Lögberg - 19.12.1957, Side 1

Lögberg - 19.12.1957, Side 1
AVAILABLE AT YOUR FAVORITE CROCERS FIRST SECTION 70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 NÚMER 51 og"52 Sjc itíu Ara M [inningarblað Lögb< srgs W Jólahugleiðing Gleðileg jól! Með þeim, eða líkum orðum, munu menn heilsast, er fundum ber saman á jólunum, sem í hönd fara, eins og fyrrum. Bréfspjöld, með þeirri kveðju berast einn- ig að dyrum manna. Það er inndælt að flytja slíkar kveðj- ur og að taka þeim. Jólahaldið er slungið mörg- um þáttum, og hefir mismun- andi merkingu eftir innræti manna, þroska og kringum- stæðum. Jólin eru hátíð kærleikans. Kærleika sinn votta menn með jólagjöfum- En á þessu sviði hefir tízkan, eða aldar- andinn, leitt menn út í öfgar. Menn gefa og þiggja gjafir oft langt umfram efni gefand- ands og viðtakanda. Oft verð- ur þetta byrði, sem menn kvíða fyrir, og fátækt fólk fær trauðla risið undir. En þegar kærleiksverkin v e r ð a að þvingun, sem menn eru knúð- ir til að vinna af almennings- álitinu, þá hverfur ánægjan sem því fylgir að vinna þau. Mikið af jólahaldi nútímans er tildur eitt, sem á ekkert skylt við aðalefni hátíðarinn- ar. Kjarni jólahaldsins er hinn fórnandi og óeigingjarni kær- leiki, sem væntir sér engra launa eða endurgjalds. Jólin eru hátíð samfund- anna. Á jólunum fer fjöldi manna „hver til sinnar borg- ar,“ eins og forðum, til þess að heimsækja ástvini og kunningja, og dvelja hjá þeim í nokkra daga. Mikil tilhlökk- un stendur oft í sambandi við þenna þátt jólahaldsins, og innilegur fögnuður ríkir á þeim heimilum þar sem fjöl- skyldan sameinast við borðið, og um brauðið, — tákn hins innilega kærleika, sem tengir hjörtu mannanna órofabönd- um. Jólin eru hátíð endurminn- inganna, einkum fyrir eldra fólkið. Ótal minningar rifjast upp frá jólahaldi æskuáranna. Ef til vill var það jólahald mjög einfalt, húsakynnin lág- reist, og jólagjafirnar fá- breyttar. En það var bjart í bænum, og hugljúfur blær yfir hugsunum og athöfnum manna. Mörgum verður á að spyrja hvort hið íburðarmikla jólahald nútímans muni skilja eftir jafn fagrar endurminn- ingar hjá þeim, sem nú eru ungir, þegar þeir eru orðnir gamlir. Jólin eru hátíð söngsins. Það, að syngja, er einn af þeim hæfileikum, sem Guð hefir gefið mönnunum. Það er erfitt að hugsa sér sönglaus jól. Fátt er það sem hefir meira aðdráttarafl á jólunum, en söngvar barnanna, jólatrén og jólaskrautið í kirkjum og heimahúsum. Jólin eru barna- hátíð fyrst og fremst, og eitt af hinu dásamlega við þau er, að þau skapa jafnvel hjá þeim öldruðu og gömlu hæfileikann til að verða börn á ný. Sá sem ekki getur tekið á móti jólun- um eins og barn, með söng og fögnuði í hjarta sínu, getur alls ekki haldið jól. Jólin eru hátíð vonarinnar. Mörgum er það ekki ljóst að hverju vonir þeirra stefna, en í hjörtum þeirra bærist óljós þrá- Á þessum jólum, eins og ávalt áður, eru margir sjúkir, vinafáir og einmana. Góðir menn munu minnast þeirra, sem þannig er ástatt um, og leitast við að glæða vonir þeirra og fögnuð. Yfirleitt eru menn ekki mjög bjartsýnir á heiminn og mennina við að- komu þessara jóla. óveðurs- blikur eru í lofti, og menn telja að vonlaust sé um að) þessi heimur sé á batavegi, hvað snertir siðgæði, og frið- samlega sambúð manna. Ýmis tákn virðast réttlæta þá böl- sýni. En einhvern veginn tendra þó jólin vonina um bjartari og betri heim. Þótt mennirnir séu tornæmir á hið góða, er Guð þolinmóður, enn- þá boðar hann frið á jörðu. Margt hefir hlaðizt ofan á. hina upprunalegu jólahátíð í framrás aldanna. Á fyrstu jól- um fóru me.nn rakleiðis til Betlehem, til að sjá þann við- burð, sem orðinn var. Það var aðalatriðið. Nú hafa menn naumast tíma til að koma þar við, eða til að gefa gaum að þeim stöðum og stofnunum, þar sem „viðburðurinn,“ sem varð tilefni jólanna, er rædd- ur. En upp úr öllu hisminu og soranum, sem menn hafa hlaðið ofan á jólagjöfina miklu, sem Guð gaf mönnun- um í Jesú Kristi, örlar þó á) eiginleikum hans. Þess vegna eru jólin .enn hátíð kærleikans, vonarinnar og hinnar barns- legu gleði. —Gleðileg jól! V. J. E. Afmæliskveðja frá forsætisráðherra íslands, Reykjavík, 20. nóv. 1957 Einar P. Jónsson, Editor Lögberg, Columbia Press, 303 Kennedy Street, Winnipeg, Canada. Á sjötíu ára afmæli viku- blaðsins LÖGBERGS er margs að minnast. Saga vestur- íslenzku vikublaðanna er sam- ofin sögu Íslendinga í Vestur- heimi. Það er ekki ætlun mín að rekja þætti úr henni hér. En ég vil þakka þann þátt, sem „afmælisbarnið" hefur átt í varðveizlu íslenzkrar tungu meðal íslendinga í hin- um nýju heimkynnum og þá um leið menningarleg tengsl þeirra við heimaþjóðina. ís- lendingar í Vesturheimi eru og eiga að vera góðir borgarar síns nýja lands. En þeir verða það eigi síður þótt þeir séu minnugir uppruna síns og arfleifðar, svo sem þeir jafnan hafa verið. Og sumar dýrustu perlur íslenzkra bókmennta eru frá þeim komnar. Ég sendi LÖGBERGI og Vestur-íslendingum k æ r a r kveðjur og árnaðaróskir. Hermann Jónasson Afmæliskveðja til Lögbergs frá forseta íslands Reykjavík, 11. desember 1957 Einar P. Jónsson, Editor Lögberg, 303 Kennedy Street, Winnipeg, Canada: í tilefni af sjötíu ára af- mæli Lögbergs sendi ég þér og blaðinu beztu árnaðaróskir og þakkir fyrir þjóðlegt og mikilsvert starf,- Ég dáist að dugnaði Vestur-íslendinga við útgáfu íslenzkra blaða. Blöðin varðveita ættartengslin milli Vestur- og Austur-íslendinga. Ég óska Lögbergi langra líf- daga og bið blaðið að flytja öllum þeim sem af íslenzku bergi eru brotnir innilegar jóla- og nýársóskir. Ásgeir Ásgeirsson, Bessastöðum. Afmæliskveðja fil Lögbergs frá biskupnum yfir íslandi Reykjavík, 7. des. 1957 Einar P. Jónsson, Editor Lögberg, 303 Kennedy St., Winnipeg, Man. Minnist með virðingu og þökk»70 ára starfs Lögbergs og óska blaðinu allrar farsældar og blessunar á komandi tímum. Ásmundur Guðmundsson Árnaðaróskir frá Þjóðræknisfélaginu 30. nóvember 1957 Á þessum sögulegu tíma- mótum, sjötugsafmæli blaðs- ins, sendir Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi, Lögbergi hugheilustu kveðjur og árnaðaróskir, ásamt þakk- læti fyrir mikið og margþætt starf í þágu þjóðræknismála vorra. í 70 ár hefir Lögberg verið boðberi milli íslendinga hér í álfu og yfir hið breiða haf, en sú hliðin á starfsemi vestur- íslenzku vikublaðanna er ó- metanleg frá þjóðræknislegu sjónarmiði. Með hinu marg- háttaða íslenzka lesmáli, sem Lögberg hefir flutt vikulega inn á fjölda vesturíslenzkra heimila öll hin liðnu ár, hefir blaðið einnig drjúgum stuðlað að varðveizlu íslenzks máls og menningarerfða, og jafnframt haldið vakandi íslenzkum manndóms- og sjálfstæðis- anda. Allt þetta mikilvæga menn- ingarstarf, að ógleymdum beinum stuðningi blaðsins við málstað Þjóðræknisfélagsins, þökkum vér á þessum tíma- mótum og óskum Lögbergi góðs gengis um mörg ókomin ár. í nafni stjórnarnefndar Þjóðræknisfélagsins, Richaxd Beck, forseti Haraldur Bessason, ritari JÓLIN 1957 í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Sunnudaginn 22. des. gl. 11. — Hátíðarmessa á ensku, kl. 7 Jólasöngvar — Söngflokkar og söfnuður. Aðfangadag jóla, 23. des. kl. 7.30 — Jólatréssamkoma sunnu- dagaskólans. Jóladag, 25- des. kl. 11 — Hátíðarguðsþjónusta á íslenzku. (Messuform íslenzku þjóðkirkjunnar — hátíðarsöngvar). Sunnud. milli jóla og nýárs, 29. des. kl. 11 — Móttaka nýrra meðlima. — Sameiginleg altarisganga. tets«etewteeststetetstetetet«e6iets!etetete«steie<e'eietstete<steteis«eteictetetcietetstcee«etste«6tst6tete«eieists<e!s«st«tstetstetctstststetsisietsietst«tetststetetstete*etetsistetetets«tstsie's<stete!eteistste!s«etseetstststets<s<e5s’siststs,.« Lögberg óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og nýórs

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.