Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 GUÐRÍTN FRA LUNDI: DALALÍF „Ég var svo ergileg yfir því að fá ekki að sofa lengur“, sagði Dísa, „en þetta hefur nú kannske verið nokkuð mikið sagt hjá mér“. „Já, kannske hefur þig verið að dreyma fallega drauminn, þegar hún Borghildur. vakti þig. Mig minnir alltaf að hún heiti Dómhildur — það er svo mikill dómarasvipur á andlitinu á henni“. „Já, víst var mig að dreyma „hann“,“ sagði Dísa. „Mig dreymir sjaldan annað og hefur ekki dreymt í mörg ár. Pabbi og mamma eru fóstur- systkini og þau urðu hjón. Því skyldi það ekki geta orðið þannig með okkur Jakob?“ Laufey virti Dísu fyrir sér eins og hún hefði séð hana í fyrsta skipti á þessum degi. „Ja, sko, hvað hún hugsar sér, sú litla“, sagði hún og það var auðséð, að henni fannst ólíklegt að þessi draumur myndi rætast. Kristín lét hrífuna hvíla sig dágóða stund, en slíkt var þó ekki vani hennar. Hún gerði samjöfn- uð á húsfreyjunni, sem nú var við völd á þessu heimili, og Dísu, rauðhærðri, luralegri, með óvið- kunnanlegan Iymskusvip. Svo hló hún háum, frekjulegum hlátri: „Blessuð lofaðu mér að njóta góðs af hamingjunni og láttu mig hreinsa túnið og rýja gemlingana, þegar þú ert orðin húsmóðir hérna á Nautaflötum. Mér þykir svo fallegt hérna — og svo er ég orðin svo skotin í húsbóndanum og verð það eins, þó að hann verði lagztur í kör, og það verður hann nú sjálfsagt, þegar þú hefur náð þessu þráða takmarki, Dísa mín“. „Lagztur í kör? Heldurðu kannske, að hann pabbi verði nokkurn tíma svo vesæll?“ hnussaði í Dísu. „Það verða víst flestir að beygja sig fyrir henni, þessari bölvaðri elli“, sagði Kristín. Hana hryllti við að hugsa til þessarar nauðugu kné- beygingar, sem lægi fyrir hennar hrausta líkama, en eins og öllum öðrum fannst henni það vera langt þangað til- „Mamma segir, að hann eldist aldrei", sagði Dísa. „Það er gaman fyrir hana“, sagði Kristín. „En sjálfsagt eldist hún ekki fyrr. Hún hefur útlit fyrir að hafa verið fermd í fyrra. Þvílíkt nunnuandlit hef ég ekki séð á sveitakonu, enda hefur hún víst ekki þrælað sér út um dagana, eftir því sem maður hefur heyrt“. „Það skal ég víst heldur ekki gera, þegar ég er komin í sætið hennar“, sagði Dísa hreykin. „En mamma hefur alltaf verið svo heilsulítil“, bætti hún við og setti upp raunasvip. „Mér þykir líklegt, að þú reynir að nota þér reyturnar, ef þú nærð í þær,- En meðan þú ert í vinnukonustöðunni finnst mér að þú ættir að hreyfa hrífuna ofurlítið, fyrst þú heldur á henni. Það var svei mér ekki hlýtt augnaráðið, sem hann Þórður gaf þér í fyrradag, þegar hann gekk hjá okkur í einum hvíldartíma hrífunnar“, sagði Kristín. „Þremilsins drumburinn sá“, sagði Dísa. „Það eru víst flestir, sem fá hornauga hjá honum. Ég get nú sagt þér það, að við erum nú engir vinir og höfum aldrei verið það, enda hafa víst fáir eftir- læti á honum. Ég hef oft óskað þess, að hann væri kominn út í hafsauga". „Mér sýnist, alveg öfugt við þína frásögn, hann vera í miklu vinfengi við húsbóndann og bú- stýruna, eða hvað ég á að nefna hana Borghildi. Og þá er nú drengurinn hann Kristján litli svo- lítið hændur að honum. Aftur á móti virðist mér þú vera í ákaflega litlu eftirlæti hjá heimilisfólk- inu, og ólíklegt þætti mér, að þú yrðir mikið til- beðin af vinnufólkinu, ef þú tækir við völdunum". „Ég sjálfsagt reyni nú að ruska því burtu, öllu þessu dóti, nema mömmu og Borghildi. Hún má til með að fá að hírast hérna einhvers staðar“, sagði Dísa og hló ánægjulega, eins og þetta væri orðið að veruleika. „Ætlarðu ekki að hafa húsbóndann neins staðar“, spurði Laufey. Hún hafði lítið getað lagt til málanna fyrr. „Jú, hann verður nú að vera einhvers staðar“, sagði Dísa- „En svo ég segi ykkur nú eins og er, þá verður Jakob ekki hérna á Nautaflötum. Hann á að læra til prests og þá förum við mamma til hans. Hann verður í kaupstað“. „Nú, það er svona, þú ert tilvonandi prests- frú“, sagði Kristín hlæjandi. „Skyldi maður þá mega vera með merkilegheit við þig? En mér þykir þú vera róleg, ef þú ætlar að sleppa honum í skóla, án þess að hafa einhverja tryggingu fyrir tryggðinni. Varla gerði ég mig ánægða með það. Ég kynni betur við að vita, hvernig væri að lúra hjá honum, en kannske veiztu það nú fyrir löngu“. „Ónei, við erum bara eins og hverjir aðrir unglingar“, sagði Dísa, „og hann er svo stilltur“. „Það dugar nú ekkert hik, Dísa, þegar svona ríkur og fallegur piltur er annars vegar. Ef þú ætlar þér eitthvað, verður þú að ganga að því með skerpu“, ráðlagði Kristín og deplaði augunum kankvíslega framan í Laufeyju, eins og hún vildi segja: „Hefurðu nú nokkurn tíma heyrt aðra eins heimsku?“ Nokkru seinna var kallað í fólkið í matinn. Dísa var ákaflega ánægjuleg á svip og .gekk fast við hlið Kristínar, sem nú var orðin trúnaðarvin- kona hennar. „Þú hefur nú ekki orð á þessu, sem ég var að sgeja þér“, hvíslaði hún, „þetta er ekkert ennþá“. „Blessuð vertu, gættu að sjálfri þér og hafðu ekki orð á því við fleiri en okkur. Þá kemst það varla á kreik“, hvíslaði Kristín. Næstu dagana komu ungu piltarnir úr nágrenn- inu í heimsókn til Jakobs. Dísa var óspör á að lýsa gestunum. Siggi á Hóli, sagði hún, væri eins og rauður bolakálfur, sem engin stúlka liti við, nema þá Ella á Ásólfsstöðum. Hún hlægi framan í hvern strák, tryppið það. „Þið eigið eftir að sjá hana. Hún er eins og taglskert hross. Það getur aldrei vaxið á henni hárið, skinninu“. Dísa vissi af því, að hún var sjálf með mikið hár- Sama kvöldið sást til kvenmanns í söðli framan eyrarnar hinum megin árinnar. Hún reið ána rétt fyrir framan og neðan túnið. „Ja, sko, þar sér maður þó konu“, sögðu nýju stúlkurnar. Það hafði aldrei verið messað síðan þær komu á kirkjustaðinn, vegna þess að presturinn var fjar- verandi. Dísa leit upp við vinnuna og horfði á gestinn. „Það er heimasætan á Ásólfsstöðum, sú taglskerta, sem ég var að segja ykkur frá áðan“, sagði hún. „Hvað svo sem ætli hún sé að flækjast?“ „Er þér eitthvað kalt til hennar? Óttastu kannske samkeppni í óstum?“ spurði Kristín glett- in. „Ég skal nú athuga, hvernig hún lítur út“. Aðkomukonan skildi hestinn eftir fyrir sunn- an tún, klæddi sig úr reiðpilsinu og gekk heim tröðina. Hún var vandlega athuguð af forvitnum, ókunnum konuaugum. Þau sáu grannvaxna ungl- ingsstúlku, röska á fæti, tilgerðarlausa í göngu- lagi, í hálfsíðri kápu og ljósu pilsi, með tvær ljós- leitar fléttur, prýddar með bláum silkiborðum. „Finnst ykkur ekki stuttklippt taglið og spóa- lappirnar langar?“ sagði Dísa illkvittnislega. „Móðir hennar tók anzi hressilega neðan af hárinu í fyrra. Hana langar til þess að dóttirin geti farið í íslenzkan búning, garmurinn". „Það verður orðið nógu sítt, þegar hún sezt í húsmóðursætið á Nautaflötum“, svaraði Kristín glettnislega. „Því dettur þér það í hug?“ sagði Dísa kaf- rjóð. „Hefurðu kannske heyrt, að verið sé að gefa þau hvort öðru?“ „Hvað skyldi ég svo sem hafa heyrt? Hitt er alvanalegt, að nágrannabörn felli hugi saman. Og ekki þarftu að halda, að ég sé að reyna að fella þínar háu skýjaborgir, og betra þætti mér, að þú stæðir ekki alltaf verklaus og glápandi, við verð- um að drífa þetta stykki af fyrir hættutíma. Eftir því sem þú verður ónýtari, þess seinna kemstu í rúmið“. DICKSON MOTORS LIMITED YOUR DOWNTOWN DEALER FOR PONTIAC — BUICK VAUXHALL — CADILLAC PASSENGER CARS Extend Heartiest Greetings on Your Seventieth Anniversary COME IN AND SEE OUR FINE LINE OF NEW 1958 MODELS Our Address: PORTAGE AVE. ond FURBY ST. Phone SP. 2-2541 "There's No Better Place For Service"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.