Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 Lögberg Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 3Ö3 KENNEDY STREET, WINNXPEG 2, MANITOBA Utan&8krift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Lögberg" ls published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Coiumbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-0031 Afmæíið Útgáfa Lögbergs þessa viku er helguð sjötíu ára afmæli blaðsins; hér er ekki um neitt útvortisskraut að ræða, engar fordýrar framsíðuteikningar eins og hin afmælisblöðin flögguðu með, heldur tilraun gerð til að sníða sér stakk eftir vexti, og draga úr útgjöldum svo sem framast má verða; það, sem á ytri prýði skortir, væntir ritstjórnin’að verði að minnsta kosti að nokkru bætt upp með læsilegum ritgerðum og ljóðum, þótt eigi séu þau mörg. — Hér verður engin tilraun til þess gerð að ráða rúnir varðandi framtíð Lögbergs, enda hefir ritstjórinn venjulegast öðru fremur bundið bagga sína en rúnalestri, þótt hugurinn hafi óhjákvæmilega annað veifið hvarflað til morgundagsins og þess viðhorfs, er hann kynni að fela í skauti sínu með hlið- sjón af framtíð Lögbergs og íslenzkra félagsmála hér í álfu yfirleitt. Alt, sem lifir lifa girnir, lífið heli móti spyrnir, þegar lífsins löngun hverfur lífið er eðli sínu fjær. — Lögberg vill halda áfram að lifa sjálfs sín vegna, og það þarf að lifa til að veita fulltingi viðhaldi vorrar tignu tungu og þeim andlegu gimsteinum, sem hún hefir mótað og vér höfum þegið í arf. í ritstjórnargrein, sem birtist í sextíu ára útgáfu blaðsins, var vikið að þjóðræknislegri trúarjátningu ritstjórans og komist meðal annars þannig að orði: „Hvernig, sem kaupin gerast á eyrinni, og hvernig sem vindstaðan kann að verða, fyllir núverandi ritstjóri aldrei flokk þeirra manna, er kynnu að sætta sig við að verða lík- menn að íslenzkri tungu og öðrum helgidómum íslenzks þjóð- ernis í Vesturvegi; í slík verðmæti hefir hann sótt sína hollustu lífsnæringu og þá lífshamingju, sem hann býr við. Ritstjóri þessa blaðs var einn af stofnendum Þjóðræknis- félags ísléndinga í Vesturheimi, sem ýmsir ömuðust við þegar í fæðingunni og fylgdu því úr hlaði með helspám; félagið er enn við líði og nýtur sæmilegrar heilsu. Lögbergi hefir verið Ijúft að vinna að viðgangi þess og mun svo enn gera meðan kraftar og aðstæður leyfa.“ Á þessum tímamótum í sögu Lögbergs, hvarflar hugur- inn, eins og raunar svo oft endranær til stofnþjóðarinnar í austri, þangað, sem vagga vor, margra hverra fyrst stóð, og sú góðvild, sem þangað streymir berst beina boðleið frá hjarta til hjarta. Við útgáfu þessa minningarblaðs hefir íslenzka þjóðin greitt svo götu þess, að verulega um munar; íslenzk fyrir- tæki hafa veitt útgáfunni fjárhagslegan stuðning með því að kaupa hreint ekki svo fáar heilsíðu auglýsingar, auk þess sem blaðinu bárust hlýjar bróðurkveðjur frá æðs.tu forustu- mönnum íslenzku þjóðarinnar; alt stuðlar þetta að því, að styrkja hina margumræddu, andlegu brúargerð yfir hafið, hlutaðeigendum öllum til hjartastyrkingar- Þá stendur minningarútgáfan hreint ekki í svo lítilli þakkarskuld við íslendinga hér í borg og bygð, sem auglýst hafa í blaðinu og veitt með því fjárhagslega aðstoð; hið sama gildir um önnur fyrirtæki, er með auglýsingum hafa sýnt blaðinu örlæti og góðvild, en þau eru mörg. Þessum fáu línum skal lokið með eftirfarandi erindi úr hinum 35. Passíusálmi Hallgríms Péturssonar, sem er ein hin fegursta móðurmálsbæn, sem hugsast getur: — Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt útbreiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og bygðum halda. Megi hátíðirnar færa öllum mannanna börnum fögnuð og frið. — State of North Dakota OFFICE OF THE GOVERNOR Bismarck Mr. Einar P. Jónsson Editor, Lögberg 303 Kennedy Street Winnipeg 2, Manitoba Dear M. Jónsson: It has come to my attention that the Icelandic weekly paper Lögberg is celebrating its 70th anniversary. May I take this means of extending congratulations and best wishes on this happy occasion. The Lögberg may justly be proud of its splendid record of outstanding and continuous service to its many readers. North Dakota is proud to have some 3000 citizens of Ice- landic origin. They have taken active interest in the political, professional and agricultural affairs of our state- Many of them have been active in public service and today are holding official positions of prominance. I join with your many friends and readers to extend every good wish for con- tinued success. Sincerely yours, John E. Davis. Governor Jón Ólafsson Þegar öll er æfi Jóns óskráð sagan gefur: Bæði ætt og orðstír Fróns aukið við hann hefur. —P. G. Miklar bygginga- framkvæmdir Um síðastliðin áramót voru um 70 íbúðir í byggingu á Akranesi, fokheldar eða lengra á veg komnar; á þessu ári hafa að minsta kosti 30 íbúðir verið reistar og margar fleiri eru í uppsiglingu þar í bænum. — Framfarir á Akranesi hafa verið risavaxnar hin síðustu ár. ADDITIONS to Betel Building Fund Vidir Community Club, Vidir, Manitoba $125.00 ------------0--- Manitoba Brewers and Hotelmen’s Welfare Fund $500.00 ------------0--- Mr. & Mrs. Helgi Thordarson, Gimli, Man. $10.00 ----0---- Mr. E- J. Woods, Pres. Monarch Life Assurance Co., Winnipeg, Manitoba $50.00 ------------0--- In loving memory of Mrs. Kristín Reykjalín, Leal, North Dakota, by Mrs. John Freysteinson (brother) Mrs. O. W. Melsted (sister) & family Mrs. J. J. Thordarson (sister) & family $20.00 -------------0---- Mr. & Mrs. Albert P. Johannson, 841 Goulding Street, Winnipeg 10, Man. $25.00 -----------0---- Miss Inga S. Bjarnason, Ste. 2, 428 Sherbrook St., Winnipeg 2, Man. $100.00 -----------0---- Mr. & Mrs. Hermann Fjeldsted, 1606 Prithchard Avenue, Winnipeg 4, Man. $25.00 In loving memory of Baby Christopher John Johnson, infant son of Mr. & Mrs. Joseph Johnson of Eddy- stone, Man., who passed away November 1955. Mr. & Mrs. G. B. Bjarnason, Arborg, Manitoba $25.00 In loving memory of Jónína Margaret Einarson, who pssed away at Arborg, Manitoba on Sept. 15, 1957. "Betel" $205,000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donatlons lo th« "Betol" Campaign Fund. 123 Prlncesa Street, Wlnnipeg 2- Heillaóskir til Lögbergs sjötugs . . . G. H. THORKELSSON'S JEWELRY STORE CENTRE ST., GIMLI PHONE 86 \ ^!«!«!e!«!«!«!«!«!«!«l«!6!6!e!«!«!«!C!«!«!«!«'«!«!«!«t5l«1«(«[«t«t«!«!«<*!*,elefe!e!e*!e!e,*HSí !<!el«!e!«!«!«!«!«!«!«!«ie!«!<!«!«!«!e!«!e!«!««!«!«!«!«!«!«!«!«'«!«!«!«!«!«'«!«!«!«!«!«!«!«!«!«!«!«!<!«l«1«!elCte!6Ie!e!e12'C'C'C'C'*16 !ele,e!e^'^ » R ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL og FARSÆLT NYÁR til handa öllum vorum vinum og viðskiptavinum THE MANITOBA POWER COMMISSION Yðar Hydro-Notið það <5 I KÍ X 1 3

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.