Lýður - 12.12.1888, Síða 1

Lýður - 12.12.1888, Síða 1
10 LO 5 aikir aí blaðinu kosta 2 kr., erlendis jbOki'.Borgist fytirfram til útsölumanna. Áuglvsingar teknar fyrir 2 aura hvert orð', Í.5 stáfir frekast, af feitu fetri 3 au., en stóruletri 6 au.: borgist fyrirfrain. Y Ð U R Ritgjörðir, frjettir og auglýsingar sendist ritstjóranum. Aðalútsölumenn: Arni Pétursson og Björn Jónsson á Oddeyri. 7. blað. Akureyri 12. desember 1888. 1. ár. Iðjusemi og iðjuleysi. Iðjusemi pykir aldrei oflofuð, og iðjuleysi of mjög last- að. ]?ó er pess að gæta, að iðjusemi er pví að eins lofs- verð, að pað sé lofsvert eður nýtilegt, sem iðjað er. Marg- ir eru iðjusamir við að fullnægja fýstnum sinum og girnd- um peim, er illar eru, og er sú iðjusemi eigi lofsverð. I rauninni getur maðurinn ekki verið alveg iðjulaus í orðsins eiginlegum skilningi- Hann er svo gjörður, að hann lflýt- ur, að hafast eitthvað að, sjálfrátt eða ósjálfrátt; en satt er pað, að þessi iðja er opt ósýnileg, og af Jieim rökum köll- um vér pann iðjulausan, sem vér eigi sjáum hafast neitt að. Hér verður sem optast, að vér villumst af því að vér dæm- um eptir sjóninni einni saman. Skoðunin verður einstreng- ingsleg og pá dómurinn einnig. Yér segjum um velmegandi bónda, sem hvorki hirðir skepnur, rær til fiskjar, né gengur að slætti eða á við önn- ur jarðarverk með húskörlum sínnm, að hann sé iðjulaus og jafnvel latur, og pó er vinna hans þarfari búinu og arð- samari en h.vprutveggja húskarla hans. Hvað gjörir hann pá? les hann eða ritar? Nei. En hvað gjörir hann pá ? Hann lætur búið ganga vel. |>etta sést opt berlega við fráfall hans. Bú pað er stóð með blóma, meðan bans naut við, fer allt í mola, pegar liann fellur frá, og pó er sýui- lega eins mikið unnið. Hvernig víkur þessu við ? Bóndinn kugsaði, og hann lét aðra framkvæma hugsanir sínar. Hefði hann unuið sjálfur, aru allar líkur til að hann hefði eigi liaft jafnmikið tóm til að hugsa. I embættismenn vora er opt hnjóðað fyrir pað, að þeir gjöri ekkert, sé svo latir að peir komi engu í verlc. „Af hverju kemur kvefið og hóstinn? pað kernur af leti, og pvi er nú ver, enginn nennir að. afgreiða pöstinn, aldrei úr bólinu lireppstjórinn fer. Prófasturinn prédikar leti, með pípu amtmaður labbar um gólf, aldrei drattast faktor úr fleti fyr en klukkan orðin er tólf.“ J>etta er kall iðjuseminnar, sem alltaf er eitthvað að bjástra, smíða axarskapt, ef eigi annað, og er pað engan- vegiun lastandi. En alpýða kallar embættismenn opt iðjuleysingja og letingja, af pvi að liún þekkir ekki störf þeirraog hefir pauekki fyrir augum, þótt peir gjöri nokkur sýnileg verk, svo sem eru bréfaskriptir, reikningsfærsla, úrskurðir, dómar og fleira pesskonar. Ef petta á að fara vel úr hendi, parf pað töluverð millibil sýnilegrar vinnu, pað þarf umhugsun. Lestur er sjaldan kölluð vinná, nema hjá námsmönnum. Mörgum pykir hann óparfúr og tfmaeyðsla tóm hjá peim mönnum, sem lokið hafa prófi, nema pá pví aðeins, að peir riti svo og svo mikið jafnframt. Vér höfum pekkt menn sem hafa sa'gt: Sá eða sá var ómerkur maður, það lá okkert eptir hann. En árangurinn af lestri kemur eigi einungis fram i pví að rubba upp svo og svo miklu á prenti. Hann kemur einnig fram í proskun peirri og skyn- semi, sem sá, er les, beitir við verk sín. Vera má, að prestur liafi ekkert ritað, en árangur lestnrs hans kemur fram í ræðum lians og gjörir pær nytsamar fyrir tilhcyr- endur lians. Tilheyrendur hans eru lnð fyrsta og nán- asta verksvið lians* það er skvlda hans að láta pá fyrst verða aðnjötandi hans andlegu krapta, og pað er engurn unt að segja, hve langt leiða kunna „limar“ pess iðjuleysis- verks, er hann innrretir tilheyrendum sínum, pví að verk- unin lætur svo lítið yfir sér, að áhrif hennar dyljast full- komlega almenningi. Kennarinn hefir hinar sömu skyldur við lærisveina sína. Hann á fyrst að veita peim í ávöxtum tömstunda sinna, pað er, i hugsunum sínum og fræðslu, er hann hefir fengið í tómstundum sínum. Margir pessir menn vinna meira að menntun félagsbræðra sinna, en þeir sem fyll'a svo og svo margar arkir með prentsvertu, JDóm- arar gjöra parfara verk félagi sínu með pví efni að beita hugsun sinni, reynslu og mannþekking og skynsemi við dóma sína, en pótt peir stæðu allan daginn á höfði i kál- garði sínum. Svo er og að pví gætandi, að bæði likamlegt og andlegt verk, ef pað á að verðá gott, parf allmikillar hvildar, eða réttara sagt, vinnuskipíis. „Að flaustra er ekki að fiýta sér“, á við um marga vinnu. Vílji menn gjöra eitthvað vel, mega peir hvorki gjöra pað með ofmiklum á- kafa, eða ofmiklum hraða, pví að pað parf bæði umhugsun fyrirfram, og stöðuga skoðun eða dóm meðan pað er í smíðum. I almennu tali átti pað sér opt stað tim Björn gamla Gfunnlaugsson, að hann væri ekkert að gjöra. En eptir slíkt aðgjörðaleysi ritaði hann Njölu, eða reiknaði út gang himintungla. Margir munu meta skáld vor eptir vöxtum pess sem peir yrkja, og opt segja menn að peir séu iðjulaus- ir og latir, en pað last ætlum vér pá ekki eiga. Vér erum miklu hræddari um, að þeir hafi ekki haft nærri nógu rnikið ósýnilegt starf til undirbúnings kvæðum sínum. Æfi- ágrip manna, sern venjulega birtast hör, eiga og allmikinn pátt í þessum venjulegu dómum, pvi að par er aðeins re- gistur yfir sýnileg verk mannsins, og nokkur almenn orðtæki um dyggðir hans og mannkosti, sem bæði eiga við alla og engan, en persónulegri háttsemi og skoðun peirra er ekki lýst; lífsatriðum peirra er heldur eigi svo nákvæmlega lýst, að dæmd verði liáttsemi peirra eptir þeim. |>að er pví ætlun vor, að þeir menn láti eins mikið eptir sig, sem hafa beitt öllum sínum kröptum, hæði andlegum og líkamlegum) til að leysa sem bezt af hendi embættisskyldur sínar, eins og þeir, sem láta eptir sig ritsmíðar miklar, éða aðrar auðsæjar menjar starfa síns. Alls eigi er pað meining vor, að mótmæla iðjusemi, pví að hún er í álla staði lofsverð, né heldur viljum vér gjöra lítið úr pví, að menn láti eptir sig sýnilegan starfa. Eii siður er hætt við að petta hvottveggjá fái ekki viðúr- kenningu manna, heldur en hitt, að mönnum sé hrugðið um iðjuleysi og ónytjungsskap , pótt þeir alls ekki eigi pað skilið. Vér höfum að eins viijáð benda mönnum á, að líta íi fleira en pað sýnilega eitt, ef þeir vilja par dæma réttan dóm, sém peir opt dæma rangan. GríM’fi'. Séra Páll sál. Sigurðsson (frá Gaulverjarbæ). Eptir M. J. (Niðurl.) Séra Páll var bóndason úr Vatnsdal í Húnnvatnssýslu — péirri sýslu, sem auðugust virðist á landi voru að atgjörvis- fólki. Hann lærði undir skóla hjá séra Jóni próf. Jónssyni á Steinnesi, peim manni, er bæði var vel sð sér í bókfræði og orðlagður kennimaður. Séra Páli sagði mér, að pessi kennari sinn hefði fyrstur vakið í sér sál og hjarta, skyn á fögru orð- færi og virðingu fyrir öllu sönnu og háleitu. Hann kunni klausur úr ræðum hans og mun ósjálfrátt síðar meir hafa eitt- livað líkt eptir honum, þótt ég geti eklti um pað fullyrt neitt. Menu læra cigi allfe af bókum. Eitt er víst, að séra Páll

x

Lýður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.