Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 Kínverskur Kolumbus Eitt hið glæsilegasta tímabil" í sögu hvítra manna má telja að hafi verið meðan 'hinir miklu landafundir stóðu yfir. Nú á tímum er vart hægt að gera sér grein fyrir hinni ótrú- legu dirfsku, þrautseigju og hreysti, sem leiddi til þess að á einum mannsaldri opnuðust leiðir til óþekktra heimsálfa. Kollvarpað Var hugmyndum manna um jörðina og alheim- inn. Þróuninni fleytti áfram meira en nokkurn gat órað fyrir. Siglingar Spánverja og Portúgalsmanna höfðu djúp áhrif á hugmyndir og lífsskoð- anir allrar Evrópu og' óhætt er að gefa Vasco da Gama, Kolumbus og Magellan megin heiðurinn ef geimferðir verða nokkru sinni að veruleika. Sjóleiðin til Iandlands fannst árið 1497. Siglingar Kolumbusar og fundur Amer- íku stóð yfir frá 1492 til 1504. Fyrsta siglingin kringum hnóttinn var farin 1919—1922. Hvorki fyrr né síðar hafa verið gjörðar slíkar uppgötv- anir eins og á þremur áratug- unum frá 1492 til 1522. Þó skyldi maður ekki halda að hin spánsku og portúgölsku skip hafi verið hin einustu á hinum víðáttumiklu heims- höfum- Um allan sjó, meðfram ströndum Austur-Afríku, Austurlanda og Kína sigldi aragrúi skipa, og heilli öld áður en okkar landafundir hófust, og án þess að Evrópu- búar hefðu hugmynd um, fóru fram víðáttu miklar og merkilegar siglingar í Kyrra- hafinu og á Indlandshafi að enda þótt þær hafi ekki verið eins stórfenglegar og hjá hin- um vestrænu^ þjóðum, vekja þær hjá okkur undrun og að- dáun, ekki sízt hversu vel þær voru skipulagðar og miklu til þeirra kostað. Kínaveldi átti einnig sinn „Kolumbus". Hann hét Sheng- ho. Hann var fæddur í Kun- yang í héraðinu Yunnan og var kominn af múhameð- anskri ætt, innflytjendum frá Mið-Asíu. Skírnarnafn hans var Ma, sem var algengt nafn á múhameðsmörínum, en sjálfur keisarinn, sem hann þjónaði gaf honum kínverska nafnið Sheng-ho. Af áletrun á legstein, sem hann lét reisa yfir föður sinn, sést að hann var hinn yngri tveggja bræðra og að hann átti fjórar systur. Frásagnir herma að hann hafi verið „glæsilegur og sterk- byggður, hreyfingarnar mjúk- ar og röddin mikil". Keisar- inn skipaði hann yfirstjórn- anda kínverska flotans, sem hafði það hlutverk að sýna herstyrk Kínaveldis í hlrium vestlægu löndum, en þar var átt við lönd þau, er lágu vestar Malakkaskaga. Sjóveldi Kína er ævagamalt. Strandlengjan er yfir 6,000 mílur með þúsundum eyja á Kínahafi. Á miðöldum voru bæirnir Kanton, Yuanchow og Chankow miðstöðvar fyrir utanríkisverzlunina, en hafn- arbæirnir Shanghaj, Kanpu, Hangkow og Ningpo voru í órum vexti. Þegar á annarri öld f. Kr. sendi Wu-ti af Han keisara- ættinni leiðangur sjóleiðina til • S.-Indlands. Áttavitinn, sem fundinn var upp í Kína kom þegar að miklum notum og skipabyggingar komust brátt á mjög hátt stig. Á tólftu öld lýsti landfræðingurinn Chouchu-fei kínversku skip- unum á hinu litskrúðuga máli þannig að þau væru líkust „köstulum, með segl eins og skýin, sem rúmuðu hundruð manna og höfðu kornforða til eins árs. Á fjórtándu öld ritaði ara- biski ferðalangurinn Ibn Babuta um kínverskt hafskip, sem flutt gat yfir 100 farþega. Káeturnar voru aðskildar með þéttum veggjum svo að skipið sökk ekki þótt það rækist á klett. Skipstjórinn kunni að reikna stefnuna með aðstoð stjarna að nóttu til og sólar- innar á daginn, og í þoku treysti hann á áttavitann. Kínverjar eru taldir hafa notað bergmálsmæla til að finna hafdýpið. Cheng-ho fór sína fyrstu ferð árið 1405- Þeir 7 leiðangrar sem hann fór í allt voru farnir á 30 ára tímabili. Hann var aðeins 6 ár herstjóri í Nanking, 'hinum hluta ævinnar eyddi hann á sjónum. Öruggustu heimildir um ferðir hans eru úr dagbók- um manna, sem ferðuðust með honum, túlkar og rithöfundar. Ferðalýsingar Ma Huans, sem komu út 1436, geta um heimsóknir í 40 þjóðlönd. í ferðabók Fei Hsin, sem út kom 1416 segir frá heimsóknum í 16 ókunn ríki. Bækur þessar gefa ómetanlegar upplýsingar og fróðleik um landafræði þeirra tíma, fjárhag, verzlun og framleiðslu hinna aust- rænu þjóða. í hinum 7 leiðöngrum sín- um heimsótti Cheng-ho m. a. Champra á strönd Indo-Kína, Java, Malakka, Palembang, Sumatra, Calicut á V.-Ind- landi, ennfremur ýmsa staði við persneska flóann, Aden, Magdishu, Brava, Jaba á Sómaliströnd og Bengal. Sum- ir leiðangursmenn komust alla leið til Mekka og grafar Múhameðs og nákvæmar lýs- ingar eru til af Kaaba musterinu. Árið 1911 fannst á eynni Seylon steinsúla reist af Cheng-ho með áletrunum, sem staðfesta í einu og öllu frá- sagnir hinna gömlu dagbóka. Á Malakkaskaga er þorp, sem ber enn í dag nafnið San Pao, en það var Sheng-ho kallaður af mönnum sínum. í safni einu í Assam á Indlandi eru tvær töflur með ártalinu 1407, gjöf frá Kínakeisara til Cheng-ho, verndargripir sem hann bar á brjósti sér. Menning Indlands, Arabíu og Persíu höfðu djúp og var- anleg áhrif á hina kínversku sjófarendur. Ma Huan ritaði um hljómlist, sem hann heyrði í Calicut. „Sungið var með undirleik hljóðfæra með kop- arstrengjum og tónarnir og hljóðfallið lét mjög þægilega i eyrum". Hann skýrir frá því, að Rahjahinn í Calicut hafi gefið þeim skrautgripi úr 50 únsum af hreinu gulli fléttað með hárfínum þráðum og al- setta perlum og gimsteinum. Það sem einna mesta undr- un vekur er hinn geysistóri floti Cheng-ho. „Stóru" skipin voru 600 fet á lengd og 250 fet á breidd. „Venjulegu" skipin voru „aðeins" 500 fet á lengd. Öll höfðu skipin nöfn og númer, eins og nú á dögum- Feishin skrifar að hvert skip hafi dregið upp 12 segl þegar haldið var til hafs. Fræðimað- urinn Wupei lýsir hernaðar- undirbúningi Kínverja m. a. í bók sem gefin var út árið 1621, og eru þar stórir upp- drættir af hinni keisaralegu skipasmíðastöð við Dreka- fljótið frá tímum Cheng-ho. Menn sigldu eftir himin- hnöttunum, sjókorti og átta- vita. Tímaeiningin hét „keng" og voru 10 í sólarhringnum. Eins og menn vita var sólúrið kínversk uppfinning. Kolumbus réð fyrir 3 skip- um með alls 120 manna ahöfn- um. Vasco da Gama hafði 4 skip, hið stærsta 120 tonn og í allt 150 menn. Magellan hafði 5 skip og 280 manns. í fjórða leiðangri sínum hafði Cheng-ho undir sinni stjórn 63 skip og voru áhafn- irnar á hverju skipi að meðal- tali um 430 manns, eða yfir 27,000 manns í allt! Þetta voru fljótandi þjóðflutningar. — þessa fólks voru sjómenn, iðnaðarmenn, kaupmenn, her- menn, rithöfundar, túlkar, landfræðingar, — og 180 læknar. Þessi risaskip þeirra tíma voru smíðuð í eigin skipa- smíðastöðvum keisarans við Nanking. Þúundum af iðnað- armönnum var smalað saman víðsvegar að úr hinu víðlenda Kínaveldi. 1 Fukien, Tangs- chau og Kiangshu voru einnig miklar skipasmíðastöðvar. Hin geysilega binding mann afla og efnis við þessa „óarð- bæru iðju" tók bráðan endi að lokinni stöðugri þróun um 100 ára bil. Eftir daga Cheng-ho varð nær því algjör kyrrstaða í siglingum Kínverja. Em- bættismennirnir við kín- versku hirðina snerust önd- verðir gegn hinum kostnaðar- sömu leiðöngrum. Dagbækur og skýrslur Cheng-ho, sem geymdar voru í hinu keisara- lega safni, voru brenndar, svo að nú eru heimildir frá þessu tímabili mestmegnis frásagnir hinna ýmsu þátttakenda. Eigi að síður er þetta tímabil hinna stórfenglegu siglinga Kín- Stærsra bondabýli í heimi Þar eru 90,000 nautgripir og 3,000 hesiar Texas-búar eru kunnir fyrir að vera grobbnir og telja allt mest hjá sér. En hvað sem um það er, þá er enginn vafi á að stærsta bóndabýli í heimi, er í Texas. Það er "King Ranch," sem er suður hjá Mexikóflóa. Að vísu getur verið að til séu stærri jarðir, en þær eru þá eign hlutafélaga. — "King Ranch" er ættaróðal og þar hefir sama ættin búið frá upp- hafi. Jörðin er talin 1300 enskar fermílur að stærð. Mætti því skipta henni í 8,000 bændabýli álíka stór og víða eru í Kanada. Það var fyrir rúmri öld, ná- kvæmlegar tiltekið árið 1853, að Richard King, skipstjóri á fljótaskipi, keypti land syðst í Texas og alla leið að landa- mærum Mexikó. Þetta land var með öllu óbyggt, nema hvað herskáir Indíánaþjóð- flokkar héldu þar til. Verðið var því hátt, um 50 cent hver ekra, en nú mundi hver ekra ekki fást fyrir minna en 30 dollara. Yngsta dóttir Kings giftist manni, sem Robert J. Kleberg hét og var lögfræð- ingur. Faðir hans var þýzkur landnemi. Síðan hefir Kle- bergsættin setið á þessu óðali. Til skýringar á því hvað jörðin er stór, er þessi saga. Árið 1936 var ungur maður, Palfrey Richter, á ferðalagi suður hjá Mexikóflóa í spá- nýjum bíl, sem hann átti. Hann ætlaði sér að veiða á stöng og þegar hann kom að King Ranch, hélt hann þar inn í landið. Var þar víða sendin jörð, en þó þakin kjarri. Á einhverjum stað varð Richter að ganga • langa leið áður en hann kæmist til byggða, þar sem hjálp var að fá. Hann fékk svo menn með sér, en hvernig sem hann leitaði gat hann ekki fundið bílinn aftur. Landslag er þarna mjög svip- að alls staðar og hann varð. að gefast upp við leitina. Tólf árum seinna, 1948, fannst bíll- inn af tilviljun, vegna þess að þá var farið að ryðja skóg- ana á þessum slóðum- Frá upphafi hefir nautgripa rækt verið stunduð þarna, og var fyrsta nautgripakynið hin- ir svokölluðu Langhyrningar. Þetta kyn þoldi vel hitann þarna suður frá, en kjötið af því þótti ólseigt og ekki gott. Þess vegna fluttu þeir inn frá Englandi hið svonefnda Stutt- hyrningakyn, til þess að fá betra kjöt. En þetta kyn þoldi ekki hitann í Texas. Kálfarnir drápust unnvörpum og bú- skapurinn var í hættu. Þetta var um aldamótin. Þá hug- kvæmdist mönnum að reyna að koma upp kynblönduðum stofni og völdu til þess naut af indversku Brahman-kyni og kú af Stutthyrningakyni. Brahman-nautgripirnir eru einkennilegir, því að þeir hafa stóran fitukepp á herðakamb- inum, eru stórir en þó engin holdanaut. Hita þola þeir allra nautgripa bezt og geta lifað á trénuðu grasi. Árið 1920 fæddist fyrsta kynblendings- nautið og var kallað Monkey <api). Út af þessu nauti og Stutthyrningum hefir svo komið nýtt kyn, sem kallað er St. Gertrudis, og hefir það erft beztu kosti forfeðranna, þolir vel hita og flugur, getur nærst á trénuðu grasi en safn- , ar þó ótrúlega miklum hold- um. Vænt naut af þessu kyni vegur rúmlega eina smálest. Árið 1940 viðurkenndi land- búnaðarráð Bandaríkjanna að hér væri um alveg sérstakt kyn að ræða, og að það mundi þrífast vel víðar en í Texas. Um búskapinn á King Ranch má það segja, að eig- endurnir vita ekki með vissu hve marga nautgripi þeir eiga. En venjulega er talið að þar sé að jafnaði 90,000 nautgripir, að kálfum meðtöldum. Naut- gripahjarðirnar eru nú hafðar í girðingum, en þær eru svo víðáttumiklar, að enn þarf ríð- andi kúasmala til þess að gæta þeirra, smala þeim saman til merkinga, fráfærna og slátr- unar. Bændurnir þarna hafa feng- izt við fleiri kynblandanir. Þeir hafa fengið sér kynbland- að gras, til þess að rækta í beitarlöndunum, og er miklu betra en það gras, sem fyrir var. Þeir hafa einnig stundað hrossakynbætur með kyn- blöndun, og selja mikið af veð hlaupahestum. Alls er talið að um 3,000 hestar sé á búinu. En búgarðurinn gefur fleira af sér en landbúnaðarvörur- Þar eru um 200 olíulindir og af sumum þeirra hafa bænd- urnir 2,000 dollara hagnað á mánuði. Það yrði því erfitt að meta búgarðinn til fjár með öllu saman. (Úr "The Star Weekly," Toronto) —Lesb. Mbl. verja harla glæsilegur kafli í sögu þeirra. Enn þann dag í dag lifa með þjóðinni sagnirn- ar um hina frægu sjóhetju Cheng-ho og skáldsaga, er Lo-mou-teng ritaði árið 1957 og fjallar um atburði úr ferð- um hans, er ennþá uppáhalds- lestur almennings í „hinu himneska ríki". (Lausl- þýtt úr Vikingen. G. J.) —VIKINGUR Kennslukonan var að skýra út fyrir bórnunum hvað orðið endurnæring þýddi. — Jæja, Tommi minn, sagði hún, þegar pabbi þinn kemur heim á kvöldin, eftir að hafa unnið allan daginn, er hann þreyttur, er það ekki? — Jú. — Og svo kemur nóttin og hvað gerir hann þá? — Ja, það er nú það, sem mamma er alltaf að spyrja hann að.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.