Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 5
Vegna alls þessa var flug- vellinum hér lokað og flugvél' um beint til flugvallarins Brazzaville. MyntUn sýnir Josef Kásavúbii, forseta Kongó- lýðveldisins, vera við liðs könnun í hernum i fyrsta skiptið, eftir að hann Varð forseti. Forsetinn er £ spánnýjum hershöfð- ingjaklæðum. Maðurinn til hægri er yfirmaður her foringjaráðsins, Maurice Mpolo. Réðust á Kanadamenn Leopoldville, 18. ágúst. NTB-Reuter. SÞ-HEKINN, er stendur vörð Um flugvöllinn hér, fékk í kvöld fyrirskipanir um að skjóta ef nauðsynlegt væri. — Voru skipanir þessar hluti af Styrkir til kvenstúdenta KVENSTÚDENTAFÉLAG ÍSLANDS hefur ákveðið að veita tvo námsstyrki að upp- hæð kr. 7.000,00 - - sjö þúsund •— hvorn á næsta skólaári. Styrkurinn er ætlaður ísl. kvenstúdentum, sem leggja stund á nám við Háskóla ís- lands. Umsóknir skal senda form. félagsins, Ragnheiði Guð- mundsdóttur, Garðastræti 37,1 eða í pósthólf No. 80 — fyrir i 1. október næstk. Umsóknareyðublöð fást skrifstofu Háskóla íslands. .a Sex af smáríkjunum snnan SÞ stungu í dag upp á, að nýjar tilraunir yrðu gerðar til að ná samkomulagi um al- menna og algjöra lafvopnun und ír framkvæmanlegu, alþjóðlegtt eftirliti. Tillagan, sem lögð var fyrir afvopnumarnefnd SÞ, tók ekki fram hvert skyldi vera form þessara tilrauna, en mælti með því, að allsherjarþingið takj afvopnunarmálið til alvar- fegrar athugunar. öryggisráðstöfunum þeim, sem teknar voru upp eftir alvár- Icgan atburð er gerðist daginn. Var hann með þeim hætti, Kongóhermenn réðust að kan- adiskum hermönnum úr liði SÞ er þarna voru við varð- gæzlu, slógu niður kanadiskan herforingja og létu hermenn hans leggjast á jörðina með- an þeir rannsökuðu hann. — Hermönnum SÞ, sem mestmegn is eru frá Afríkulöndum, var síðar í dag skipað að hefja skotgrafagröft þar. Við hlið hans var sett upp skilti, þar sem segir, að hér eftir fái eng ir óviðkomandi að bera vopn eða skotfæri inn á flugvöllinn. Er lögreglunni, er þar stendur vörð, skipað að framkvæma skipun þessa með valdi, ef á þarf að halda. SÞ-liðsforingi var spurður hvað gert yrði, ef kongóskir hermenn reyndu að brjótast gegnum flugvallarhlið ið og svaraði hann því til, að þeir myndu þá skjóta. >WWWWWWMWWWIWWWW NÝR GERFl HNÖTTUR NeW YORK, 18. ágúst. — Bandiaríkjamenn sendu upp nýtt gervitungl í dag, Discoverer 14. Tókst skot það vel. Reynt verður á rnorgun að ná hylki úr gervihnettinuin. — Takist það mun hylkið koma niður í grennd við Hawaii. I síðustu viku sendu Biandaríkjamenn upp gerfi tungl og tókst þá að ná hylki úr því til jarðar. mMwwwwwwwww Fundur í öryggis- ráðinu um helgina? New York, 18. ágúst. | NTB-Reuter. MIKIÐ var um að vera í aðalstöðvum SÞ í New York í dag vegna væntanlegs fundar Öryggisráðsins um Kongómál- íð. Eins og kunnugt er af frétt tim, mun Öryggisráðið að þessu sinni fjalla um ágreininginn á milli Hammarskjölds aðalfor- stjóra SÞ, og Lumumba, for- sætisráðherra Kongó. Er sá á- greiningur, sem kunnugt er, um túlkun á samþykktum Ör- yggisráðsins. Forseti Ör\’ggis- ráðsins, Berand, hefur skýrt frá því, að mjög líklegt sé að ráðið komi saman nú um helg ina. Ýmsir eru þó á því, að HÖLDIN í-áðið verði kallað saman síðar en sendinefnd Kongóstjórnar kemur til New York á föst'u- dagskvöld. Aðalritari SÞ átti í dag tal við forseta Öryggis- ráðsins, en í gærkvöldi átti hann tal við ýmsa hlutlausa fulltrúa Afríkuríkja um það hvenær ráðið skyldi koma sam an, þar sem þessi ríki hafa lát ið í ljósi ósk um að það komi ekki saman fyrr en gefizt hef- ur tóm til að ræða þessi mál við væntanlega sendinefnd Kon góstjórnarinnar. Utanríkisráð- herra Kanada, Howard Green, mun eiga samtal við Hammar- skjöld í kvöld um hinn alvar- lega atburð á flugvellinum í Leopoldville. RETTARHOLDIN í máli bandaríska flugmannsins Francis Powers héldu áfram í gær meS nákvæmri yfirheyrzlu um tæknileg atriði. Ennfrem- ur hófust vitnaleiðslur. Powers svaraði spurningu, er að honum var beint, að hann þættist nú hafa gert þjóð sinni hið mesta ógagn með flugi sínu yfir Sovétríkjunum 1. maí og iðraðist hann þess sáran. Lagðj, hann margsinnis áherzlu á það, að verkefni hans hefði verið að fljúga hinum flóknasta farkosti með alls kyns tækjum, er unnu næstum ein, án þess að hann kæmi_ þar nærri. Powers sagði í gær, að stjórn Pakistan hefði verið kunnugt um atferli U-2 flugvélanna, — bæði í fyrra og eins í ár, og sennilega samþykkt það, en ekki kvaðst hann ætla, að hún hefði vitað ,af eða gefið leyfi til flugs þess er hann fór 1: maí. Kvaðst hann hafa átt að fljúga frá Plakawar í Pakistán til Bodö í Noregi yfir ákveðna staði í Sovétríkjunum. Hann játaði að hafa brotið .alþjóða- lög með flugi sínu, en kvaðst aðeins hafa verið að fram- kvæma fyrirskipanir. Hefði toppfundurinn alls ekki verið í huga hans á fluginu. Spurningu verjanda síns þar að lútandi svaraði Powers svo, að við undirskrift ráðn- ingarsamnings síns hefði sér ekki verið kunnugt um að hann ætti að fljúga yfir sovézkt land og hefði hann ekki feng- ið að vita það fyrr en 5—6’ mánuðum síðar. Power var' spurður hví hann hefði ekki haldið radíósambandi við flug völlinn, sem hann lagði upp frá og sagði hann þá, að loft- skeytatækin í flugvélinni hefðu | ekki verið nægilega lanr*-' dræg, en jafnvel þótt hanr. hefði getað notað þau, hefði1 hann ekki gert það, því að þá kynnu Rússar að hafa | komizt á snoðir um hann. — j Dómsforsetinn spurði um til- j gang flugsins. Powers kvaðst hafa ástæðu til að ætla, að afla hefði átt upplýsinga um Sovétríkin. Þýðingarmikið væri að staðsetja og skrá flug skeytastöðvar Rússa. , Ekki kvaðst Powers þó hafa vitað .ná kvæmlega, hvaða upplýsingum vélarnar í flugvél hans mjmdiá safna. Verjandi Powers sagði við fjölskyldu hans í dag, að hana hefði von um að rétturinn 1 sýndi mildi í dómi sínum. —« Powers var í dag jafn skýr í hugsun og hann var í gær, og j hann svaraði spurningum verj J anda síns og dómara. Hanm , hiustaði á vitnisburð bænd,- anna er höfðu fundið hann, í J nokkrum tilfellum var hann I Framhald á 14. síðu. Manntjón alli á N-S Madrid, 18. ágúst. NTB-Reuter. TUTTUGU og einn maður týndi lífinu í dag, er vatns- flóð sprengdi stíflu raforku- vers við námu eina ekki all- fjarri Santander á N-Spáni. Meðal þeirra er fórust voru ekkja ein og fjögur ungbörn, hjúkrunarkoiia námufélagsfi'n^ og verkstióri, er fórst, þegar bann reyndi að koma 18 mán- aða gamaíli dóttur sinni á ör- uggan stað. Mörg hrmdruð tonn af vatni og jarðvegi valt yfir þorpið og þurrkaði m. a. út sex íbúðar- hús. Er skriöu þessarif linnti loks, var vegrrinn að ráforku- stöðinni og rámunni þakinn jarðvegi metersþykkui-n. Á skrifstofu héraðsstjórans var I skýrt frá því, að bjöýgunar- | sveitirnar hefðu til þessp. fund: i ið sjö lík. Er björgunarstaríið 1 stórum erfiðara en e'ila' vegna hellirigningar. f Alþýðublaðið — 19. ágúst 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.