Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 19.08.1960, Blaðsíða 16
ADEN, „púns- kolla djöfulsins" BORGIN Aden er kunn úr sögum og sögnum frá Arab- íu og Rauðahafi. Hún liggur á nöktum skaga við mynni Rauðahafs, hvítleit eins og suðrænar borgir, ber í gul- íeitar klettaauðnir, byggð í krika inn í hálendið, og sá kriki er löngu útbrunninn eldgígur, sem hafið hefur að nokkru brotizt inn í, svo að hann er hálfur af sjó. Við þann flóa, sem þannig hefur myndazt, stendur borgin. Það, sem gerir borgina fræga, er hversu vel hún liggur við verzlun og sam- göngum, einkum eftir að Súezskurðurinn var opnað- ur. Þar 'er líka alþjóðlegur flugvöllur, sem mikil um- ferð er um. Borgin er víðfræg fyrir, hvernig loftslag ríkir þar. Bretar, sem tóku borgina og umhverfi hennar 1839, kalla hana „púnskollu djöfulsins“. Meðal hitinn er þar 28 stig á Celsius, og úrkoman mjög lítil. ALLUR ÁLIKA BJÓR LONDON, (UPI). — Brezkur bjór er allur svipaður að gæðum, segir brezka neyt- endasambandið. Blað þess, „Which?“ hefur látið greina helztu öltegundir á markaðn- um og komizt að þeirri niður- stöðu, að menn fái nokkurn veginn hið sama fyrir pen- ingana, hvaða tegund sem menn drekki. Rannsóknin snerist um „upphaflega þyngd“ (hlutfall- ið milli hráefna og vatns), á- fengismagn og magn f flösk- um og dósum. Áfengismagnið reyndist vera 2,4 til 8,4%, eftir því hvers konar bjór um var að ræða. Upphafleg þyngd reynd ist vera nokkuð jöfn í öllum tegundum mismunandi teg- unda bjórs En þessi vísbending til bjór þambara mistókst í einu at- riði: það var viðurkennt, að flestir bjórþambarar veldu sér tegundir samkvæmt smekk, og það er engin vís- indaleg aðferð til til að mæla með smekk. Þeir komust hins vegar að éinni niðurstöðu, sem allir bjórþambarar munu ánægðir með, án tillits til smekks: Líta má á bjór sem fæðu, þar eð í honum er að finna 200 til 300 hitaeiningar í hverjum potti, um það bil tíundi. hlutinn a£ hitaeiningaþörf manns á dag, auk þess sem þar finnst líka B-fjörefni. ÚRSLITALEIKUR fór fram í gærkvöldi í II. fl. B milli Fram og Vals. Jafntefli varð, 2:2. BIKARKEPPNIN. - Þróttur, B-lið og Breiðablik, Kópavogi kepptu í gærkvöldi. Leikar fóru svo að Þróttur sigraði með 2 mörkum gegn 1. geti forðast háskann. Hafíssveitin var stofnuð af fjórtán siglingaþjóðum 1914, tveimur árum eftir Ti- tanic-slysið, sem skelfdi fólk um allan heim. En strand- gæzla Bandaríkjanna annast reksturinn. Meðan hafíshætt an er mest, frá apríl til júní, eru höfuðstöðvar sveitarinn- ar í Argentia í Nýfundna- landi, en annars í Woods Hole. Lítið hefur verið um ís 1960, en 1959 var erfitt ár. Venjulega eru skráðir 100 hættulegir jakar í meðalári. borgarís, sem relcur Iangt suður í haf áður en hann bráðnar. Reynt var 1959 að varpa sprengjum yfir ísinn til að hraða því að hann bráðnaði. Þessum tilraunum var hald- ið áfram í ár og einnig reyndar hitasprengingar og bræðslueiginleikar reyk- svertu. Samkvæmt áliti yfirmanns sveitarinnar hafa allar þess- ar aðferðir reynzt — þ*í miður — jafn árangurslaus- ar. Enn er eina vörnin að fylgjast með reki íssins og láta sæfara vita, svo að þeir V/OODS HOLE, Mass. USA. — Vísindamenn, sem til- heyra alþjóðlegu hafíssveit- inni eru nú að athuga árang- urinn af þriggja ára tilraun- um, sem að því miða að hraða því að borgarís bráðni, svo að siglingaleiðir á Norð- ur-Atlantshafi verði trygg- ari fram eftir vorinu. Á liverju vori er von á ís- hrafli á siglingaleiðum vest- an til á Atlantshafi, undan ströndum Nýfundnalands, þar sem Titanic fórst forð- um, sem flesíir muna, Inn- an um ísinn er talsvert af Hvernig er hægt að láta hafís bráðna fljótt?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.