Alþýðublaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 03.09.1960, Blaðsíða 15
lækkaði hann róminn. Þeir stóðu og hvísluðust á. Eg sá að Ameríkaninn leit einnig á mig, svo sagði hann eitthvað við Ted. Ted var eins og á báð- um áttum, svo kinkaði hann kolli. Mér fannst hann hálf aumingjalegur. Þegar þeir voru farnir gekk hann til mín. Hann var ein- kennilegur á svipinn. „Hvað er að, Ted?“ sagði ég. „Um hvað voruð þið að tala?“ Mér til mikillar undrunar leit hann undrandi á mi'g. >,Ég gerði hlut, sem ég bjóst ekki við að ég mundj nokkru sinni gera. Ég reyndi’ að koma í veg fyrir að verk yrði unnið til fulls. Ég bað þá um að sleppa þér og láta þig fara aftur ti'l íslands “ ,,Það geiurðu ekki hafa gert Hverni^ gaztu gert það?“ Ég fann að ég var mjög reið. „Ég YIL ekki fara aítur þangað. Ég tók þetta að mér og ég hef hugsað mér að Ijúka við það. Þú hefur ekki leyfi ti'l að haga þér svona!“ „Víst hafði ég leyfi til þess!“ Hann var svo ákveðinn. að érr varð hálfhrædd. Áður en ég náði að svara hafði hann dregið mig að sér og tók mig f faðm sér skyndi’lega og eins og ósjálfrátt en blíðlega. Dökk augu hans- htU’ inn í mín. „Ég hef leyíi til þess,“ tautaði hann. „Vegna þess að ég elska þig, Sylvia!“ Og varir hans snertu mínar. Þetta var langur koss. Ég var svo örugg f faðmi hans og ée var í sjöunda himni. Ég hafði óskað þessa svo lengi, ég hafði þráð hann svo mjög. „Já,“ heyrði ég sjálfa mig tauta líkt og í draumi. „Já, elsku Ted, já!“ Hann hélt mér frá sér og lei’t rannsakandi á mig. „Finnst þér það sama? Elsk- arðu mig Sylvia? Segðu að þú elskir mig!“ ,,Ée- geri' það! Ég geri það! Ég held að ég haíi elskað þig frá þvf að ég sá þig fyrst.“ Augu hans ljómuðu og al!t andlit hans ljómaði einnig af hamingju. Svo varð hann al- varlegur. Hann sleppti mér og sté nokkur skref aftur á bak. „'Nei! Ég er ekki með öll- um mjalla! Ég átti ekki að gera þetta. Þú hafðir á réttu lað standa, Sylvia, Ég hef eng- an rétt ti'l að segja slíkt og annað eins . •. eða að segja þér að ég elski þig!“ Varir mínar voru sárar, sár- ar eftir kossa hans. Ég teygði mig eftir honum. ,,Þvf ekki, Ted? Hvers vegna segirðu þetta? Þegar við vitum að við elskum hvort annað ...“ „Þú skilur þetta ekki!“ Hann hvæsti á mig og stikaði fram og aftur um gólfið eins . og 'ljón í búri. „Skilurðu_ekk- ert? Ég er með í þessu! Ég er í þessu! Þú ert það ekki' eða réttara sagt þú verður það ekki þegar þessu er lokið. Það er munurinn, Sylvia, munur, sem aldrei er hægt að jafna. Þú hlýtur að skilja það.“ Ég lét fallast niður á stólinn aftur, ég var enn utan við mig eftir kossa hans. „Ég skil ekkert,“ sagði ég. „Ekkert nema þá dásamlegu staðreynd að við elskum hvort annað. Hvaða máli' skiptir aUt hití?“ „Ég skal reyna að skýra það, elskan mín. Hlustaðu á mig.“ Hann dró stól að hlið mér, settist og tók um hönd mér. „Það er langt síðan ég valdi mitt starf,“ sagði hann. „Ég valdi það ekki' í blindni, ég vissi hvað ég var að gera, ég hafði verið aðvaraður. Mér var sagt að ég mundi alltaf vera á ferðinni', aHtaf í hættu. Ég gæti aldrei fest rætur neins staðar. Allt í lagi,. cg tók það eins og það var. Kona, heimili og börn voru ekki það, sem ég þráði. Ég vissi að ég gat ekki fengið það, sem lífið ■veitir fólki yfirleitt og kærði mig heldur ekkert um það. Ég vildi fá eitthvað æsandi, kannski hei'ðursmerki og svo vildi ég finna að ég væri að gera landi mínu gagn. Sumt fólk kallar það að gera skyldú sína.“ „Ég veit það,“ sagði ég lágt. „Ég er farin að skilja hvað það er.“ „Stundum borgar maður skylduræknina dýru verði,“ sagði hann og rödd hans var bitur. „Ég veit það. Stundum gi'eiðir maður meira en hægt er.“ Ég tók um hönd hans. Hann var svo örvæntingarfullur á svipinn að mig sveið í hjarta- stað. „En Ted, það hlýtur að vera gerlegt að gera skyldu sína og fá aUt hitt líka!“ Hann hristi' höfuðið. „Nei, ekki f mínu starfi. Ekki þegar maður vinnur að því sama og ég. Það er hægt annars staðar. í hernum, í sjóliðinu, f utnrík- i'sþjónustunni. Stundum er það að vísu erfitt, en það er alltaf gjörlegt. En ekki þegar mað- ur vinnur í „Leynideildinni“. Ekki’ þegar maður getur horf- ið hvenær sem er og fundizt aftur á líkhúsi i Ankara eða Singapore eða kannske í London. Hvað verður þá um konu og börn?“ „Hættu þá í „Leynideild- inni“,“ sagði ég. „Hættu! Vertu eins og við hin og lifðu venjulegu lífi!“ Hann tók fast um hönd mína. Svo hristi' hann höfuð- ið „Nei, Sylvia. Ég get það ekki. Þetta er mitt líf.“ Éa- rétti fram höndina og strauk um vanga hans. „Ég skal vera þitt líf, elskan min. Leyfðu mér að reyna. Gerðu það, leyfðu mér að reyna!“ „Nei!“ Hann reis á fætur og gekk frá mér. „Ef við gleymum þessu, ef ég segi aldrei’ framar að ég hafi rétt til eins eða neins, sem þér viðkemur, þá getur þetta ekki verið jafn erfi’tt. Kannske getum við bæði tvö gleymt!“ „Gleymt!“ Ég leit á hann. mér að þú elskir mig? Þegar ég elska þig? Finnst þér að við eigum að gleyma því að allt þetta hafi skeð? Áttu við það, Ted? Þú veizt betur, ástin mín. Vi'ð gætum aldrei gleymt „Gleymt! Þegar þú hefur sagt því þó við reyndum það. Og ég hef ekki hugsað mér að reyna það!“ „Þú verður, Sylvia. Mér finnst það mjög leit:. Þetta var aðeins augnabliks verk- leiki. Ég viðurkenni það. Þetta var allt mér að kenna. En þetta er í fyrsta sinn sem ég hef orði'ð ástfan-ginn. Ég hef aldrei leyft mér að verða það fyrr. Ég hef forynjað mig gegn þvf O'g mér hefur tekizt það. En svo komst þú!“ Ég reis á ftur og gekk til hans. f þetta -skipti tók harn mig ekki í faðm sér, hann starði aðeins í augun á mér, andlit hans var fagurt en kuldlegt, gríma sem ég var svo vön. Ég "kyssti hann á kinnina. „Þetta gengur allt,“ sagði ég. „Það verður að ganga! Það VERÐUR! Það getur ekkert skeð þegar við elskum hvort annað!“ Hann leit undan og gekk aftur eirðarlaust um gólf. „Þér skjátlast. En við höfum ekki tíma til að ræða það hér. Við höfum nóg að gera.“ „Þú ert harður, Ted,“ taut- aði ég. „Kannski' er þetta rétt hjá -þér. Það getur beðið. Það er hvort eð er ekkert, sem getur breytf því. Hvers vegna vildirðu senda mig aftur til íslands? Hvernig dirfðistu að leggja það til?“ Ég reyndi að vera reiðileg, en það var lé- leg t;’raun! „Veikleiki enn,“ svaraði hann. „Gg það undirstrikar einmitt það, sem ég var að reyna að segja þér. Og ég má ekki sýna nein veikleika- merki. Ég bað foringjann um að leysa þig frá störfum vegna þess að ég óttaðist um þig og hann neitaði að gera það- Hann sagði að þú réðir því sjálf. Ég foýst við að hann hafi vitað hvað þú myndir segja,“ „Hann hafði á réttu að standa. Ég vi'l ekki'draga mig í hlé. En því er það hættulegra ★ Helen Sayle núna?“ Ted tók fram pípuna sina og smjattaðj á henni, „Vegna þess, sem skeði, vit- anlega. Við höldum ekki að neinn gruni þig, en við getum ekki verið vissir. Og ef V. eða óvinurinn hefur minnsta grun um að þú sért ekki sú rétta Bertha — eða að hún sé í samningamakki við okkur — þá gei’a þeir sínar ráðstafanir. Já, hættan er meiri en fyrr. Því vildi ég að þú færir aftur til íslands11. „En ég er enn í þessu. Hvað á ég að gera nú?“ Hann glotti hæðnislega eins og svo oft áður. , Allt í lagi, Bertha Pangloss, fyrst þú endi lega vilt leggja lífið að veði!“ Bertha! Þessu var öllu lok- ið í hans augum. En hjartað söng í brjósti mér og ég vissi að það gat ekki verið, að öllu væri lokið. Það sem var rétt að byrja. Okkar tími kæmi þegar öllu hinu væri lokið. „Já, ég heimta það“, sagði ég léttilega. „Hvað er nú?“ „Það er ekkert sérstakt. Farðu aftur heim til þín og bíddu þar. Við gætum þín eins og fyrr. Sama símanúmer, 15 sömu fyrirskipanir, sama hæs in. Það getur verið að þeir taki það til bragðs að láta sétn þeir sjái þig ekki og reynl aðra leið til að ná í formúli- una. Eða kannske hugsar V. sig líka um og hættir við allt. Við verðum að bíða og sjá til. Og ég held að það sé bezt að við förum. Þokunni er að Iétta“. s Hann gekk að gluggatjöld- unum og dró þau til hliðait. Veikt sólarljós streymdi inn í herbergið. „Já, henni er að létta. Og þar hverfur vörnin okkar. Ég fylgi þér út bak- dyramegin, þar er mjó hliðar- gata, gakktu eftir henni þang- að til þú kemur að Exhibition Road. Þá áttu að fara til hægri og út að Knightsbridgfe og þar máttu taka bíl. Farðú nú“. i Ég vonaðist til að hann myndi kyssa mig aftur, þegab við gengum niður tröppurnar og út bakdyramegin. En hanh gerði það ekki! Andlit hans; var jafn kuldalegt og svip- brigðalaust og fyrr. Hann opn- aði dyrnar. Ég sá út á mjóa hliðargötu. - ,,’Vertu sæl, Bertha“, sagðl hann og ýtti við mér. „Við gætum þín og bíðum eftir aS þú hringir“. 9. Ég gat ekki um annað hugs- að en að Ted elskaði mig og það var sennilega vegna þess, sem ég villtist og hafði ekki hugmynd um hvar ég var. Loksins komst ég inn á Brompton Road. Það varð stöðugt sterkara sólskin. Ég nam staðar og spurði lögreglu þjón til vegar. Ég komst inn á Knightsbridge Road og hin- um megin götunnar var Hyde Park. Garðurinn var eitthvað svo vesældarlegur f þessu sterka sólskini, nakin trén teygðu greinar sínar til him- ins. En það var ekkert, sem gat skert hamingju mína. Ég stikaði áfram og ráðgerði framtíð mína við hlið Teds, en ég gleymdi samt ekki a§ líta um öxl af og til. Það sást ekki til feita mannsins, eða neins annars að elta mig. Mér fannst allir sem ég sá, vera ósköp venjulegt fólk. En hvernig átti ég líka að vita hver var að elta mig og hver ekki? Ég laúmaðist fyrir hornið í Hyde Park niður Constitution Hill og fram hjá Buckinghana Palace. Verðirnir stóðu þar ám þess að hreyfa sig og ég sá nokkra ameríkana standa þar og dást að þeim. Móðir, faðir og tvær litlar dætur. Þegar ég gekk fram hjá heyrði ég að móðirin sagði: „Gladys! Vertu ekki að stríða manninum. Hann hreyfir sig ekki fyrir því!“ Maðurinn hennar smellti a£ mynd með ljósmyndavélinni sinni og sagði: „Þetta verður eitthvað að sýna heima s Indíanapolis!" Alþýðublaðið — 3i sept.1960 JJ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.