Lýður - 03.10.1888, Side 1

Lýður - 03.10.1888, Side 1
'25 arkir af blaðnm kosta 2 kr., crlendis 2,50kr.Borgist fyrirframtil útsölumanna. Auglýsingar teknar fyrir 2 aura hvert orð, 15 staíir írekast, affeitu letri 3 au., ‘óu stóruletri 5 au.; borgist fyrirfram. j Y Ð U E líitgjörðir, frjettir og auglýsingar sendist ritstjóranum. . Aðalútsölumenn: Arni Pétursson ' og Björn Jónsson á Oddeyri. 2. hlað. Akureyri 3. október 1888. 1. úr. Hagur og liorfur pjóðar vorrar. J>egar vér nefnum þjóð vora til þess að minnast á hvað til hennar friðar helzt muni heyra, gjörum vér ráð fyrir skynsömum lesendum og svo réttsýnum, eða frjálslyndum, að peir poli að lesa saDnleikann, eins og vér skiljum hann, og kjósi heldur einurð af vorri hendi en fagurgala og meti meira sannfæringu og góða yidleitni heldur eu það, að vér fylgjum fjöldanum, i stað þess að segja eitthvað nýtt eða setja út á, og það afdráttarlaust, hvað helzt, sem vér ætlumvera illt, ósatt, hálf-satt eða hættulegt fyrir land og lýð. Vinur er sá eini, sem til vamms segir. Vér skulum þá hefja máls á því, að vér viðurkennum nokkrar, ef til vill töluverðar, framfarir þjóðar vorrar í þekk- ingu, þó alls ek.ki miklar, né heldur nema í nokkrum hér- uðum og í sumum stéttum. Skólar þeir. sem eru upp að spretta, eins og Dýgræðingur á vori, (samfara allsherjar til- sögn þeirri, sem börnum er nú veitt), þcir eru aðalfram- förin, að vorri ætlun,x og vísir mikils vaxtar ef rétt er með- farið. En allar vorar nýju menntastofnanir eru enn þá ung- plöntur, sem eiga meira og minna langt í land þangað til þær geta orðið að fullgilduin fóðurjurtum. þarnæst er að nefna hið stjórnlega ástand og „þjóðviljann11, eða sem vér heldur nefnum: almenningsálitlð. Vér viljuin fegnir trúa — þó vér ekki sjáum — að hér séu framfarir orðnar, segjum, hin síðustu 14 ár. Hvað stjórn vora snertir, skulum vér nú 1 þetta -sinn gefa hinum blöðurn laudsins orðið — einasta skulum vér segja, að þau blöð, eða ef einhver blöð eða blaða- og frelsismenn, vilja kenna alþýðu vorri þann lær- dóm, að allt illt og öfugt á landi hér sé eingöngu eða jafn- vel mestmegnis að kenna stjórninni eða hinu danska sam- bandi voru, þá sé sú kenning bæði röng og skaðleg. í pólitik, sem öðrum landsmálum liggja orsakir þess illa ekki á einum stað, heldur á mörgi^m stöðum. Hinn lakasti galli á stefnu og anda flestra vorra blaða, einkum nú í nokkur ár, liefir oss sí og æ og daglega íundist vera ei nstreng ings- legt þjóðdramb og af því leiðandihlutdrægni við stjórn þá, sem í rauninni vill oss vel, þó ónóg og óeðlileg sé i ýms- um málum. En þessi andi, sem menn kalla liinn eina og 'sanna sjálfsmenningaranda, þessi andi er bæði óskynsamlegur og ókristilegur. Vér, sem eigum að leiða þjóðina, vér eigum ekki að spana hana upp til ofsa og ofmetnaðar, til kulda og hlutdrægni, vér eigum ekki að kenna lienni eingöngu að trúa á mátt sinn og megin og ótakmarkaðar réttarkröfur. Mátt- ur og réttur þjóðanna liggur í brjósti þeirra, viti, trú og viljakrapti þeirra, miklu fremur en í höndum þeirra, sem stýra lögum eða jafnvel þeirra, sem setja lög. Eramfarir vorar siðastliðið ár í pólitisku tilliti, að þvi er vizku og réttvísi snert- ir, frjálslyndi, mannúð og sanna menningu, ætlum vér oflitlar vera. Almenningsálitið hefir þessi ár verið mjög mis- jafnlega leitt, og verður nú trauðlega leitt á réttari rekspöl fyrst um sinn, nema nýr andi birtist í vorri pólitík — sjálfs- prófandi, auðmjúkari, stilltari, hlýrri andi, andi, sem miður er blindur í sjálfra vor sök, andi sem sér, það sem margir vorir upplýstustu menn hafa séð fyrir löngu, að metnaður og kapp er bezt með forsjá, og að oss ríður ekki minna á en Hfið að efla frið og samheldi í landinu, en forðast allan ofsa, skrum og skvaldur. Og nú kemur hinn eiginlegi hag- ur vorrar þjóðar — vor eína- og atvinnuhagur. Hagur vor og allar horfur hefir utn hríð verið sá, og er enn, þótt lítið sýnist skána um stund — að nálega, gjörvallur þjóðbú- skapur vor xnátti heita kominn á höfuðið. Menn eða blöð, sem aldrei sjá, eða neita að sjá, neyð og bágindi hræðra sinna eiga hér ekki atkvæðisrétt. Eptir hálft annað góðæri sýnir nú þessi hagur sig. Skoði menn hann, dæmi menn sjálfir! Hvað liður landssjöðnum ? Verður ekki að fá nýja skatta til að verja hann skuldum? Hvað líður viðlagasjóðnum? Er hann ekki bundinn, eða honum eytt, er minnst varir? Hvað liður verzlaninni? Er hún ekki í svo miklu ólagi, að engin verzl- unarstétt er í landinu — beinlínis engu öðru að kenna ön ó- lagi og örbirgð landsmanna sjálfra. — Og öll þjóðin! Er hún ekki fjötruð afskuldum? Hvað líður sveitaþyngslunum? Eru þau ekki víða það okið, sem næst hafísnum, rekur fólk- ið þúsundum saman úr landinu? Að stjórnin, hversu óhentug sem hún kann að vera, hati rekið nokkurn mann burt af ís- landi, ætlum vér að sé ósannað mál. Um landbúnað og iðn- að liefir einn hinn búfróðasti maður íslands nýlega sagt: að ástaudið í landi voru muni aldrei hafa aumara verið síðan eptir móðuharðindin. Og þá er eptir að spyrja um framfarir vorar í trú ogsiðgæði, en með því þetta er veraldlegt blað, og ekki er unnt að breifa við því efni, hvort heldur er, í landi, sem okkert kristindómsblað á, skulum vér sleppa því efni. J>ó má spyrja: hvar sjást framfarahreifingar í kirkju- málum vorum? Jú, fríkirkjan fyrir austan, verður svarað og það er satt, sú hreifing er betri en ekki,' en hún er upp- haflega framkomin af stjórnlegri hvöt, en ekki, svo vér vitum til, runnin af trúarlegri rót. Yfir höfuð má spyrja: hvað líð- ur andlegu lífi þjóðar vorrar, hvað hennar eyrð og kjarki, hvað heunar framförum í sönnu siðgæði? Hvað líður trú- meímsku ög haldinyrði eða viðskiptatrausti? Eptir því sem unnt er um að dæma ætlum vér, að hin fyllsta ástæða væri til, að benda á framfaraskort í þessum efnum, að heldur ekki í þeim veittiaf fundutn og samtökum, samfara ströngu eptir- liti og alvarlegum áminningum þjóðarinnar leiðandi manna — auk klerka og kennimanna, því þeirra rödd á vorum tím- um er alls eigi einhlýt, því allt kirkjulegt hjá oss hefir eins og „fæðingarhríðir og þráir frelsi", þráirreform. Jú, nálega er allt hjá oss í bágbornu eða öfugu ástandi, nálega í öllum efnum tilkemur oss bligðun vors andlitis. Eða — ef það skyldi reynast sannara — að slá sökinni uppá stjórnina! Nei og aptur nei! hversu sek sem hún er, getum vér það ekki, enda væri það lítil bót, þótt vér gætum það, því minnst gæti h ú n bætt úr voru böli. Engin stjórn breytir, eins og menn vita náttúrukröptum og höfuðskepnum, og þó vér slepp- um að spyrja um það, að hve miklu leiti fullkomið stjórnar- fyrirkomulag verki á framfarir þjóðanna, og játum að þess á- hrif hljóti að vera mikil og góð, þá er hitt víst, að stjórn- frelsi og hin beztu landslög verður þó aldrei nema einn lið- ur og atriði þeirra hluta, sem í sameiningu endurreisa þjóð- irnar og beina þeim og marka nýja framfarabraut. A Eng- landi, Frakklandi, í Bandaríkjunum mætti segja, að það var ekki bezta, heldur hin versta stjórn, sem benti þeirra landa pjóðum á frelsis og framfaraveginn. En þær þjóðir voru miklar og sterkar, og lönd þeirra einhver bezt sett í heimi og hvorki eldgosa né hafíslönd. Nú er spursmálið þetta: A íslandi framtíð í vændum? Og annað spursmál: A þjóð vor framtíð eða framfaratíð fyrir höndum? Hér gildir: „Lít- ið sjáum aptur, og ekki fram“. Hvort landið sjálft heldur lengi horfi sem byggilegt, getur enginn fullyrt, nema hvað reynslan hefir sýnt, að í eldgosa og hafísaárum er öll lands- ins byggð í dauðans greipum, svo vér þekkjum ekki nokk- urt byggt land í heimi, sem talið getur fleiri eymdar- og hallærisár en vort land, ekkert land þar sem að tiltölu jafn títt og jafn margt fólk og fé hefir fallið fyrir hungri og fári. Og þó er annað enn ógurlegra. Hvort hafísinn — eins og

x

Lýður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.