfir þessum degi blakta allir fánar hinna einstöku sameinuðu þjóða — og bera við himinn líkt og friðarbogi. Vér óskum hinum Samein- uðu þjóðum allra heilla, og gefi Guð góðri viðleitni sigur! —VÍSIR, 25. okt. — Mikið ósköp geta konur verið falskar. — Nú, hvernig þá? — Ég setti hjúskaparauglýs- ingu í blöðin um daginn og sú eina sem gaf sig fram var kærastan mín. "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund —180 Maka your donaiions io iha "Betel" Campaign Fund, 123 Prlnceas Slreat, Winnipeg 2. / "HOLIDAY PUNCH' Beat separately yolks and whites of 6 eggs. Add % cup of sugar to yolks while beating. Add 14 cup of sugar to whites after beating very stiff. Mix egg whites with yolks. Stir in 1 pint of cream and 1 pint of milk. Add 25 oz. Sea- gram’s V.O. Canadian Whiskey and 1 oz. of Captain Morgan Gold Label. Stir thoroughly and serve very cold, with grated nutmeg in cocktail glasses. Makes five pints.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.