Lýður - 17.10.1888, Blaðsíða 2

Lýður - 17.10.1888, Blaðsíða 2
•og siindurgerð íöllu meðan vel gekk, ke pp n i n h é lzt og n ægti rna r en tust. I góðri tíð safna flestir menn mestum skuldum ; á góðum árum gleyma flestir þeirri lífsreglu að miða eyðslu sína við orku og tekjur; á góðu árunum þola fæstir mácið, og mi ð óstandinu vex vafsið (Svindieri), svik og prettir. Eitt er alveg víst á góðu árnnum fjölga hinir •stóru ,.svindlarar“ púsundum saman, og bæði peirra fébrögð og peirra hrun dregur hinn mesta sæg manna með sér niður í vafs ogvanræði. Skemmtiferð um þingeyjarsýslu. Erá Asbirgi riðum við um kvöldid og komum um nótt- ina að Svínadal; liugðum við að á þar vel hestum okkar undir hinn langa vatns-Pg graslausa áfanga yfir Mývatnsörævi. Fólk Var í svefni og bær ekki stórhýstur, en þó þokkalegur, og lögðumst við til svefns í heyhlöðu. Hafa slíkit svefnskál- ar fyr verið notaðir at ferðamönnum á voru landi, og mörg- urn orðið gott af, setn ferðlúnir hafa verið, og eins fór fyrir olckur. Um morgunin fengum við góðan beina hjá hinugest- risna og alúðlega fólki, sem þar hýr. Tveir hlutir nýbreyti- legir mættu okkur þar. Annar var sá, að þegar ég gekk upp að baðstofuglugganum til að guða, sat þar svartur fugl á veggnnm og varð mér bylt við, nam staðar og sá að það var krummi og heldur tortryggilegur og forn til að sjá í dimtn- unni. En brátt kom upp hið sanna, að það var alihrafn og var hann orðinn all-margkunnandi, þó ónumda ætti hann hœverskuna við gesti. Annað nýstárlegt þar var nafn eins barn- anna á bænum það var sveinbarn á 3. ári, sem hét Á (l.staf- ur stalrófsins). Langaði mig mjög til að mega laga eða lengja náfn hans, þó ekki væri nema m ð einu i-i, því Ai mætti vel vera íslenzkt nafn, en við nafnið A er erfitt að sætta sig Ættu menn að gæta sín, ef menn vilja hafa ný eða fánefnd nöfn, að taka hvorki kynlaus orð eða meiningarlaus eða að öðru fjarstæð. Annars er töluvert meiri sundurgerð méð nöfn hér nörðanlands en á suður- og vesturlandi, og fjöldi manna heitir hér meira en einu nafni. Aður en við lögð- um upp frá Svínadal varð allmikil leit úr tveimur hestum okkar; fundust þeir um síðir þar sem þeir höfðn lent í sjálf- heldu og stóðu og biðu sinnar lausnar. Að týna hestum sín- um í eða við óbyggðir er ein hin sárasta raun ferðamanna. Án hests síns er maðurinn eins og hálmstrá, ef hann er alls- laus í auðnuin staddur; þá er ekki líf mannsins líf hestsins heldur öfugt. Hesturinn er hið göíugasta dýr, sem Guð hefir skapað, og á hann hina fyllstu kröfu til elsku mannsins og virðingar. það mætti semja ótal bækur um afreksverk og á- gæti hesta, og hetjuljóð mætti kveða fullt eins vel um suma hesta setn um suma kongsyni eða kappa. En nú skal ég lýsa landsháttum. Leiðin upp frá Asbirgi að Svínadal liggur yfir smáhækkandi skógi vaxna heiði frain undir hálfa þing- mannaleið og er enginn bær á milli. J>egar uppeptir kemur liggnr vegurinn með Jökulsa, sem fellur fram beina leið gegnum eintóin og óslítandi stórgljúfur, Sumstaðar tegjast hamrar og strókar upp úr gljúfurbörmunum; er það allt stuðlabjörg og lögunin svo margbreytt að ekki er hægt að lýsa. Einkum eru hinir svo nefndu Hljóðaklettar mjög fárán- legir til að sjá, glórði í þá hinumeginn í rökkrinu, þegar við riðum vestanvert upp með ánni, Jeg reið þá fyrir og fór mjer ekki að verða um sel, er hvurt tröllið sýndist bera við annað; efafiaust hefði Tyrkinn ekki þurft meira til að snúa undan en slíkar sjónhverfingar. Erá Svínadal stefnduin við upp að Dettifossi, og er það á að geta hálf þriðja míla veg- ar. Er helmingur þeirrar leiðar eitthvert hið fegursta heiðar- land, sem ég hefi séð: skógar, smádalir, blómsturlautir og bunulækir. Lækirnir renna þvert í ána með ótal smáfossum, skóg- og blómvöxnum hólmuin og bökkum, og þó hver laut- in annari ólík. En hve lengivar Adam í Paradís? þegar minnst varði vorum við komin uppá gróðurlaus örævi með holtum, urðum, leirdrögum, og mosaþembum. Dregur þá bráðum að hinum mikla gljúfrabúa, og þá blasa við austur- og suður örævin og fjallasýn hringinn í luing, nema opið á Axarfirði beint í norðri. Yeður var bjart en á- kaflega heitt. Loks sáuin við reyk mikinn austur til árinnar og spölkorn frá veginum (eða vegleysunni), og kallaði þá fylgd- armaðurinn: „þarna er fossinn! ‘ Kiðum við þá í sanddæld skamt frá ánni, bundum þar hestana og gengum að ánni. Var þar yfir tvo stuðlabergshryggi að fara unz við komum á sjálfan árbakkann og sáum í fossinn Var þar hjalli niðri grasivaxinn nokkrum föðmum neðar en fossinn. Fórum við þar niður og varð þá ekki lengra komizt. Stóðum við þar um stund í þéttri rigningn (úr fossinuin)og horfðum ýmist framaná fossinn eða niður í hinn sjóðandi-kalda heljar-hver undir fótum okkar. Að lýsa fossi þessum 1 óbundnu máli borgar ekki ómakið, enda vísa jeg þeim sein vilja til bókar Kálunds. Hann er 2 til 3 hundruð feta hár og liæstur og vatnsmestur al.’ra fossa á íshtndi, enda einhver mesti foss norðurálfunar. 1) e t t i f o s s. Beint af hengilbergi byltast geysiföll, Flyksu-fax með ergi fossa- hristir -tröll; Hendist liádunandi hamslaus iðufeikn. :,:Undrast þig minn andi, almættisins teikn:,:! Skjálfa fjallsins fætur, fiýr allt veikt og kvikt, Tröllið, trú’ ég grætur, tárin falla þykkt. Fijnbul-gröf sér grefur gýgur römm og djúp, :,:öldnum ægi vefur örlaga sinna hjúp Geysa, fossinn forni, finndu loks þitt haf; |>ótt ei tárin þorni þarftu ei betra traf. J>ó af þínum skalla þessi dynji sjár, ;,:Finnst mér meir ef falla fáein ungbarnstár :,: Hert þig, Heljar-Bleikur, hræða skaltu’ ei mig: Guðdóms geislinu leikur, gyllir sjálfan þig! Fagri friðarbogi, felldu storm og bál! Lýstú, sólarlogi! Lypt þú minni sál! :,: Hirðing á sjófangi við Eyjafjörð. A döguuum var þess getið í sumum sunnanblöðunum. að bezti afli væri þá á Eyjafirði. jþessar fréttir hafa nú verið ónákvæmar. Fiskiafli hér á Eyjafirði í sumar heíir lítill verið, og fjarri því að þeir fáu, sem hann stnnduðu, hafi haft hag af honum, segjum til liálfs við það, ef þeir liefðu fengið kaupavinnu í sveitum; eru þeir menn til, sem segjast aldrei á þessu sumri hafa fengið meira úr sjó af fiski en einna kr. hlut á dag. Eins og betur fer, stunda hér og sárfáir fiskiveiðar umsláttinn, og munar þá minnstu alm6nning, livor j'eytingur fæst hér af stútungsfiski eða minna. Aptur stunda menn hér vor og einkum haust þorskveiði til stórmuna, og. skiptir iá miklu um aflabrögðin, og einkum — hvernig með aflann er farið. J>að er mjög vítavert hvernigsjóföng hér við íjörðinn eru illa notuð og hirt. Einn maður kvaðst hafa litið svo til, að þrír fjórðu hlutir af fiskiaflanum færi hér til ónýtis. jpetta er vonandi að sé orðum aukið, en al- kuunugt er það, að hér út i firðinum hirða menn hvorki höf- uð né sundmaga, og því síður bein eða slor, En því skyldi ekki þetta vera hirt? Vita menn ekki, að á höfðunum er matur, og að sundmagi er einhver liin bezta vara? Eða hafa menn ekki tima til að geta gjört sér raslc og slor að arði og ábata? Eða hafa menn ekki í öllum veiðiplássum nóga fá- tæklinga til að hirða þessa liluti, þótt sjómenn sjálfir komist stundum ekki til þess? |>essi ómennskuháttur má ekki líðast lenjur, og það í plássi, þar sem annars býr eitthvert hið mesta dugnaðarfólk á þessu landi við sjósóknir? |>að er ekki nóg að hafa þrek og karlmennsku til að herja á hákarlinn

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.