Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 1
70- ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1957 NÚMER 50 Framkyæmdir hafnar við byggingu Blindraheimilis í Reykjavík 1 gærdag var fyrsta reku- stungan tekin við byggingu Blindraheimilisins á lóð þeirri er Blindrafélaginu hér hefur verið úthlutað á mótum Hamrahlíðar og Stakkahlíðar. Það gerði formaður Blindra- félagsins, Benedikt Benónýs- son, sem er sjötíu og þriggja ára gamall. Strax á eftir tók mokstursvél til starfa. Við þetta tækifæri skýrði gjald- keri Blindrafélagsins, Guð- mundur Guðmundsson, frá starfi Blindrafélagsins og ræddi um hið fyrirhugaða Blindraheimili, sem hann kvað ekki aðeins ætlað fyrir Reykjavík, heldur blint fólk hvar vetna af landinu. Athöfn þessi hófst kl. 2 eftir hádegi. Veður var mjög þung- búið og gekk á með rigningar- skúrum. Þó birti til á milli. Stjórn Blindrafélagsins og fleira blint fólk var þá saman komið á lóðinni og einnig byggingarnefnd og fleiri að- ilar, er að þessum standa. Þar voru og fréttamenn. Athöfnin hófst með ræðu Guðmundar Guðmundssonar. Óhenlugt húsnæði Guðmundur gat þess m. a. að Blindrafélagið hefði verið stofnað 1939 af 7 blindum mönnum og þrem sjáandi. Til- gangur þess væri að vinna að hvers konar menningar- og hagsmunamálum b 1 i n d r a manna. Tveim árum síðar stofnaði það vinnustofu fyrir blint fólk. Var hún fyrst í leiguhúsnæði en fluttist 1943 í húsnæði það er félagið keypti að Grundarstíg 11. Þar vinna nú fjórar blindar konur og fimm blindir karlar. Aðal- framleiðsla vinnustofunnar er burstar, bæði handunnir og vélunnir- Eins konar blindraheimili Húsið að Grundarstíg 11 hefir nú hátt á annan áratug verið eins konar blindraheim- ili, sagði Guðmundur í ræðu sinni. Því fer þó fjarri að það sé hentugt fyrir blindra- heimili. Það er bæði of lítið og að ýmsu leyti óþægilegt. Því fylgir engin lóð og þrengsli eru mikil á vinnustofunni, svo að tæplega er hægt að fjölga þar fólki. Hið nýja heimili Hið nýja hús, sem nú er haf- in bygging á, mun verða full- komið blindraheimili. Húsið verður tvær álmur og verður það byggt í tveimur áföngum, minni álman fyrst. Hún verð- ur það stór, að þegar hún er fullgerð, getur félagið marg- faldað starfsemi sína frá því sem nú er. En þegar lokið er byggingu alls hússins ætti að verða þar ríflegt húsnæði fyrir allt blint fólk á landinu, sem þarf að dveljast á blindra heimili. Þar er gert ráð fyrir að verði æfingarstöð fyrir fólk sem ekki óskar eftir að dveljast á blindraheimili, heldur aðeins koma þangað til að læra og æfa störf sem það getur unnið annars staðar. • Framkvaemdir hafnar Þegar Guðmundur hafði lokið máli sínu, stakk Bene- dikt Benónýsson fyrstu reku- stunguna á lóðinni. Því næst þakkaði hann öllum sem á einn eða annan hátt hefðu stutt félagið til þess að ná þessum langþráða og nauðsyn- lega áfanga í blindramálum landsins. Kvaðst hann treysta því, að þjóðin styddi félags- skapinn áfram til þess að þessi óskadraumur blinda fólksins gæti orðið að veruleika. Blindraheimilið mun njóta styrks ríkis og bæjar og einnig hafa margir einstaklingar veitt rífleg framlög. —Mbl. 23. okt. Vel sótt órsþing Á miðvikudaginn og fimtu- daginn í fyrri viku héldu Liberal stjórnmálasamtökin í Manitoba fjölsótt ársþing sitt í Fort Garry hótelinu hér í borginni, og sveif þar yfir vötnunum andi friðar og hins fegursta samræmis; aðalræðu- menn voru Campbell forsætis ráðherra, og þeir fyrrum sam- bandsstjórnar ráðherrarnir — Walter Harris og Paul Martin. Þingið lýsti fullu, trausti á stjórnarforustu Mr. Camp- bells og efaðist lítt um það, að Liberalar gengi sigrandi af hólmi í næstu fylkiskosning- um, sem sennilega verða haldnar í júnímánuði næst- komandi. Frú Jakobína Thorgeirsson, ekkja Ólafs S. Thorgeirsson- ar lézt 5. des., 94 ára að aldri. Hún var jarðsungin af séra V. J. Eylands á laugradginn. Hana lifa fjögur börn og ein systir. — Væntanlega verður þessarar mætu konu minnst nánar síðar. Sannleikurinn er talinn beztur Hann er nú svona allavega á litinn Eftir því sem sjón og skynjan vilja, Ýmist nýr og nafnlaus eða slitinn, Nafnfrægur og hefir margt að dylja; Stundum er hann æsku gjálíft gaman, Grátbroslega skítugur í framan. Og stundum er hann alveg eins og dúfa, einfaldur í sínu fjaðra ríki — Alráðinn að öllu góðu hlúa — Á augnabliki svo í höggorms-líki: Bundinn inn í bókum helgidóma Baðaður í píslarvotta ljóma. Hann er kóngur herréttar og valda, Hefir ráðið öllum vorum lögum: Sem að eymd og eyðilegging tjalda, Alt frá byrjun fram að vorum dögum. Hann er dauði og drepsótt allra landa, Dýrðarmerki „helstefnunnar“ anda. Hann er barn við hjarta sinnar móður, Hugargeisli skínandi og fagur: Hann á einn og alla sér að bróður Er sem nótt — og stundum bjartur dagur. Hann er hvelið himinstjörnu-bláa. Hel og myrkur alls ’ins svarta og lága. Hann er mikið meir’ en nú er talið, Minna líka en nokkurn hefir grunað — Hann er alt sem einhver hefir valið, Alt sem að þú sjálfur getur munað- Hann er guð sem heimskan hefir skapað, Hún er það sem aldrei hefir tapað. — Sannleikurinn er alt sem allir trúa — Ilt er þar í stórum meirihluta, Mönnum þrengt við þessi kjör að búa: Þrælamerkið ber af eitur-kuta Sannleikurinn sem er talinn beztur, Svo er bara hinn á krossinn festur. Sannleikur er sverð og bakka-brýndur, bithertur í þykku eitur-skýi, Sannleikurinn er sólargeisli týndur. Sannleikurinn okkar, hann er lygi: Lengi mætti leggja í þig snilli Lygi þú ert sannleikurinn illi! Kærkomið bréf og Ijóð Öldugata 7A, Reykjavík, 30. nóv. 1957 Kæri Einar Páll: í Lesbók Morgunblaðsins, sem út kom í dag minnist Snæbjörn Jónsson aldar- afmælis Undínu og hyggur að hennar muni lítt getið á þess- um tímamótum. Komu mér þá í hug vísurnar, sem læddust inn í huga minn eftir lestur ljóða hennár. Sendi ég þær Snæbirni og lét hann ráða birtingu. Ætlunin var með þeim að vekja athygli á Un- dínu-bókinni, sem þá var ný- útkomin. Komu vísurnar síð- an í Lesbók Mbl. 7. des., 1952. Nú flaug mér í hug að Vestanfólk hefði ef til vill gaman af að sjá vísurnar og sendi þær hér með, en læt þig ráða hvort þú birtir þær. Nýlega hefur verið minnzt í blöðum og útvarpi og með bókmenntakynningum 150 ára afmælis Jónasar Hallgríms- sonar og 100 ára afmælis Jóns Sveinssonar {Nonna) og Guð- mundar frá Sandi- Þakka þér innilega velvild og hlýhug og óska þér og þín- um alls hins bezta. Þín einlæg, Þorbjörg Árnadóítir frá Skútustöðum UNDÍNA Æskudala angan anda ljóðin þín, sól og sæta langan, sorg og hjartans pín. Það er eins og ævisaga ómur þinna ljúfu braga, ástin heit og hamraglóðin hringa sig í gegnum ljóðin. Þegar lygi þú ert horfin héðan Heims mun rísa friðar-geisla dagur: Gleði er að mega bíða á meðan Morgunroðinn verður næsta fagur, Æska, þú er sigur berð úr býtum Bjargar oss úr þessum skugga vítum. Litskrúð tungu glæstrar glitrar, göfgur strengur hjartans titrar, sælu-unað seiðir óður, sorgarstunum fyllist móður. Sáluhólpin verðum við að lokum, Við sem sköpum þennan morgunroða: Æskan ratar úr þeim skugga-þokum — Öllu lífi hefir stefnt til voða, Hún er sálin okkar, ljóss í líki — Lífgjöfin í þessu himnaríki. — -------0------ Sannleikur er alt sem lífið lengir, Lygi þáð sem spillir því og eyðir. Sannleikurinn sjálfan dauðan rengir, Sannleikurinn friðarbogan leiðir: — Móti sólu margvíslega litan — Myndar þannig sannleiks-áttavitan. Orðin leiftra, loga, hvika, lýsa þeli — hvergi hika, upp til hæða öll þau benda, andvörp, bænir þangað senda. Æskudala angan anda ljóðin þín, sól og sæta langan, sorg og hjartans pín. Þorbjörg Árnadóttir frá Skútustöðum. Jakob J. Norman

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.