Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 1
Scason’s Greetings (DcwÍdADtV StudÍDAu PHOTOGRAPHERS Phone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEJG Season’s Greetings (DaviÁAjytL. SiudioA, PHOTOGRAPHERS Phone GRover 5-4133 106 Osborne Street WINNIPEG 71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 1958 NÚMER 50 Guttormsvakan Prestsfjölskyldan að Lundar Frú Jóhanna Pálsd. Bjarman, Páll Bjarman, séra Jón Bjarman Guttormur J. Guttormsson Hóf það, sem haldið var af Þjóðræknisfélaginu til heiðurs Guttormi skáldi Guttorms- syni og frú Jensínu konu hans í Sambandskirkjunni s.l. laug- ardag, tókst í alla staði vel og verður kvöldstundin ógleym- anleg öllum þeim, sem áttu þess kost að vera viðstaddir. Fjölmenni var saman komið til að heiðra þessi merkishjón, og létu menn ófærð og váleg veður ekki hindra sig. Forseti Þjóðræknisfélagsins, dr. Richard Beck, setti hófið og stjórnaði því af miklum skörungsskap, eins og hans er vandi. Flutti hann ágæt inn- gangsorð, þar sem hann mælti til beggja hjónanna. Einnig las hann heillaóskir, sem borizt höfðu heiðursgestinum. En kveðjur höfðu borizt m. a. frá forseta íslands, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, biskupnum yfir íslandi, hr. Ásmundi Guð- mundssyni, menntamálaráð- herra íslands, Gylfa Þ. Gísla- syni, forsætisráðherra Mani- toba, Hon. Duff Roblin, heil- brigðismálaráðherra Manitoba Hon. George Johnson, sem er þingmaður Gimli-kjördæmis. Kveðjur bárust og þeim hjón- um víðsvegar að frá Islandi og Kanada, og yrði of langt að telja þær upp. Dr. Sveinn E. Björnsson flutti heiðursgestinum frum- ort kvæði, sem bæði var á- gætlega ort og vel flutt. Lesið var úr ljóðum skálds- ins og ber þar fyrst að nefna af upplesurum þau systkinin, Erlu, Elvu og Ómar Sæmunds- son, sem eru á aldrinum 6—11 ára. Eru þau systkin vafa- laust meðal beztu skemmti- krafta, sem við eigum meðal Vestur-lslendinga. — Móðir systkinanna, frú Margrét Sæ- mundsson, kom með þau lang- an veg og strangan. Ber að þakka þeim systkinum og for- eldrum þeirra fyrir hlutdeild Frií Jensína Guttormsson þeirra fyrr og síðar í vestur- íslenzkum mannfagnaði. Frú Hólmfríður Daníelsson las og snildarvel kafla úr Jóni Austfirðingi. Ennfremur flutti frúin hjónunum kvæði frá Halli E. Magnússyni í Seattle. Það, sem setti þó ekki sízt svip sinn á þessa samkomu voru hinir ágætu söngkraftar, sem komu fram undir stjórn frú Elmu Gíslason. Sungin voru lög við kvæði Guttorms. Fyrst var samsöngur, undir stjórn frú Elmu Gíslason. Voru í kórnum frú H. John- son, ungfrú J. Gíslason, ung- frú Heather Sigurdson (dótt- ur-dóttir Guttorms), og bræð- urnir Thor og Hermann Fjeldsted. Ennfremur sungu þær einsöngva, frú Elma Gísla son og ungfrú Heather Sigurd- son. Tvísöng sungu þau Elma Gíslason og Gústaf Kristjáns- son. Allan undirleik annaðist frú Jóna Kristjánsson. Á frú Elma Gíslason miklar þakkir skildar fyrir allt sitt starf og auðvitað allir, sem hér áttu hlut að máli. Haraldur Bessason flutti af- mælisávarp, sem birtist á rit- stjórnarsíðu Lögbergs. Kvöldvökunni lauk með á- varpi skáldsins, og var það vissulega hámark þessa mann- fagnaðar. Var ávarp hans kryddað gamni, þeim ein- stæða „húmor,“ sem Guttorm- ur ræður einn yfir. Þakkaði og skáldið fyrir allan þann hlýhug, sem Islendingar báð- um megin hafs hafa sýnt þeim hjónum fyrr og síðar. Að kvöldvökunni lokinni var setzt að veitingum í neðri sal kirkjunnar. Gengu kven- félagskonur sambandssafnaðar um beina. Var hér ekkert við nögl numið, eins og fyrri dag- inn. Sýndi kvenfélagið hér frábæra rausn og myndarskap. Lögberg árnar þeim hjónum allra heilla. Á Gut-tormskvöldi Guttormur J. Guttormsson áttræður I. Þú ortir vel, og einmitt fyrir það er ýmislegt, sem eg hefi fest í minni. Þú lærðir snemma að leggja rækt við það, sem lýsti fram á veginn gáfu þinni. II. Gott er að hafa Guttorm á gleðistundunum með oss. Styrkur, áttræður, yrkir Austfirðingur á hausti. Lengi glóhærðar gengu Gaman og Alvara saman. Ljúft var næðis að njóta á nóttum hjá Bóndadóttur. Áttræður æviþáttur var unninn og fagurspunninn við ljós í landnemans hreysi á leið, sem var ekki greiðfær. Standa átök þíns anda öld þó renni að kvöldi. Orðstír er alda forði þótt annað gleymist í heimi. Skáldsins mál var þér skylda, skyggni andann að tigna. Yndis lífsfrjórra landa að leita, og krafti beita. Frjáls í fornhelgi málsins, finna kjarnan þar inni, mála myndir og skála minni ættjarðar þinnar. Moldin var frjó, og foldin fögur, með ljóð og sögur. Gróður göfugrar móður var grátur aldanna og hlátur. Þungi, kraftur og kyngi var kjarni frá hennar arni. Skáldið, ungur að aldri, af því hrærðist og nærðist. Gagn þér færði og fögnuð feðramálið þitt héðra. Andi stórbrimsins stranda storma vakti Guttormi. Sandy Bar er því svarið í safni goðfrægra nafna. Þar er Glaðheimur Guða, er grafir landnámsins standa. Gaf þér Alfaðir gáfu, góða skáldmálið Háva, gróðurmold vorrar móður, mátt til að spinna þátt þinn, nafn í sögunnar safni, sólskinsdaga með Braga, yndi árdagsins stunda, ástríkt víf gegnum lífið. Þökkum Alföður alda ævi langa og gæfu. Því er Skuld mál að skála í skýru víni og dýru. Skáldsins orðlist og eldur yfir vötnunum lifi. Snjallur á Víðivöllum velli haldi gegn Elli! S. E. Björnsson Síðan séra Bragi Friðriks- son lét af þjónustu hjá lút- erska söfnuðinum á Luhdar fyrir þremur árum, hefir ekki verið þjónandi prestur í því prestakalli. Það mun því mik- ið fagnaðarefni Lundarsöfn- uði, íslenzku byggðunum um- hverfis og lúterska kirkju- félaginu, að þangað er nú komin ung og glæsileg prests- fjölskylda, er vænta má, að verði aflvaki í safnaðar- og félagslífi þessara byggða. Séra Jón Bjarman og fjöl- skylda hans komu til Moun- tain, Norður Dakota í október s.l.; dvöldu þau á heimili séra Ólafs Skúlasonar í nokkrar vikur, áður en þau fóru til Lundar, en þar flutti séra Jón sína fyrstu guðsþjónustu á sunnudaginn 23. nóvember. — Auk þess að prédika einu sinni og stundum tvisvar á hverjum sunnudegi að Lund- ar, mun hann þjóna enska- lúterska söfnuðinum að Camper, Man.; ennfremur mun hann messa að Vogar og Silver Bay og e. t. v. á fleiri stöðum eftir því sem ástæður leyfa. Séra Jón Bjarman er frá Akureyri, sonur S v e i n s Bjarmans Árnasonar og Guð- bjargar Björnsdóttur; hann er kominn af styrkum stofnum í báðar ættir; frá Sveini Páls- syni landlækni í föðurætt. — Þeir Haraldur prófessor Bessa- son og hann eru systrasynir. Frú Jóhanna er dóttir séra Páls Þorleifssonar á Skinna- stað í Norður-Þingeyjarsýslu og konu hans Elísabetar dótt- ur séra Arnórs á Hesti í Borgarfirði. Páll litli, sem ber nafn móðurafa síns er árs- gamall. Séra Jón lauk prófi í guð- fræði við Háskóla Islands í vor, og var vígður til prest í Dómkirkjunni í Reykjavík af Dr. Ásmundi Guðmundssyni biskup. Vígsluvottur var séra Haraldur S. Sigmar, sem kennt hefir guðfræði við Há- skóla íslands í tvö ár. Séra Jón verður formlega settur í embætti af embættis- mönnum kirkjufélagsins eins fljótt og umferð á vegum og veðrátta leyfir. Lögberg býður séra Jón Bjarman og fjölskyldu hans velkomin í íslenzka mann- félagið vestan hafs og árnar þeim heilla. Afmælisvísur til Guttorms Guttormssonar á áttatíu ára afmæli hans. Eftir Hall E. Magnússon Mörg er stundin minnisstæð, meðan fundi áttum saman. Þá var lundin líf og æð, ljóðum bundin; það var gaman. Þú varst alltaf snjall og snar, snertir alltaf beztu strengi. Vissir alltaf hvað og hvar kitlar alltaf bezt og lengi. Því hefir landinn ljóð þín virt; list þín blandin gleði og viti; því mun standa gjörðum girt gjöf þíns anda, í ljóði og riti. Nú er vont að vera fjær. Væri ég hérna núna, mundi ég kannske komast nær, kyssa þig og frúna. Til lukku með daginn. Þinn einl. H. E. Magnússon

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.