Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 8

Lögberg - 05.12.1957, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER 1957 Rætt við Helgafellsforstjóra um bókaútgófu Or borg og bygð Donalions lo Organ Fund Árdal Luiheran Church A Friend, Winnipeg, $10.00 Mrs. Jóna Sigurdson, Winnipeg, $5.00 In memory of Mrs. Sigurður Einarsson, Arborg. Árdal Luth- Ladies Aid $10.00 Relatives (of the late Mrs. Einarsson) and Mrs. Beta Page and Evelyn $17.50 Gratefully acknowleged, Magnea S. Sigurdson ☆ The Dorcas Society will hold a Shoppers Supper in the Assembly Hall of the T. EATON Co. on Friday, Dec. 6, 1957 between the hours of 5.45 p.m. and 8 p.m. Everyone welcome. Tickets are avail- able from all Dorcas members or at the door. There will be a sale of Homecooking, Handi- craft, Xmas Novelties, Touch, take. Conveners: — Mrs- K. L. Bardal and Miss Bjorg Thompson. ☆ Húsgögn fyrir Betel Auk þess rausnarlega fjár- framlags, er þau hafa þegar lagt til Betel, hafa Guðmund- ur J. Johnson og kona hans, Kristín, nú gefið húsgagna- útbúnað í eina íbúð heimilis- ins. Þau hjónin eru bæði ættuð frá Gimli, og eru jafnan reiðubúin að ljá góðum mál- um stuðning sinn. Þan eiga heima að 109 Garfield Street, Winnipeg. Með innilegu þakklæti, Fyrir hönd f j ársöfnunarnefndar, Grettir Eggertson, ☆ Gunnar Erlendsson er flutt- ur að 315 Vaughan Street; — símanúmer: WH. 2-5887. Office: WH. 3-6880. ☆ — BRÚÐKAUP — Á föstudaginn 29. nóvem- ber voru gefin saman í hjóna- band í Central lútersku kirkj- unni í Moose Jaw, Sask., Valentínus Norman Valgard- son og Miss Joane Mae Morri- son. Foreldrar hans eru Valen- tínus og Þórunn Valgardson í Moose Jaw, en brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Edward Morrison, sama staðar. Heimili ungu hjónanna verð ur í Saskatoon. Lögberg óskar þeim til hamingju- — Hvenær var Móses uppi? Það var dauðaþögn í bekknum- — Flettið upp í Gamla testamentinu, skipaði kennar- inn. — Jæja þá, hvenær haldið þið þá að Móses hafi verið uppi? — Það stendur hérna 4000? sagði Villi litli. — Já, og hvenær var hann þá uppi? — Ég hélt að þetta væri símanúmerið hans, svaraði Villi afsakandi. „Kjarnorkan í þógu friðarins" WASHINGTON, 24. okt. — í dag fór fram virðuleg athöfn í Washington er í fyrsta sinn var úthlutað verðlaunum, er nefnast „Kjarnorkan í þágu friðarins“. Fyrsti verðlauna- hafinn er Niels Bohr, hinn heimskunni danski vísinda- maður, sem vann stórmerki- legt brautryðjendastarf í sam- bandi við klofningu atóm- kjarna og jafan hefir borið mjög fyrir brjósti hagnýtingu kjarnorkunnar til friðsam- legra nota og í þágu mann- kynsins í heild. Verðlaun þessi eru að upp- hæð 75 þúsund dollarar. Við- staddir verðlaunaveitinguna voru meðal annara Eisen- hower forseti og mikill fjöldi sérfræðinga og áhrifamanna. Niels Bohr og kona hans höfðu farið vestur til að veita verð- laununum viðtöku og jafn- framt mun hann halda fyrir- lestra vestra. Merk ræða Hinn kunni eðlisfræðingur dr. Arthur Compton, sem stjórnaði rannsóknum þeim í Bandaríkjunum, er leiddu til þess að fyrsta kjarnaklofning- in heppnaðist, flutti aðalræð- una við þetta tækifæri. Ræddi hann um kjarnorkuna í þágu friðar og aukins þroska ein- staklinga oð þjóða. Hann hélt því fram, að var- anlegur friður yrði ekki tryggður með öðru móti' en því, að allar sjálfstæðar þjóðir „sameinuðust um eitthvert sammannlegt markmið, sem væri samboðið mætti þeirra og veldi.“ Mannlegur þroski leiðarljósið Compton lagði til, að allar þjóðir gerðu aukinn þroska hvers einstaklings að sam- eiginlegu grundvallarmark- miði, sem sé, „að hvert ríki geri allt, sem í þess valdi stendur til þess að skapa mögu leika fyrir hvern einstakling í viðkomandi ríki, að ná þeim fulla þroska sem honum er af náttúrunnar hendi áskapaður og eðlilegur“- Fylgdu allar þjóðir þessari meginstefnu, myndu þær jafnframt vinna saman að framkvæmd hennar og hvert einstakt ríki ekki gera þær ráðstafanir, er hindr- uðu önnur ríki í að fram- kvæma hjá sér aðgerðir, sem miðuðu að hinu sameiginlega markmiði. „Draumur mannkynsins" Compton vék að því, sem hann kallaði „hinn ameríska draum“ og hefði verið til meðal Bandaríkjamanna allt frá stofnun sambandsríkisins. Kjarni hans væri hugsjónin um stað, þar sem hver og einri gæti náð fullum og á- sköpuðum þroska og verið metinn eftir því hvern skerf þeir legðu til að hjálpa öðrum að ná þessu marki. Þessi draumur sagði Compton er nú sameiginleg hugsjón alls mann kyns. —TÍMINN, 25. okt. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Uppeldi og fræðsla Barnauppeldið, sem er svo mikið undirstöðuatriði frá sjónarmiði hinnar siðferðis- legu þróunar fólksins, hefir ætíð dregið dám af stjórn- málalegum og þjóðfélagsleg- um umbrotum. Það má vel vera, að á ákveðnum tímabil- um fortíðarinnar hafi uppeldi verið betra en það er nú á dögum. Menntun barna var auðsjáanlega ekki eins al- menn, en vandamálið er ekki jafn mikið fólgið í útbreiðslu og í gæðum. Illt uppeldi, eða það, sem hvílir á fölsuðum undirstöðuatriðum og er mjög útbreitt, hefir auðvitað skað- vænlegar afleiðingar í för með sér. Kenningin um allsherjar menntun er ágæt, en á undan tímanum, meðan mönnum kemur ekki saman um, hvers konar eðli og eiginleikum fræðslan skuli gædd, né held- ur um hitt, hvernig eigi að undirbúa jarðveginn- Að gefa barninu eins konar vitsmuna- lega niðursuðu, láta því fræðsluhrafl í té, án þess áður hafi verið lögð traust siðferði- leg undirstaða sem fræðslan hvílir á — það er að byggja á sandi. Og því hærri sem bygg- ingin er, því fullkomnara verður hrunið. Þannig er þó fræðslunni allt of víða hagað, og er það að líkindum því að kenna, hversu hörmule'ga uppeldi og fræðslu er ruglað saman. Uppeldi er fólgið í því að laga og fegra siðferðisþáttinn í skapgerð barnsins, að kenna því hinar fáu óbreytanlegu undirstöðu- reglur, sem viðurkenndar eru um víða veröld. Það er fólgið í því að glæða í litla anganum frá blautu barnsbeini tilfinn- inguna fyrir mannlegu göfgi. Á hinn bóginn er fræðslan fólgin í því að hugfesta barn- inu nokkuð af þekkingu þeirri, sem mönnum hefir tekizt að safna saman á hverju sviði. Uppeldið leiðbeinir barninu við störf, blæs því í brjóst hversu það skuli hegða sér í öllum viðskiptum sínum við Bókaútgáfan Helgafell er stærsta bókaútgáfan, sem gef- ur út fagurfræðilegar bók- menntir og snéri ég mér því fyrst til Ragnars Jónssonar til þess að frétta um bókaútgáfu haustsins. — Hvað getur þú sagt mér Ragnar um bókaútgáfuna al- mennt? — Almennt mun val bóka fara batnandi og eiga bók- menntafélögin líklega mikinn þátt í því. Það þýðir þó vitan- lega ekki að beztu bækurnar hafi komið skyndilega í leit- irnar. Mikil skáldverk eru ekki á hverju strái og flest hin beztu þeirra eru komin út. En það berast alltaf ný listaverk. -— Hvað geturðu sagt mér af þinni útgáfu? Dregst útgáfan ekki saman vegna stórhækk- aðs tilkostnaðar á þessu ári? — Nei, nei. Ég gef meira út í ár en undanfarið. Við erum beztir kreppurini og ég ætla að reyna að halda sama bóka- verði og í fyrra þrátt fyrir mjög hækkaðan framleiðslu- kostnað. Annars ræð ég ekki mjög miklu um mína útgáfu. Það eru höfundarnir sem ráða mér, og svo veðurguðirnir og ýmiss konar hræringar í nátt- úrunni og mannlífinu. — Það væri gaman að heyra hvernig þú skýrir þetta- — Jú, síðastliðið sumar var t. d. óvenjulega fagurt í Suður sveit og landið og fólkið þar sýndi skáldi sínu innsta hjarta lag sitt. Og nýja handritið hans Þórbergs, annað bindi í sjálfsævisögu hans, Um lönd og lýði — Steinarnir tala hét það fyrsta — er í senn minnis- stæður skáldskapur og fögur lýsing á landi og fólki, sem er unnað af heilum hug. Ég tími varla að láta prenta handritið af ótta við að það óhreinkist og að eitthvað fari í rugling af barnslegri einlægni þess og há stemmdum skáldskap, í þess- um djöfulóðu hraðpressum, sem mala bæði malt og salt, daglangt og árlangt. Eftir ein- falda frásögn af dýrum og mönnum, klettum og dýjum, birtist á gljáandi haffletinum frönsk skonnorta, ævintýr úr nýjum ókenndum heimi og í glampa þess alheimsljóss sér drengurinn skyndilega inn í fjarvíddir sálarinnar, eins og við kynni fyrstu ástar. Þór- bergur hefir enn einu sinni aðra menn, og hjálpa því til að stjórna sjálfu sér. Fræðslan lætur því í té efnin til vits- munalegra starfa og skýrir því frá raunverulegu ástandi menningar vorrar. Uppeldið veitir barninu hina óbreytan- legu undirstöðu lífs síns. Fræðslan gerir því unnt að laga sig eftir breytingum um- hverfisins og að tengja þessar breytingar við atburði í fortíð og framtíð. (Stefnumark mannkyns) —Lesb. Mbl. endurfæðzt til hærra tilveru- stigs. Þessi nýja bók er í senn vísindalega nákvæm lýsing á því sem drengurinn sá, og sköpunarverk langþjáðs lista- manns, með líkum hætti og Islandsfjöll beztu listameist- ara okkar spegla fyrst og fremst rismikla fjallgarða þeirra eigin hugarflugs. — Og geturðu kannske rök- stutt þetta nánar? — Já, já. Jakob Thoraren- sen þrammaði í sumar á sínum sjötugu fótum norður kaldan Kjöl, óð ár og kleif kletta, með sama eldmóði og unga fólkið dansar rokk í Búðinni. Hann blés ekki úr nös þegar hann kom í hlað. Nú hef ég fengið sumarafía hans, nýtt kvæðahandrit. Þar eru heit kvæði og enginn hitaveitu- gróður, meira í ætt við fjall- drapa og lyng en vatnsmelón- ur, sem við þömbum nú í okkur sunnan frá Miðjarðar- hafi. Og Thor Vilhjálmsson fór líka í mikla reisu um hálft landið og ók um öræfin með Jóhannesi Kjarval. Eflaust á hans viðburðaríka sumarferða lag sinn þátt í því að í nýju bókinni hans, Andlit í spegli dropans, eru kaflar sem minna mig á eyrarrósabreið- urnar á söndunum undir Ó- dáðahrauni þar sem þær speglast í Herðubreiðarlind- um. Jökulfljótið rammeflda dunar undir dansinum á Montparnasse. Jón Óskar eyddi sumrinu í Róm í staðinn fyrir að fara á skak á Sel- vogsbanka eins og Jónas eða hjálpa körlunum í Flóanum að bjarga inn heyjunum und- an haustrigningunum. Ljóða- safn Jóns Óskarl er ný sönn- un fyrir því að heyskap má líka stunda í Róm með góðum árangri. Mér finnst þó vera meira af Reykjavík en Róm í kvæðum hans og með engu móti fæ ég skilið að hinar eld- kláru teikningar Kristjáns Davíðssonar í bókinni séu þátttaka í skipulagðri af- vitkun æskunnar eins og einn ágætur og skemmtilegur kennimaður okkar virðist ótt- ast. Svo kemur út hjá okkur fyrsta bók ' ungs skálds, kollega þíns hér í næstu stofu. Þau hefðu ekki öll orðið til ef Kadar hefði reynzt mann- vinur í stað morðingja. Fyrsta ljóðabók Matthíasar Jóhannes sen er enginn viðvanings- skáldskapur, það eru ljóð þroskaðs manns- — Og eru þetta aðal-ljóða- bækurnar? — Nei, nei. Þetta eru bækur til að lesa, og aðeins hluti af þeim. Það þorir enginn né tímir að gefa nýjar ólesnar bækur, þegar menn eins og Mykle hinn norski er á næsta leiti. Þetta verða allt gjafa- bækur næsta ár. Ég skal segja þér frá jólabókunum seinna. Sv. Þ. —Mbl., 22. okt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.