Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.12.1958, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 1958 Skáldbóndinn á Víðivöllum Eftir prófessor RICHARD BECK (Ávarp flutt á samkomu í Winnipeg 6. des. 1958 til heiðurs Guttormi skáldi Guttormsson og frú Jensínu Guttormsson). GÖTUSTELPAN Eftir P Á L M A I merkilegu kvæði um á- vöxtun vors dýrmæta ís- lenzka erfðagulls, sem Stephan G. Stephansson birti fyrir 40 árum í fyrsta árgangi Tímarits Þjóðræknisfélagsins, komst hann svo að orði: En manndáð sú hagsælir heimili og nágrennd, sem hnoss sín fékk geymd. Eins og tíðum í kvæðum sínum mæltist skáldinu hér spaklega. Hann minnir landa sína kröftuglega á það, að leita ekki langt yfir skammt í andlegum efnum, að láta sér eigi sjást yfir nærtæk, heima- fengin menningarleg verð- mæti. En það er vitanlega að vissu leyti hið sama og að kunna að meta að verðleikum sína andans menn, hvort held- ur er í ríki lista eða bók- mennta eða á öðrum sviðum. Með tilliti til þess, er mér það sérstakt ánægjuefni, að Þjóðræknisfélag Islendinga í Vesturheimi hefir efnt til þessarar kvöldvöku í tilefni af áttræðisafmæli Guttorms J. Guttormssonar, skáldbónda á Víðivöllum í Nýja-íslandi, og til heiðurs honum og hans á- gætu konu, frú Jensínu Gutt- ormsson. Og ég tel mér það persónulega mikinn heiður að hafa fallið það hlutskipti í skaut að skipa forsæti í þess- um virðulega mannfagnaði. í n a f n i Þjóðræknisfélagsins þakka ég undirbúningsnefnd samkomunnar starf hennar, og býð ykkur öll, sem hér eruð samankomin, hjartanlega vel- komin á þennan vinafund. Öðrum er það veglega hlut- verk ætlað að halda afmælis- ræðuna að þessu sinni um Guttorm skáld og verk hans, og mun það vel úr hendi fara; skal ég því eigi seilast langt inn á þá landareign. En ég vil minna ykkur á eftirfarandi erindi úr einu af prýðilegum kvæðum Guttorms: — Ef andans aðalsmerki er ekki á mannsins verki það fellur eða fer. Er maður að því meiri, sem minna er úr leiri og meiri andinn er. En mesta vaxtarmerki á mannsins bezta verki er sjón í sálargeim, vor hugur hennar gluggi, — allt hlutrænt bara skuggi af andans háa heim. Auðvitað eru kvæði Gutt- orms Guttormssonar misjöfn að gæðum og gildi eins og slík verk annarra skálda, en góð- kvæði hans og ágætiskvæði, og þau eru mörg, eru lífræns eðlis og munu lifa í íslenzkum bókmenntum, vegna þess, að á þeim er í ríkum mæli „and- ans aðalsmerki;“ og ennfrem- ur vegna þess, að þau bera því einnig vitni, að skáldið á hvassa „sjón í sálargeim.“ Þeim ummælum til staðfest- ingar þurfa menn ekki annað en lesa frumleg, táknræn kvæði hans eða leikritin hans, sem stórum eru af þeim toga spunnin. Ég fer ekki lengra út í það að lýsa skáldskap Guttorms við þetta tækifæri, hefi hugs- að mér að gera það á öðrum vettvangi. En í því sambandi vil ég nú opinberlega, eins og ég hefi áður gert í afmælis- bréfi til hans, þakka honum fyrir trúnað hans við hið bezta í íslenzkum menningar- erfðum, sem fram hefir komið fagurlega í kvæðum hans og öðrum ritum á móðurmálinu. Yfir vötnum þeirra svífur ís- lenzkur andi og í þeim slær íslenzkt hjarta, þó að hann eigi jafnframt, góðu heilli, heimsvíðan sjónhring, eins og öll mikil skáld. Loks vil ég þakka þér innilega, Guttorm- ur skáld, fyrir þann ágæta skerf, sem þú hefir lagt til Tímarits Þjóðræknisfélagsins með snjöllum kvæðum þínum og öðru sambærilegu lesmáli; vort merkilega félagsrit hefði sannarlega verið drjúgum fá- tækara að efni, ef þú hefðir eigi róið þar svo knálega á borð, svo að ég tali eins og gamall austfirzkur sjómaður. En saga þín er eigi nema hálfsögð, ef hennar frú Jens- ínu konu þinnar er þar eigi jafnframt getið að verðleik- um. Það myndir þú glaður játa fyrstur manna, frændi minn góður. Þú hefir sannar- lega ekki staðið einn í stríði og starfi. Og líklega getur eng- inn metið til fulls þann megin- þátt, sem góð og fórnfús eigin- kona á í starfi manns síns, heill hans og hamingju, hvar sem þau eru í sveit sett. Með það í huga, hvað frú Jensínu snertir, viljum við hér í kvöld hylla þau hjónin bæði, samtímis því og við vottum Guttormi skáldi þakklæti og virðingu fyrir hans merkilega bókmenntastarf, og ekki síður fyrir það, hvað hann hefir sameinað það fagurlega í lífi og ljóði að vera mikill og traustur Islendingur og að sama skapi ágætur Canada- maður. Dæmi hans getur ver- ið bæði áminning og eggjan í þeim efnum; hann hefir al- drei verið áttaviltur þjóð- ræknislega. Sé honum heiður og þökk fyrir það! Lýk ég svo þessu ávarpi með eftirfarandi orðum úr inngangsritgerð Arnórs Sigur- jónssonar að heildarútgáfu kvæða Guttorms, sem út kom í Reykjavík 1947: „Kvæði Guttorms eru því gefin út sem fagnaðarerindi um lífs- mátt þjóðar okkar. Þau eru sótt í eldinn, sem bræðir þjóðardeigluna vestra, sem vitnisburður um gullið í hinu íslenzka þjóðarbroti, sem þar hefur reynzt.“ Það var á aðfangadagskvöld jóla 1917 í New York. Ég hafði verið önnum kafinn allan dag- inn og var nú glaður yfir því að komast út undir bert loft. Seinnihluta dagsins hafði ég verið að hugsa um það, hvern- ig ég ætti að eyða þessu kvöldi. — Auðvitað höfðu skemmt-klúbbarnir verið hátt í huga mínum, sem eðlilegt var, því ég hafði ekki verið nógu lengi í borginni, til að ná neinum persónulegum kunn- ingskap við nokkurns mann eða félagsskap, og fyrir þessar ástæður, hafði ég í raun og veru ekki gert mér neinar sér- stakar áætlanir. Eftir að ég hafði tekið á móti launum mínum á afgreiðslu-stofunni, og ég vissi að ég var, hvað peninga snerti, nokkurn veg- inn vel fær í flestan sjó, kom ég út á hina umferðamiklu 5th Avenue. Það hafði verið tals- verð snjókoma seinnihluta dagsins og nú var fjúkið svo mikið, að götuljósin voru ó- skýr en virtust þó vera ó- venjulega stór í fjarlægð, séð í gegnum mugguna. Það var lagt síðan ég hafði séð svo mikið snjófall, en mér fanst það þó vera hressandi og eiga vel við, sérstaklega þetta kvöld. Snjórinn var þó traðk- aður niður á þessari umferða- miklu götu, því það virtist vera verkleysa, að reyna til að hreinsa gangvegina í svona mikilli snjókomu. En fyrst mér annars virtist, að þessi snjókoma ætti vel við mig, sá ég enga ástæðu til þess, að traðka snjóinn með fólks- þrönginni sem var á götunni. Fyrir þessar ástæður leitaði ég inn á hliðargötur, þar sem um- ferð var miklu minni. Að traðka hreinan snjó gegnum fjúkið, fannst mér töfrandi. Ég hló með sjálfum mér að þessari hugmynd minni, og gamla erindið eftir hann Hannes Hafstein kom í huga minn: „Ég vildi að það yrði nú ærlegt regn, og íslenzkur stormur á Kaldadal.“ Að traðka snjóinn og horfa í gegnum fjúkið til götuljós- anna, sem voru á hverju götu- horni virtist fylla huga minn af eins konar draumkenndri tilfinningu til löngu liðinna daga, svo glöggar myndir af atvikum, sem ég annars hafði gleymt, komu nú fram eins og þær höfðu átt sér stað fyrir löngu síðan. Menn höfðu „orðið úti“ og frosið til dauða. Þeir höfðu tapað áttunum og villst, en sumir þeirra höfðu grafið sig í snjó og notið skjóls og hlýinda í sjálfum snjónum. Ég mundi eftir Bárði gamla. Hann hafði orðið úti og fannst með annað augað opið, sem starði út í bláinn, en yfir hitt augað á honum var frosinn snjór eða klaki, og svo voru frostströnglar í skegginum á honum og munnur hans var fullur af snjó. Alltaf voru það villurnar, sem voru hættuleg- astar í hríðarveðrum. Menn gátu farið langar leiðir, yfir fjöll og fyrnindi, ef þeir að- eins héldu áttum og villtust ekki. En það var engin hætta á því, að ég mundi villast. Þetta var aðeins hressandi lognmugga, svo snjórinn féll beint niður á göturnar. Það var ekki eins og í fjallagöng- unum forðum. Þá var bæði fjúk og snjófok. Ég var brúna- maður á Langjökli og mér hafði verið ráðlagt að missa aldrei sjónar af manninum, sem var næstur mér við fjalls- brúnina, skammt fyrir neðan mig. Á hina hlið mína voru tveir menn og hafði þeim, sem næstur mér var, verið skipað að missa aldrei sjónar af mér, en sá sem lengst var uppi á jöklinum mátti aftur á móti ekki missa sjónar af honum. Þessu hafði maðurinn, sem næstur mér var jökulmegin gleymt, en aftur á móti missti hann aldrei sjónar af þeim manni, sem var lengra upp á jöklinum, en sem auðvitað gat ekki séð til mín. Hann sveigði því lengra inn á jökulinn, þangað til báðir mennirnir voru villtir. Þegar þetta varð uppvíst, minntist ég nú langr- ar og þreytandi leitar, sem átti sér stað, þangað til þessir menn fundust. Snjókoman hafði verið mikil og vindurinn þyrlaði snjónum í allar áttir. Ég hafði gengið langa leið, og auðvitað hafði ég ekki nokkra hugmynd um það, hvar ég var staddur í borg- inni. Göturnar voru illa upp- lýstar og allt útlit óþrifalegt. Húsin voru smærri og hrör- legri og aðeins smá og döpur ljósbirta sást frá nokkrum gluggum, sem báru þess vitni, að þarna væri íbúð einhvers fólks. Það var engin umferð á götunum og snjórinn var því eins hreinn og töfrandi og hvítt óritað blað, sem breidd- ist út fyrir framan mig, eins og hann væri að bíða eftir rúnum dularfullra atvika, meitluðum í hinn hvíta feld sinn af óhreinum fótum, og hverfa svo með ryki og dusti borgarinnar inn í göturennslin. Það var auðvitað kominn tími til þess, að halda heim- leiðis til herbergja minna, enda var ég farinn að finna til þess að ég mundi hafa góða matarlyst. Ég ásetti mér því að ganga aðeins til næsta götuhorns og litast þar um og snúa svo við til miðborgar- innar. En þá sá ég, að einmitt á þessu götuhorni stóð einhver mannvera og hallaði sér upp að ljóssúlunni, sem þar var. „Allt í lagi,“ hugsaði ég, — „þarna get ég þá fengið upp- lýsingar um það, hvað væri beinasta leiðin til baka.“ Svo leit ég niður fyrir fætur mína og gekk hægt en ákveðið til lampasúlunnar, þar sem þessi Lætur veturinn þig skjálfa eins og Model "T" bjálfa? Ef til vill fáið þér ekki fullan hita úr núverandi hitunartæki yðar. Símið Patsy heimiliskyndara kolaumboðsmanni yðar og tryggið yður beztu þjónustu og ráðleggingar varðandi hitun. JAMES MURPHY COAL COMPANY Wholesale Dislributor Phone WHiiehall 3-2579 400 POWER BUILDING. WINNIPEG. MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.