Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 19

Lögberg - 19.12.1957, Blaðsíða 19
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 19. DESEMBER 1957 19 áður en lengra er farið, að það, sem hér er sagt um starfs svið blaðsins og gildi þess al- mennt, tekur einnig í heild sinni til beggja vestur-ís- lenzku vikublaðanna. Hvað fyrir íslendingum vakti með útgáfu íslenzkra blaða og tímarita í Vestur- heimi, kom þegar greinilega fram í fyrsta blaði Framfara fyrir 80 árum síðan, en þar er þannig komist að orði: „Strax og íslendingar fóru að flytja til heimsálfu þessar- ar að mun, fór að hreyfa sér meðal þeirra ótti fyrir því, að þeir mundu týna tungu sinni og þjóðerni hér, nema þeir gerðu eitthvað sérstakt til að viðhalda því. Hefir þeim ætíð komið saman um, að tvennt væri nauðsynlegt til að við- halda þessu dýrmæta erfðafé sínu. Annað var, að íslend- ingar mynduðu nýlendu út af fyrir sig, en hitt að hér í Ameríku væri gefið út tímarit á íslenzku. Þetta tvennt stendur nú í svo nánu sam- bandi hvað við annað, að varla var hugsandi, að annað gæti án hins þrifist. Margt hefir verið rætt um að stofna íslenzkar nýlendur og jafnvel gerðar talsverðar tilraunir til þess í ýmsum héruðum þessa lands, en ekkert verulegt orð- ið úr því þar til nýlenda þessi var stofnuð. Þar á móti hafa engar tilraunir verið gerðar til að gefa út blað, en það mun þó hafa verið meðal annars augnamið íslendingafélags í Vesturheimi ,er myndaðist á þjóðhátíð íslendinga <1874) í Milwaukee, að stuðla til þess.“ (Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga íslendinga í Vesturheimi, III. bindi, bls. 130). Viðhald íslenzkrar tungu og þjóðernis hér í álfu hefir þess vegna frá fyrstu tíð verið eitt af höfuðmarkmiðum ís- lenzkrar blaðaútgáfu í Vestur heimi. Og hvað, sem annars má segja um vestur-íslenzk blöð, þá hafa þau (og sér í lagi vikublöðin langlífustu) orðið allri félagslegri og þjóð- ræknislegri starfsemi vor ís- lendinga hérlendis sá máttar- stólpi og sú lyftistöng, að án þeirra myndi slík starfsemi fljótlega fara í mola, því að þá væri sú taugin brostin, sem tengir oss saman um álfuna þvera og bezt heldur vakandi þjóðernisvitundinni. — Með þeim ummælum er það fjarri mér að vilja gera lítið úr fé- lags- og menningargildi þeirra tímarita vorra, sem átt hafa sér langa sögu, en eru nú, illu heilli, hætt að koma út, hvað þá heldur hinna, sem enn halda velli, góðu heilli. Einar Benediktsson lýkur snjöllum og skilningsríkum „Vestmannavísum" sínum um íslendinga vestan hafs með þessum fögru og fleygu orð- um: Brúnni slær á Atlasál okkar feðramál, — brúað hefir Atlasál íslands fagra, sterka mál. Hinu glöggskyggna skáldi geigaði ekki ör frá marki, er hann dró athygli lesenda eða heyrenda þessa snilldarkvæð- is að þeim grundvallarsann- leika, að það hefir verið ís- lenzk tunga, sem bezt og traustast hefir brúað djúp fjarlægðarinnar milli íslend- inga austan hafs og vestan og gerir það enn. Um farveg hennar hefir heitur straumur ræktarsemi og góðhuga beggja aðila streymt í mörgum myndum og fellur enn sem fljót að ósi, í munnlegum kveðjum fjölda heimsækjenda af beggja hálfu, í ótlejandi bréfum ættingja og vina, og í blöðum, tímaritum og bók- um frá báðum hliðum. En tíðfamasta brú íslenzks orðs austur yfir hafið (að undanteknum ættingja- og vinabréfum) hafa íslenzku vikublöðin verið og eru enn. 1 70 ár hefir Lögberg, með fréttum sínum og öðru fróð- legu og þjóðlegu lesmáli, brú- að hafið austur á bóginn, samhliða því og blaðið hefir haldið við félagslegum og þjóðernislegum tengslum milli íslendinga í dreifbýlinu hér í hinni miklu álfu beggja megin landamæranna. Frá þjóðræknislegu sjónarmiði verður sú brúarbygging seint fullmetin, hvað þá ofmetin- Vikublöðin vestur-íslenzku eiga sér einnig mikið almennt sögulegt og þá eigi síður menningarsögulegt gildi. í þeim speglast líf íslendinga vestah hafs í mörgum mynd- um, harmsögur vorar og sig- urvinningar, í fáum orðum sagt, sál þjóðarbrots vors, í hugsunum, orðum og athöfn- um. Þess vegna eru blöðin og verða alltaf ómetanleg heim- ild um sögu íslendinga í Vest- urheimi. Þá er hið bókmenntalega gildi vestur-íslenzku viku- blaðanna. Hver sá, sem les þau frá fyrstu tíð og fram á þennan dag, kemst fljótt að raun um það, að þar er um Framhald á bls. 20 § « Greetings . . . | May Happiness and Prosperity be yours f | ih the coming year! 5 Baldwinson Bakery Propriator: HELGA OLAFSON 749 Ellice Ave. Ph. SU. 3-6127 ^ sr ð •««e.w'««<'«'ci«,«'«'<i«i«ic«c!c9eic’«í«««i«'«»<i«'«ie'«««'«i«i«’««eie»«!e««i«««i«i«i«'eic,«'«<«!« S>raamt’a (érrrítnga and our congratulations to Lögberg on its 70th Anniversary. MAPLE LEAF DISTRIBUTORS LTD. all steel all purpose a I value First of its kind-the new INITJAL JNVESTMENT LOW AS $295°° Designed by agricultural engineere, the new Stran-Master fita practically every farm need. In addition to widths of 24', 36', 48', 60' and 72', you have a choice of any length in multiples of 16'. And you can select a building that is totally encloaed, partiallv enclosed or wide open with just a roof. FEATURES • Lowest cost steel building • Readily insulated for year-round use • Fully fire-safe • Modern ribbed wall and roof panels • Fast and easy to erect • Absolute minimum maintenance • Spacious interiors EASY TO BUY: You cait get your Stran-Master building now and pay for it as you use it. Through the Stran-Steel Purchase Plan only initial invextment is required, vnth up ÍO five years to pay the balanct. ENQUIRE TO: MAPUE LEAF DISTRIBUTORS LTD. 777 Erin St. Winnipeg 10, Man. Phone SUnset 3-7001 Good Times Ahead! Christmas and the New Year call for goodwill. The spirit of these festive times can assure "good times ahead" for years to come . . . if we put our honds ancl heads and hearts to the job! Alberto Wheat Pool Monitobo Pool Elevotors Alreody, human hands use the fullness of the earth to produce greater crbundance than ever before of necessaries and luxuries. Humon heads are leorning more than ever before of terrestrial, solar and cosmic resources — promis- ing material abundonce transcending our furtherest vision! Yet, each advance toward those vast horizons has brought —• not peoce, goodwill and plenty for all — but fear, suspicion, hatred and the seeds of war. This shall be righted when, in our hearts, enough of us determine to make full obundance fully useful; and trans- late each gain in knowledge into benefits for all men. This can be done by ordinary people — working fogether in practical Cooperotion. Saskatchewan Wheat Pool Working together in such Cooperation, 200,000 Westem farmers have built their Pools into the world's greatest groin-handling business; handled five billion bushels of their own grain; and brought $200 million in earnings bock to their home communities. They work together with more and more Conodians in kindred buying, selling and service Cooperotives —r for balanced, durable prosperity in Canodo; ond for Plenty and Peace over the earth. ADDRESS ...........................PHONE ........—... SEC............. TWP...............RANGE ------------ O STUOENT A-1 Canadian Wheat Pools ,Bl£>lJii<BiB<BlBiB<3)BlB.B)BtBlBlBlB)B,BlBlBtB)B>BlBlB)BlBlB}BiB)BlBlBlBtBlB<BlBlBlBiB)B)BlBlB<3<BlB Wheat Pool Building Winnipeg, Canodo

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.