Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 13
mögulegt. Það er ekkert því til fyrirstöðu að leikurinn gerist á hafsbotni og leikend- urnir syndi fram og aftur um sviðið. (Einn þáttur leikrits- ins „Gosa“ sem ísl. brúðuleik- húsið sýnir um þessar mund- ir, fer fram á hafsbotni). Einn ig geta þeir hafið sig til flugs og flogið burt af leiksviðinu. (Þetta skeður líka í Gosa). Og það má jafnvel búast við því að leikendurnir séu hreinlega étnir af eldspúandi drekum eða öðrum kynjaskepnum. Hér eru hugmyndafluginu engin takmörk sett og öll und ur ævintýranna geta einnig gerzt á sviði brúðuleikhúss- ins. Það er þessi ævintýra- og ,,fantasíu“-blær, sem gerir brúðuleikhúsið svo heillandi. Sem tómstundaiðja er leik- brúðugerð ákaflega skemmti- leg, bæði á heimilum og í skólum. Erlendis eru skólarn- ir sem óðast að taka brúðu- leikhúsið í þjónustu sína. Vinna nemendur saman að leikbrúðugerð og getur hver og einn fundið verkefni við ÞÓTT undarlegt megi virð- a§t er brúðuleiklistin, Mario- nettu-leiklistin, okkur íslend- ingum að mestu leyti ókunn en í aldaraðir hefur hún verið skemmtun manna af öllum þjóðum. Brúðuleiklistin er alþjóð- leg, enginn veit um uppruna hennar, en frá örófi alda hef- ur hún verið í hávegum höfð í Asíu-löndum og margir telja hana jafngamla menningunni. í gröfum Forn-Egypta hafa fundizt leikbrúðuhausar úr leir. Grikkir og Rómverjar höfðu mikið dálæti á brúðu- leikhúsum til forna. Aristo- teles lýsir glæsileik grískra brúðuleikhúsa í ritum sínum, og Archimedes var leikinn í að fara með leikbrúður og mikill aðdáandi þeirra. En það var ekki fyrr en á miðöldum, sem þessi listgrein náði útbreiðslu í Evrópu. Þá fór Kaþólska kirkjan að sýna helgileiki með leikbrúðum (Marionettum) á stórhátíðum kirkjunnar. Það var heilagur Franz frá Assisi sem stóð fyrir þessum fyrstu leiksýningum, en þær urðu ákaflega vinsælar meðal almennings og talið að nafn- ið Marionetta — sem þýðir litla María — eigi raetur að rekja til þessara helgileikja kirkjunnar. Svo fór alþýðan að setja þjóðsögur sínar og ævintýr á svið brúðuleikhúsa, og þá var ekki Iaust við að Marionett- urnar breyttu um svip og há- tíðleikinn færi af þeim. Vin- sælastir urðu náungar eins og Polichenelle (Gosi), Punch og Kasper o. fl. Þetta voru glettnir, hrekkjóttir pörupilt- ar, sem skemmtu áhorfendum með skringilegum uppátækj- um, grófu orðbragði og hnittn um tilsvörum. Vinsældir brúðuleikhúsa fóru sívaxar.di. Listamenn í öllum lö.ndum sungu því lof og dýrð. Þýzka skáldið Göthe orti rm brúðuleikhús og fyi’ir það. Margrét Jónsdótti§ Björnsson: BÖRN OG FULLORÐNA inni. Með tilkomu kvikmynd- anna minnkaði gengi bn.iðu- leikhússins nokkuð, en nú á síðustu árum hefur vegur þess farið sívaxandi. Þess má geta, að norska skáldið Agnar Mykle (höf. Roðasteinsins) hefur ferðast um Noreg með brúðuleikhús og sýnt leikrit, sem hann sem- ur upp úr norskum ævintýr- um, einnig hefur hann, ásamt konu sinni, Jane, skrifað mjög skemmtilega kennslu- bók í leikbrúðugerð, sem heit- ir „Dukketeatre." Annað norskt skáld, Thor- björn Egner (höf. Karde- mommubæjar) hefur samið og sýnt brúðuleikrit víða um Noreg. Kvikmyndasnillingur- inn Ingmar Bergmann fékkst við leikbrúður á yngri árum. Nú á tímum kvikmyndav útvarps og sjónvarps; hafa kennarar og sálfræðingar kom Eíri mynd: Brúðuleiksvið, sem Margrét hefur komið upp á ist að raun um að brúðuleik- heimili sínu. — Neðri mynd: Margrét með eina af brúðum sLnum. hús er einhver hollasta og' (Ljósm, Alþbl.: GG.) Æichelangelo gerði upp- stti að brúðuhausum og lit-- rum klæðum þeirra. >agt er að Shakespeare hafr ifað leikritið Jónsmessu- turdraum fyrir brúðuleik- . ~ ••"•"íi-.tífSte' :. C. Andersen hafði mikið eti á því. Byron lavarður, itole France, Bernhard w, Oscar Wilde, Ibsen og gir fleiri heimsþekktir V* v 11 ft-i 11 o i VI i - bezta skemmtun barna og unglinga. Allir vita hve börn eru sólgin í að heyra sögur og ævintýr, — í brúðuleikhúsinu fá þau að sjá ævintýrin gerast. Brúðuleikhúsið er oft nefnt leikhúsið þar sem ekkert er ómögulegt, en allt getur skeð. Þar er hægt að sýna hin furðu legustu ævintýr og leikendur þess geta gert margt, sem leik endum af holdi og blóði er ó- sitt hæfi. Einn gerir brúðurn- ar, annar saumar föt á þser, þriðji smíðar leikhúsið, fjói'ði semur leikrit o. s. frv. Þar eru verkefnin óþrjótandi og allir geta verið þátttakendur. Síð- an sýna nemendur leikrit sín undir stjórn kennara. Þetta er mjög þroskandi fyrir börnin og ýtir undir sköpunargleði þeirra. Oft eru þessar brúður barnanna hreinustu listaverk og leikritin sem þau semja einnig. íslenzkar þjóðsögur og æv- intýri eru vissulega heillandi efni fyrir brúðuleikhús. Þar •; er hægt að sýna huldufólkið okkar og álfana, hin ferleg- ustu tröll og óvætti, Skottur og Móra, yfirleitt allar þær kynjaverur, sem ævintýrin segja frá. Leikbrúður eru aðallega tvenns konar: strengjabrúður og handbrúður. Handbrúðurnar eru miklu auðveldari í meðförum og oft- ast notaðar af byrjendum. Þær þurfa ekki nauðsynlega sérstakt leiksvið, nóg er að höndin með brúðunni á sé rétt upp fyrir borðrönd, leikand- inn liggur þá á hnjánum svo að hann sjáist ekki sjálfur, teygir aðeins hendurnar upp. Oft er því þannig farið að eft- ir því sem leikbrúðan er ein- faldari að allri gerð, því meira gaman hafa börnin af henni. Hver sem vill getur sannprófað þetta sjálfur. Takið stóra kartöflu, gerið í hana djúpa holu með mjóum vasahníf eða skærum, sting- ið síðan vísifingri í holuna, þannig að kartaflan sitji vel föst og falli að hnúanum (ekki niður fyrir hann).Síðan sting- ið þér tveim teiknibólum í kartöfluna og hafið fvrir augu, þá hafið þér brúðuhaus- inn. Nú takið þér mislita tusku á stærð við vasaklút, klippið á hana 3 smágöt ná- lægt miðju, út um eitt gatið stingið þér vísifingrinum, áð- ur en þér setjið kartöfluhaus- inn á hann, út um hin 2 sting- ið þér þumalfingri og löngu- töng (það eru hendur leik- brúðunnar). og nú hafið þér eignast yðar fyrstu hand- brúðu. Kartöflubrúðan getur klappað saman höndunum — þér klappaið með þumalfingri og löngutöng. — Hún getur hneigt sig — þér sveigið úln- liðinn áfram, — hún getur hrist höfuðið, — þér hreyfið vísifingurinn til hliðanna. Þetta einfalda leikfang vek ur alltaf mikla gleði barna. Ef þér setjið svona brúðu á aðra hönd barnsins yðar og á hina sams konar brúðu, þar sem hausinn er gerður úr gul- rót eða sítrónu, þá hefur barn ið eignast leikfang, sem það getur unað við tímunum sam- an og er oft býsna spaugilegt að heyra það sem þær rœðast við, hún frú Kartafla og frök- en Gulrót. í austri og vestri nýtur brúðuleiklistin mikillar virð- ingar og vinsælda. Fyrir nokkru fóru banda- rískir útvarps- og sjónvarps- menn til Moskvu og áttu að taka upp efni fyrir amerískar sjónvarpsst. og af því merki- legasta í þeirri frægu borg. Fyrir valinu varð neðanjarð- arbrautin, Rauða torgið, Cirk- usinn og Brúðuleikhúsið. Marionetturnar eru einnig vinsælar í Bandaríkjunum í skólum, sjónvarpl og sem auglýsing f gluggum verzlim- arfyrirtækja. Þar eru árlega Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 19. ágúst 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.