Lögberg - 11.12.1958, Síða 4

Lögberg - 11.12.1958, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. DESEMBER 1958 Lögberg Gefl8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED Í03 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2. MANITOBA Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2. Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram “Dögberg" ls published by Columbia Press Dimited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorized as Second Class Mail, Post Office Department. Ottawa WHitehalI 3-993) ______ HARALDUR BESSASON: RÆÐA, flutt fyrír minni GUTTORMS J. GUTTORMSSONAR skálds í hófi því, er Þjóðrœknisfélagið hélt honum og frú JENSINU GUTTORMSSON til heiðurs í tilefni af áttræðisafmæli skáldsins. Um það bil hálf öld er nú liðin, síðan fyrsta bók Guttorms J. Guttormssonar kom út, en það var ljóðabókin, Jón Aust- firðingur, sem gefin var út í Winnipeg árið 1909. Ljóðin þessari bók eru ekki lítt merk frá bókmenntalegu sjónarmiði Þau voru ort á íslenzka tungu af manni, sem aldrei hafði Island augum litið. Og höfundur kvæðanna átti fyrir höndum þ. e. við útkomu bókarinnar, þann lengsta skáldskaparferil sem um getur í íslenzkum bókmenntum á 20. öld. Það, sem fyrst og fremst gefur þó þessari bók gildi, eru ljóðin, sem hún hefir að geyma, sem eru glæsileg frumsmíð og upphaf nýs þáttar í bókmenntum vorum, sem vér getum nefnt ný íslenzka þáttinn. Á ég þar við ljóð, sem fyrst og fremst eiga rætur sínar í ný-íslenzkum jarðvegi. Fróðlegt er að staldra við og athuga örlítið, hvernig skáldið hleypir heimadraganum. Kennum vér á þeirri ferð mörg þeirra einkenna, er æ síðan hafa sett svip sinn á ljóð Guttorms. I fyrstu þáttum í Jóni Austfirðingi er á ferðinni flugmæl^ct kímniskáld, sem yddir þó gamanið og gefur því lag örvarinnar. Að baki gamninu býr alvaran, ádeilan. Má í þessu sambandi vitna í þann kafla kvæðisins, þar sem talsmaður Ameríkuferða hittir Jón Austfirðing heima á Islandi og gefur honum gyllivonir um glæsta framtíð í Vestur- heimi. Kveður talsmaður búsældarlegt þar vestra. Kýr mjólki fimmtíu merkur í mál og þar af sé helmingur rjómi. Einnig fær Jón bóndi þær upplýsingar, að meðalaldur fólks sé hár í landinu og það beri varla við, „að menn deyi.“ „I Kanada er allt, sem fólkið vill fá. Þar fossar úr björkunum vínið, og tjaran og meðulin myndast þeim á og mosinn og ullin og línið, og flugurnar hunangi hella í oss, í hálsklúta ormarnir spinna, og lýðurinn dansar og drekkur sitt hnoss, en dýrin allt mögulegt vinna.“ Hér bregður skáldið fyrir sig hinum ótrúlegustu fjar- stæðum eða ýkjum til þess að ljá orðum sínum áhrifamagn. I fyrstu beinist athygli vor að kímnilegheitum spjátrungsins, sem er ærið broslegur, þar sem hann þylur í eyru Jóni bónda. En í brosi voru „svigna feiknstafir11. Skáldinu sjálfu er ekki hlátur í huga, heldur dregur hann hér upp skarpar andstæður við þá atburði, er síðar gerast í kvæðinu, þ. e. a. s. þær ógnir, sem verða á vegi Jóns Austfirðings, eftir að hann gerist landnámsmaður í Nýja íslandi. En er vér lesum þá hluta kvæðisins, fær skrúðmælgi umboðsmannsins nokkuð aðra merkingu, og hann sjálfur er ei lengur kyndugur náungi, heldur óhlutvandur áróðursmaður. Þannig beitir Guttormur hinni sterku kímnigáfu sinni oft sem vopni. Bak við gamanið leynist ádeilan, sem stefnt er gegn hvers kyns óheilindum. I annan stað er þetta kvæði hlaðið mikilli orðgnótt og myndauðgi, og sumstaðar minnir það á hljómkviðu, þar sem slegin eru hin sundurleitustu hljóðfæri. Vil ég tilfæra hér nokkrar Ijóðlínur úr lýsingu kvæðisins á Nýja íslandi: „Norður með Winnipegvatni á vesturströndinni lágri lengra en augað eygir óslitin grænskógabelti breiðast vítt um völl. Þar viðrar höfuðið öspin hátt yfir greniskóg gnæfandi, gildvaxin bein og drifhvít, ------0------ Þar syngja þrestir á vorin sín þýðu, arfgengu sönglög. Blærinn í flautuna blæs, — blístrar og hvín í trjánum. Brimhljóðsins undirspils-ómur, og orgelsins fimbulbassi, þungur sem þrumugnýr, blandast þjóðsöngvum merkur.“ Hér gerir skáldið hvort tveggja í senn að draga upp hrífandi landlagsmyndir og laða fram hina ólíklegustu tóna. Miklu fleiri skáldlegar myndir mætti tína til úr öllu þessu kvæði. T. d. segir á einum stað um skýjafar: „Og gráskýjalagur í hánorðri hófst, í hvolfinu tættist og kembdist og spannst, í klæðisdúk, vaðmál og einskeftu ófst, hvert álnanna hundrað á svipstundu vannst.“ Haustnóttin er á einum stað „stöð“ og „blýfætt“, söknuður reikar um pall. Og þannig mætti lengi telja. Eins og flestum er kunnugt, fjallar kvæðið Jón Austfirðingur að verulegu leyti um baráttu frumherjanna í Nýja Islandi. Þó gerist einn kafli kvæðisins í Winnipeg, þar sem Guðrún, einkadóttir Jóns Austfirðings, sú er ein lifði barna hans, heyir sitt stríð ,einmana og yfirgefin. Þessi fagra og göfuglynda stúlka á skilnings- og afskiptaleysinu einu að mæta ög mælir á hljómskýrri íslenzku við enska húsbænd- ur. I þessum kafla er eftirfar- andi erindi og fjallar um vesturvist Guðrúnar, en ein- manakenndin skín út úr hverju vísuorði: „— Vinlausum veturinn er á Vesturheims sléttum kaldur, langi-frjádagur fólki því, sem hvergi á heima. Öreigum atvinnubann og óvinur starfsamra handa. Bjargráð skyndileg skína í skammdagis úlfakreppu“. Þá er saga þessarar konu rakin. Köld örlögin leiða hana í hamingjusnautt hjónaband. Eiginmaðurinn gefur sig helzt að svalllífi og fjárhættuspil- um, og þar kemur sögunni, að hann víkur sér undan vand- anum og hleypur í brott frá dauðvona eiginkonu og ný- fæddum syni. Inn í þennan kvæðishluta fléttar skáldið heimspeki sinni. Ógæfan er hér að mestu leyti komin að utan. Guðrún geldur saklaus vonzku heimsins, þess heims, sem gerir einstaklings gróða að annars tapi. Heillyndi eins skortir „samróma hljóm- grunn“ hjá öðrum. Jafn göfugar eigindir og ástin og umhyggjan auka á sjálfa ó- gæfuna í því umhverfi, sem á sér ekkert rúm fyrir samúð og mankærleik. Þessi unga kona er slegin í hel af öflum, sem eiga sér, mannfélagslegar ræt ur, meðan faðirinn, Jón Aust- firðingur, fer með sigur af hólmi í viðureign sinni við drepsóttir og náttúruhamfarir norður á bökkum Winnipeg- vatns. Þjóðfélagsádeilan er bitur í þessum kafla, en sá strengur, sem hæst hljómar, er strengur samúðarinnar, sem ávallt myndar grunntón- inn í þeim ljóðum Guttorms, sem fjalla um hetjur hvers- dagslífsins eða það fólk, sem á torfærur einar um að velja hérna megin grafar. Mikill hluti fyrr greinds kvæðabálks er þannig harm- saga, en við lok kvæðisins snýst harmsagan í sigurljóð: „— Margt illt til síns ágætis hefur að afleiðing þess er oss holl hún sterkara og stöðugra gefur í stað þess, sem fellur um koll.“ Framtíð Nýja íslands er ráðin. I móðurlausum dóttur syni sínum sér Jón Raustfirð ingur „byggðarlags leiðsögu stjörnu“: „— Þó mörg hafi fram- kvæmdin farizt, er fólgið í reynslunni manns Að aldrei til einskis er barizt í óbyggðum Norðvesturlands.“ Þessar ljóðlínur eru hvort tveggja í senn, áþreifanlegur sannleikur og trúarjátning skáldsins. Og eins og vér öl vitum, hefir Guttormur aldrei gengið af trúnni. Hann gerð ist ungur „Fjölnismaður“ þeirra Ný-Islendinga, og með an íslenzk tunga skilst þar landi, hlýtur Jón Austfirðing ur að styrkja þau bönd, sem menn eiga traustust að binda sem er trúin á það land, er þeir byggja. Þó að yrkisefnum Guttorms fjölgi, eftir því sem árin líða og hann þroskist og menntist og yrki fullkomnari kvæði en Jón Austfirðing, þá bregður samt mörgum af hans beztu ljóðum fyrr og síðar til upp- hafsins, og á ég þar ekki sízt við landnámskvæði hans eða kvæðin um Nýja ísland. Kvæði hans „Sandy Bar“ er réttilega talið óbrotgjarnasti minnisvarði, sem hinum ný- íslenzku frumherjum hefir nokkru sinni verið reistur. Er það kvæði að finna í ljóðabók inni „Bóndadóttir“, sem kom út í Winnipeg 1920. I þessu kvæði sjáum vér sögu frum býlinganna, lýsta upp af leiftri eldingarinnar. Þetta er harm- saga, sögð af djúpri virðingu fyrir þessum mönnum og fá' gætri nærfærni. Hér verður þó í rauninni það sama uppi á teningnum og í Jóni Austfirð ingi, í harmsögunni er fólgið sigurljóð. Meðferð skáldlegra mynda í þessu kvæði skipa því á bekk með þeim ljóðum, sem bezt hafa verið ort á íslenzka tungu. Landnámssagan er ekki Guttormi fjarlægar sagR ir. Hann er sjálfur landnámS' maður, og kynntist harðræð- unum af eigin raun. Hann man þá tíma, þegar Nýja ísland var „ekki annað en efni í land“, svo að viðhöfð séu orð hans sjálfs. Og umbreyting þessa efnis kostaði miklar fórnir. Sjálfur varð Guttorm- ur að vinna hörðum höndum, og aðstæðurnar leyfðu honum sáralitla skólagöngu, en allt um það verður þessi maður stórbrotið ættjarðarskáld, eins og glöggt má sjá í kvæðinu Nýja ísland, en lokaerindi þess kvæðis er þetta: „Hug minn tengir tryggðin þér, byggðin mín bjarta, bezt hefurðu lýst mér og þrýst þér að hjarta. Sá, sem víkur frá þér, en hjá þér er hálfur heim til sín ei ratar og glatar sér sjálfur.“ Og þjóðhollusta skáldsins á sér ekki endi við hreppamörk. Um Kanada kveður hann: „Og kær er hún oss sem kærast hnoss, hún Kanada, móðir vor. Og lífsins dyr verða luktar fyr en liggi í burt vor spor. 1 sókn og vörn það sýnum við, börn, að séum af stofni grein. Þótt greini oss mál, oss sameinar sál, sem söm er jafnan og ein.“ Sjálfur hefir Guttormur látið þess getið, að hinn hrjúfi Framhald á hls. 5 ADDITIONS to the Betel Building Fund J. Ragnar Johnson, Q.C., Suite 2005 Victory Building, 80 Richmond St., West, Toronto 1, Ontario $100.00 ----0---- Mr. Hallur Finney, Lonely Lake, Man. 10.00 ------------0--- Glenboro Lutheran Ladies Aid Glenboro, Manitoba 25.00 ----0---- Mr. and Mrs. J. Ingimundson, 632 Simcoe Street, Winnipeg 3, Man. 25.00 ------------0--- Mrs. Jakobína Hallson, 743 Waterloo Street, Winnipeg 9, Man. 5.00 In memory of Mrs. Kristín Olson. ----0---- Mr. & Mrs. A. A. Sveinsson and Guðrún Thorsteinsson 1166 Chapmore St., Victoria, B.C. 10.00 In loving memory of Mrs. Helga Johnson who passed on Oct. 31st, Glenboro, Man. BETELCAMPAICN $250,000.00 26.985 16,415 223.015 219,039 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Slreet, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.