Lýður - 22.01.1889, Blaðsíða 1

Lýður - 22.01.1889, Blaðsíða 1
25 arkir af blaðinu kosta 2 kr.; erlendis 2,50kr.Borgist fyrirframtil útsölumanna. atisUsingar teknar fyrir 2 aura hvert orð 15 stafir frekast, affeitu letri3au., cn stóruletri 5 au.; borgist fyrirfram. LYDUR Ritgjörðir, frjettir og auglýsingar sendÍBt ritstjóranum. Aðalútsölumenn: Halldór Pétursson Akureyri og Björn Jónsson á Oddeyri 9. blað. Akureyri 22. janúar 1889. 1. ár. Nýársljóð 1889. Lag: Svíf þú fugl, yfir sævardjúpið víða. Lypt þér, sál, meðan Jjóma slœr á tinda, Líttú mót rennandi sól; Líf fær hið andaða, birtu það blinda, Bundið fær athvarf og skjól. Brosandi kemur frá kraptarins brunnum Kærleikans eilífa glóð, Kyssandi gaddinn með millíón munnum, Mjöllin hún roðnar sem blóö. Lypt þér, sál, meðan líf er til í æðum; Lypt þér, mín elskaða þjóð! f Hefurð' ei forsmekk af himneskum gæðum? Heyrðirð' ei englanna Ijóð? Djúpið er sólbjart og dalirnir fyllast, Dauðinn varð lífinu að bráð; Smí þér að Ijósinu, lát eigi villast: Lífið er sigur og náð! Fram fram fram! því nú flýr oss húuiið svarta; Fram, þó að lífið sé stríð ! '"¦- Fram, meðan enn er oss hugur í hjarta, Hvetjum og frelsum vorn lýð! Fram fram fram! eigi veldur sá varar; Vesöld oss ógnar og smán; Fram fram fram! Látum skríða til skarar: Skömm — eÖa sigur og lán! Kom, kom kom! Kétt mér hönd þína, hlýri, Höndin mín sjálfs er svo veik. Sérðú ei guð þann, er stendur við stýri ? Sturlastu? kinn þín er bleik. — Allir sem einn! Ef að suudrungu syrtir,. Sölnar og fölnar hver rós; Aljir sem einn! Ef af bróðerni birtir, KJessar oss árgæzku Ijós! Burt burt burt með öll landráð úr landi,, launvíg og sérþótta-stríð! Hver er sá langversti framfara-fjandi? Fiáræði, smásálar níð. — Dú átt viö ísinn og eldinn að berjast, Útlæga, fámenna þjóð, Einráð og samlynd þú verður að verjast; Vektu þitt kólnaða blóð! Trú þú, trú þú á krapt' þíns kyns og anda, Kappanna, sögunnar þjóð! Trú þú, trú þú á Ijósið allra, landa, Lífsdraumsins himnesku ljóð? Taknaðu, vaknaðu, varpaðu af herðum Vantrú og sundrung og hryggð, Girtu þig, skrýddu þig skíoandi gerðum, Skörungskap, sannleik og dyggð! Mntth. Jocluunsson. Peningaeklan og verzlunin. Peningaeklan gengur fram úr öllu hófi hér norðanlands. Af pví leiðir, og pví er samferða, hálfgildings hallæri í at- vinnu og viðskiptum, enda hjá peim, sem töluverð efni hafa. Greiðsla og skil er í ópolandi élagi. Gróðir bændur ganga með tóma vasa og pykjast ekki geta sýnfc venjuleg skil hvorki sýslumanni sínum né presfci. |>að er sorglegfc að sjá gamla sómamenn, sem 30 ár eða lengur hafa jafnan goldið hverjum sifct í tíma, neyðast til í elli sinni að vera eins og refjamenn, ýmist fyrir pá sök, að aðrir bregðast að borga peim, eða vegna pess, að hvergi er króuu hægt að fá til láns. Alkunnugt er hve mikill fjöldi sjálfseignarbænda er orðinn leiguliði pjóð- bankans, en hann 6r harður og óeðlilegur lánardrottinn fyrir smábændur, enda bíða margir peirra pess aldrei bætur. En hvað áttu peir að gjöra? þessi bankalán hafa pó viða létfc vaudræðunum um stundarsakir. En sleppum nú pvf, en spyrjum: Af hverju kemur pessi peningaekla? Hún stafar eins og auðvitað er, af harðæri pví, sem gengið hefir og enn stenunr yfir, L d. i verzlunar-heiminum, og hún sfcafar hjá oss sérstaklega af ólagi pví, sem verzlunin er l hér á landi_ Að |pí%u keuna sumir kaupmönnum vorum eins um peninga- leysíð eins og um margt annað, og segja, að peir eigi áð borga hverjum sem vill vörur hans með peningum, a. m. k. að sánia hlutfalli og peir fyrrum gjörðu. En petta er ósann- gjörn krafa. |>eir hafa bundnari hendur uú en pá, og munu flestir peirra eiga fullt í fangi með aðborga vörur pær, sem peir pykjast minnstar purfa að hafa til að selja, enda kemursjaldan of mikið til landsins af nauðsynja vörum. Af peningum fá peir sárlítið í verzlanir hér hjá pví,. sem áður fyr, og peir eiga nýjum tollum að svara----tollum sem nema stórum upp- hæðum og pað áður en peir peningar græðast á vörunum. Hér við bætist og pað, að! verzlunarmagn vorra föstu kaup- manna ruglast og mínnkar ár frá ári, ekki einungis sakir ókyrðar peirrar, sem nú gengur í öllum viðskiptum, heldur og beinlínis við pað, að pöntunarfélög og borgaraverzlanir sprefcta hvaðanæva upp til kapps við pá. En er slikt til að bæta úr peningaeklunni? Nei, við petta eykst hún, að m. k. á sumum stöðum. Pöntunarfelögin geta máske pantað pen- inga eins og aðra hluti, en varla hefir sú pöntun enn orðið til nokkurra muna. Og borgararnir, peir auka ekki peninga- eign manna, heldur eyða, —eyða henni háskalega. Hið góða verð hjá p'eim er sem sé byggt á pví, að peir taka peninga út i hönd. Peningar sem tómur gjaldeyrir, gjörir borgaranum, sem viðtekur, allt svo hægt og kostnaðar- líiið að hann græðir par stórfé, sem vörukaupmaðurinn tapar, ef hann seldi með sömu verðhæð. |>etta skilja nú allir, en hitt eru máske færri, sem athuga, hvort meiri hagur sé að skipta við borgarann,, fá betra verð, en láta í kaupið alla sína sklldinga, ellegar að verzla við kaupmenn og eiga alla sina skildinga óeydda eða fá jafnvel viðbófc við pá hjá peim? í>að er víst, að eins og nú stendur, fæst flest fyrir litið meir en hálft verð ef aurar eru í boði. Menn svari ekki og segi, að kaupmenn lati enga peninga að heldur pótt engir borgarar séu

x

Lýður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lýður
https://timarit.is/publication/133

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.