Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 ^VV-y-V'W^'-V-^VWV IWENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DROTTNINGIN Mörg ár eru liðin síðan ég var stödd á Sherbrook stræti hér í borg í hópi' f jölda fólks, er beið eftir því að George sjötti konungur brezku sam- veldisþjóðanna og Elizabeth drottning hans ækju þar fram hjá. Eftir nokkura bið komu gestirnir í ljós og varð mér aðallega starsýnt á drottning- una, svo fannst mér hún töfr- andi; bláeygð, dökkhærð og skipti fagurlega litum; en það var aðallega hið hlýja bros hennar sem náði til hjarta fólksins; hún veifaði hendinni til beggja hliða á sérlega fallegan hátt eins og hún vildi draga fólkið til sín; og það síðasta sem ég sá um leið og þau hurfu norður strætið var þessi, næstum ósjálfráða hreyfing handar hennar. Allmörgum árum síðar komu dóttir konungshjónanna og maður hennar í heimsókn hingað, Elizabeth prinsessa og hertoginn af Edinburgh. Þeim var einnig tekið með kostum og kynjum, og urðu einnig að heilsa upp á þúsundir manna og lofa sem flestum að sjá sig. Elizabeth var seinna spurð hvers hún minntist helzt úr Canada-ferð sinni, og svaraði hún að hún myndi eftir þús- undum andlita, sem liðu fram hjá hugskotssjónum sínum eins og í þoku. Fáum mánuðum síðar lézt faðir hennar og hún varð drottning samveldisþjóðanna — drottning Canada. Margir munu hafa séð krýningar- hátíðahöldin á kvikmyndum. Athöfnin í Westminster Abbey var tilkomumikil, en þó fannst mér hápunktur hennar fremur dapurlegur, þegar þessi unga, fremur smá- vaxna kona var umkringd af gömlum embættismönnum kirkjunnar, er skrýddu hana krýningaryfirhöfninni — og erkibiskupinn lét kórónuna á höfuð hennar. Þetta var allt svo mikið og þungt, táknrænt þeirrar þungu byrðar marg- víslegra skyldustarfa, sem henni var lögð á herðar og sem hún mun bera til ævi- loka. Daglega verður hún að kynna sér ýms skjöl varðandi Irekstur ríkisins; allar nýjar löggjafir verður hún að undir- skrifa og það gerir hún aldrei fyrr en hún hefir kynnt sér þær rækilega. Hún er í ráð- um með leyndarráði ríkisins og fjallar um ýms mál, sem hún má engum skýra frá, ekki einu sinni manni sínum. Aætlun um þátttöku hennar í opinberum athöfnum er gerð heilt ár fyrirfram, og það líður varla sá dagur, að hún komi ekki fram við einhverja at- höfn. En svo hefir hún helgað sig starfi sínu í þessi fimm ár, að hún er orðin kunnasti og vinsælasti þjóðhöfðingi í sögu þjóðar sinnar. Enginn hefir ferðast eins mikið um sam- veldisríkin eins og hún, og nú síðast heimsótti hún ásamt manni sínum Canada í októ- ber, setti sambandsþingið og flutti stjórnarboðskapinn sem drottning Canada; mun þess sögulega atburðar lengi minnst. Þau hjónin heimsóttu einnig Bandaríkin, og bæði þar sem hér urðu þau að fara í gegn- um hina venjulega myllu. Er talið að þau hafi tekið í hendur tíu þúsund manna alls og að um fimm miljónir manna hafi séð þau, þegar þau óku um stræti borganna, og um 56 miljónir séð þau á T.V. Auk þess sem þau tóku þátt í um 50 alls konar at- höfnum og matveizlum. Það má nærri geta hve þetta getur orðið þreytandi, ekki sízt fyrir drottninguna, því ætlast er til að hún sé sífellt brosandi. Hún er fremur ströng á svip, ef hún ekki brosir, og þá held- ur fólk að henni hafi mislíkað eitthvað, svo hún verður að reyna að brosa hvernig sem henni líður. Hver sem reynir að leika slíkt eftir finnur fljótlega hve það er erfitt; brosið stirðnar á andlitinu- Þá eru hin sífelldu ræðu- höld; hún semur vitanlega ekki ræður sínar, hefir engan tíma til þess, en hún verður að kynna sér þær vel og flytja þær svo vel fari og það gerir hún. Hún bætti aðeins einu sinni setningu inn í ræðu á þessari ferð. Það var þegar blaðamenn gengu á fund hennar í Washington. Eftir að hún hafði tekið í þúsund hendur, flutti hún stutta ræðu og sagði: „Mér er sagt að þetta sé það stærsta blaðamannalið í heiminum" — horfði á þá og bætti svo við: — „Þegar ég lít í kringum mig, þá á ég ekki bágt með að trúa að það sé satt. Blaðamennirnir hlógu og drottningin roðnaði af ánægju. Maður hennar er góður ræðu- maður, talar blaðalaust. Við athöfn í háskólanum í Wil- liamsburg töluðu þau bæði; hún fyrst, fölleit og þreytuleg, og svo hann, viss á sjálfum sér, í léttum og spaugilegum tón. Munurinn á þeim var svo áberandi, að blaðamennirnir sneru sér frá honum til að Dánarfregn August Einarsson, vistmað- ur á Betel á Gimli varð bráð- kvaddur þar fimtud. 14. nóv. Hann var ættaður úr Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslu, sonur Einars bónda Benja- mínssonar og Ásu konu hans. Sum af systkinum hans munu hafa flutt vestur um haf, og mun sumt af frændfólki hans á lífi hér vestra. August kom vestur um haf 1904, en hafði þá um hríð stundað smíða- vinnu á Akureyri. Hér vestra nam hann land í Víðisbyggð, Man., og bjó einbýlingsbúskap á landi sínu Hann þjónaði í hinu fyrra heimsstríði um 3 ár eða lengur. Hann átti við sjóndepru að stríða árum sam- an. Um nokkur ár bjó hann á eigin heimili sínu í Árborg, var það um síðara skeið þjón- ustu-ára minna þar, og hófst nokkur kunningsskapur með okkur. Hann var góðum gáf- um gæddur, og átti einkar hvassa athyglisgáfu, stað- bundið og farsælt minni, og var afar mannfróður. Árum saman átti hann heimili hjá Mr. og Mrs. S. M. Brandson í Árborg, er reyndust honum frábærlega hjálpsöm. Hann átti einnig vináttu-ítök hjá ýmsum öðrum í Árborg um- hverfi, og Winnipeg og víðar. Þannig dvaldi hann árlega um hríð á heimili Mr. og Mrs. F. Bárðarson í Winnipeg, í vinar- dvöl með þeim, og heimsóttu hann þá kunningjar, frændur og vinir, er hann átti ekki kost að heimsækja endranær. Það var á þessu sumri að Mr. Einarsson kenndi mein- semdar í hálsi, og var á Al- menna sjúkrahúsinu í Winni- peg að læknisráði og undir læknishöndum um hríð án ár- angurs. Eftir að ég vissi um dvöl hans þar, heimsótti ég hann nokkrum sinnum. Varð ég þá var við hversu sárt að hann þráði að komast sem fyrst „HEIM" til Betel. Það voru Mr. og Mrs. Felix Bárð- arson, sem urðu milligöngu- menn að því að hann fékk heimfararleyfi eins fljótt og auðið var, og tóku hann til Betel í bíl sínum og glöddu hinn blinda og sjúka mann með því að flýta för hans þangað- Votta ég þeim inni- lega þökk látins vinar fyrir heimsóknirnar til hans á sjúkrahúsið og alla vináttu honum auðsýnda, en starfs-, umsjónar- og vistfólki þökk fyrir ljúfa móttöku á eina jarðneska heimilið er hann átti. S. Ólafsson lesa úr andliti hennar hvernig henni yrði við. Elizabeth ljómaði og var fjörlegri en nokkur hafði áður séð hana. Það var auðseð að hún var mjög stolt af manni sínum. Niðurlag í næsta blaði KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERG 'LMÆJ'í ÍSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS ÞÚ SPARAR ÞÉR 158 DOLLARA • A einni nóttu til Reykjavikur. RúmgóSir og þægilegir farþega- klefar, 6 flugliSar, eem þjálfaSir hafa veriS f Bandarlkjunum, bjóSa ySur velkomin um borS. • Fastar áætlunarflugferSir. Tvær j ágætar máltlSir, konlak, náttverSur, | nlii án aukagreiðslu með IAL. Frá New York meS viSkomu á ÍSHANDI til NORKGS, DANMERKUR, SVlÞJÓDAR, STÓRA BRETLANDS, ÞÝZKALANDS. Upplýsingar I öllum ferSaskrifstofum K"f^ HRLIMES 15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585 New York . Chicago . San Francisco Hitt og þetto Atómknúnar járnbrautir Árið 1960 munu járnbrautir verða knúnar atómorku, var upplýst á ráðstefnu einni ný- lega, — The American Rail- road Congress. Fyrstu tilraun- irnar með atómknúnar járn- brautir munu þó ekki gefa þann árangur að þær geti tek- ið upp samkeppni við hinar eldri gerðir, en hins vegar er talið öruggt, að búið verði að fullkomna þær svo árið 1960 að atómknúnar járnbrautir geti keppt við hinar eldri á fjárhagslegum grundvelli, auk þess sem þær verði búnar meri þægindum og fari hrað- ar yfir. ------0------ 70% sterkari föt Ný gérð nylonþráðar, mun samkvæmt tilraunum, sem ný lega voru gerðar, auka slitþol karlmannafata um 70%, með því að vefa í klæðaefnið þess- um nylon-þræði, ásamt bóm- ull eða rayoni. Nylon-þráður- inn er búinn til hjá Du Pont Company og hafa tilraunir með hann staðið yfir í fjögur ár. ------0------ Barnabar — Aðgangur bannaður fyrir alla yfir 12 ára aldur, stendur yfir dyrum bars nokkurs í Los Angeles, en bar þessi er sérstaklega útbúinn við barna hæfi. Þar er framreidd mjólk, ískrem og annað góðgæti- ------0------ Ný ralsjá Amerískt firma er um þess- ar mundir að hefja fram- leiðslu á nýrri gerð ratsjár fyrir verzlunarskip. Þessi nýja og endurbætta ratsjá sýnir ekki aðeins stefnu skipa, sem nálgast á siglingu, heldur hreyfingu þeirra og hraða — og ýmsar aðrar upplýsingar gefur ratsjáin. ------0------ Milcill Jazzihugi Jazzhátíðin í Newport, Rhode Island 1957, var fjöl- sóttari nú en þrjú undanfarin ár. Alls urðu áheyrendur 50,000 á sjö hljómleikum. Meðal hljóðfæraleikara, sem komu þar fram var Louis Armstrong — og hélt hann upp á 57 ára afmæli sitt við eina hljómleikana á músik- hátíð þessari. ------0------ Nýtt flugvéla-benzín Ný tegund flugvéla-benzíns er um það leyti að koma á markaðinn, og hafa tilraunir með það verið gerðar við The Ethyl Corporation. — Talið er, að nýting orku flugvélahreyfl- anna aukist um 20 af hundraði við tilkomu þessarar nýju benzíntegundar. ------0------ Ný stáltegund Amerísku firma einu hefur tekizt að framleiða nýja teg- und af ryðfríu stáli. Flugvélar og eldflaugar úr þessu stáli eiga að þola það mikinn hraða, að stálið hitni upp í 533 gráður á Celsíus, en til þess þarf 4352 kílómetra hraða á klukku- stund, en sá hraði er fjórum sinnum hraði hljóðsins. ------0------ Hættuleg siglingaleið Á vissum stöðum meðfram strönd Kóreu er mjög hættu- leg siglingaleið. Eftir Kóreu- styrjöldina var um helmingur sökkt, og borgir og þorp með- fram ströndinni lagðar í rústir. —Sunnudagsblaðið HAVE ANSWERED Y0UR CHRISTMAS LETTER ? FIGHT TUBERCULOSIS

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.