Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1957 Leitað að hausnum af Shakespeare BLAÐAMANNSÆVINTÝR — Eflir G. Ward Price Eitt af því furðulegasta, sem komið hefir fyrir mig á blaða- mennskuferli mínum, skeði skömmu eftir að ég réðist til „Daily Mail“ 1908. Kennedy Jones, — fram- kvæmdastjórinn, — lagði fyr- ir mig óvænta spurningu: „Treystið þér yður til að þekkja handrit frá dögum Elísabetar drottningar, ef þér skylduð sjá þau?“ Ég kvaðst heldur mundu fara með þau til British Museum. Hann eyddi því: „Við getum beðið þangað til handritin eru fundin, að fá úrskurð sérfræðinga um þau. En ég ætla að senda yður þeg- ar í kvöld trúnaðarerinda. Þér munuð þurfa á að halda allri skarpskyggni yðar, rólyndi og hyggindum. Þér eigið að fara til Chepstow með manni, sem ég kynntist fyrir mörgum ár- um í Birmingham. Hann er auðugur og vel metinn maður. Hann er meðal annars í félagi Bacon-sinna þar á staðnum. Hann kom til mín og spurði hvort við vildum greiða 5000 sterlingspund fyrir einkarétt- indi að birta fréttir af merkis- atburði, sem nú er að ske. Mér virtist þetta tóm vitleysa, en nú ætla ég að biðja yður að rannsaka málið. Þér skuluð tala við alla, sem við þetta eru riðnir og segja mér álit yðar á þeim- Ef sagan skyldi reynast rétt, þá er ekki of mikið að gefa 5000 sterlingspund fyrir hana. Ég hefi fengið hálfs- mánaðar frest til að svara“. í lestinni til Chepstow þá um kvöldið hlustaði ég á þá furðulegustu sögu, sem ég hefi nokkru sinni heyrt. Ferða félagi minn var aldraður maður, Smedley að nafni og átti heima í Russel Square. Hann var einn af helztu mönn um Bacon-sinna, sem halda halda því fram að öll rit Shakespeares sé rituð af Francis Bacon, forsætisráð- herra James I. Smedley var tígulegur mað- ur á sextugsaldri, með hvítt skegg, og hafði fágaða fram- komu. Það var auðséð að hon- um hafði farnast vel um ævina. „Hvað vitið þér um Francis Bacon?“ spurði hann. Ég hafði flett upp í „En- cyclopedia Britannica“ áður en ég lagði á stað og lesið þar um Bacon. „Hann var uppáhald Elísa- betar drottningar og varð for- sætisráðherra,“ sagði ég. — „Hann var greifi af St. Albans og lávarður af Verulam. Hann skrifaði vísindalega bók, sem hann nefndi „Novum Organ- um.“ Þetta er svo að segja allt, sem ég veit um hann.“ Smedley hallaðist fram á borðið og hvíslaði að mér í trúnaði: „Bacon er mesta mikil- menni, sem uppi hefir verið. Hann var mestur rithöfundur og mestur vísindamðaur. Hann var svo langt á undan samtíð sinni, að það hefði verið hættu legt fyrir hann að opinbera alla hæfileika sína. Þess vegna fann hann upp á ýmsum ráð- um til þess að dylja þessa hæfileika. Eitt ráðið var það, að hann setti ýmis kenniorð inn í lesmál þeirra bóka, sem hann ritaði undir gervinöfn- um. Þetta var alvanalegt þá á dögum, að nota ýmis kenni- RAÐ í TÍMA Það að veila athygli snemma þeim auð- kennum. sem leiða til ofdrykkj usj úkdóms, kemur að meira haldi en flesl annað til að forðasl útbreiðslu sjúkdómsins að undan- teknu algerðu bindindi. Nákvæm yfirvegun slíkra auðkenna, hvort heldur hjá yður sjálfum eða vini, getur fyrirbygt ára sorgir og tap. Hver eru þau auðkenni, sem benda til of drykk j us j úkdóms? 1. Að svolgra í sig áfengi eða laum- ast að því að fá sér aukasopa — Vegna þess að ofdrykkjumaður nýtur óviðráðanlegrar fullnæg- ingar af áfenginu svolgrar hann í sig fyrsla drykkinn til að flýta fyrir áhrifum naulnarinnar. Hann nær sér í meira en aðrir vegna hinnar óslökkvandi löngunar. 2. Áfengissjúklingurinn h u g s a r meira um vínanda en annað fólk vegna þeirrar svölunar, sem á- fengið veitir honum. Fólk sem hugsar að það þurfi altaf að hreesa sig á sopa, þarf að gæla sín. 3. Minnismyrkvun—Það, að gleyma því algerlega, sem gerzt hafði undir áhrifum víns, mælti kalla minnismyrkvun. Sá, sem þannig er áslatt með tapar ekld með- vitund og getur sýnzt með rétlu ráðL þó að hann hafi steingleymi því. sem gerðist- Þetta bendir til áfengissýki. Hver. sem hefir þessi tvö auðkenni. ER í HÆTTU STADDUR og þarfnasl hjálpar. Frekari upplýsingar varðandi áfengissjúk- dóma fást á eftirgreindum stöðum: Alcoholism Foundation of Manitoba, 124 Nassau St., WINNIPEG 13, Manitoba Alcoholics Anonymous (see your telephone directory) Your family doctor. t>etta er ein þeirra ritgertSa, sem birt er í þðgu almennings af MANITOBA COMMITTEE on ALCOHOL EDUCATION Dcpartmcnt of Education, Room 42, LcjifUtiv* Buildinj, Winnipcg 1. 3-357 orð. En Bacon tókst að fela þetta svo vel, að það er fyrst nú að menn hafa uppgötvað það. Nokkur af þessum kenni- orðum er að finna í leikritum og kvæðum þeim, sem Shake- speare eru eignuð. En auðvit- að eru þau eftir Bacon, þótt ég kæri mig ekki um að útlista það að svo stöddu. Þegar fyrir kemur einhver torskilinn stað- ur í þessum leikritum eða ljóð um, þá getur maður verið viss um að eitthvert kenniorð er falið í lesmálinu. Vér Bacon-sinnar höfum nú um mörg ár verið að safna gögnum til að sanna að hann var höfundur alls þess sem talið er vera eftir Shakespeare. Og nú er svo komið, að ný aðferð hefir verið fundin til þess að greina kenniorð Bacons, þau er hann setti í skáldskapinn seinni tíma mönnum til leiðbeiningar.“ Hann fullvissaði mig um, að vegna þess hve hátt Bacon var settur í þjóðfélaginu, hefði hann alls ekki mátt hafa neitt samband við leikhús, sem þá voru í fremur litlu áliti. Þess vegna ritaði hann leikrit sín undir gervinafni og kallaði höfundinn William Shake- speare, en það var lítilmót- legur leikari, sem Bacon hafði kynnzt. Og nú skyldi ég fá að sjá og kynnast merkilegustu upp- götvun, sem gerð hefði verið á sviði bókmennta, fullvissaði Smedley mig um. Nú hefði lykillinn að þessu leyndar- máli fundizt í bókmenntum frá tímum Elíasabetar drottn- ingar, og það væri að þakka rannsóknum læknis í Detroit í Bandaríkjunum, dr. Orville Owen að nafni. Þessi maður, sagði Smedley, hefði fundið upp aðferð til þess að finna kenniorð í bókmenntum frá þeim tíma- Hann sagði mér að það væri áhald, sem nokk- uð líktist ritvél og á hana væri lesmálið skráð, en það kæmi fram á mjóum strimlum, líkt og í símaáhaldi. Þessi strimiLl var síðan látinn ganga í gegn um aðrar vélar og þær vins- uðu úr kenniorðin. Þegar til Chepstow kom, fór Smedley með mig til „Beaufort Arms“ og þar kom hann mér í kynni við dr. Orville Owen. Þetta var lágur maður og gildur, dökkur á brún og brá, hrukkóttur á enni og með mikið skegg og tindrandi blá augu að baki gullspangargleraugum. Þarna í gistihúsinu voru einnig tveir karlmenn og þrjár konur, brezk og amerísk, en öll ur félagi Bacon-sinna. Að kveldverði loknum skýrði dr. Owen mér frá því, að hann hefði ráðið margar Innköllunarmenn Lögbergs Einarson, Mr. M Arnes, Manitoba >í Fridfinnson, Mr. K. N. S Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba | Arnason, Mr. R. Box 94 Elfros, Saskatchewan Leslie, Saskatchewan f Mozart, Saskatchewan | Foam Lake, Sask. Wynyard, Sask. : Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. :J: Bredenbury, Sask. Magnússon, Einar 401 Lake Ave. Selkirk, Manitoba Thorsteinsson, Mrs. Kristín 74 — First Ave., Gimli, Man. Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel,” Gimli, Man. $ Winnipeg Beach, Man. j Anderson, Mr. Paul A. \ Glenboro, Man. Glenboro, Manitoba Baldur, Manitoba Cypress River, Man. :j ■: Lindal, Mr. D. J. Lundar, Manitoba | Isfjörð, Mr. C. H 5790 Sherbrooke St. Vancouver, B.C. . Vancouver 15, B.C. Middal, J. J. 6522 Dibble N.W. Seattle 7, Wash., U.S.A. Seattle, Wash., U.S.A. ; Simonarson, Mr. A. Box 33 ! R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. . Blaine, Washington Bellingham, Wash. Finnbogason, Mrs. J Langruth, Man. Langruth, Manitoba : i Westbourne, Man. : Grimson, H. B. Mountain, N. Dakota i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.