Alþýðublaðið - 08.09.1960, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.09.1960, Qupperneq 8
Þeir vilru HÉR á landi er venja að hafa giftingarhring á hægri hendi, en Egyptar höíðu slíka hringi á baugfingri vinstri handar. Sögðu þeir, að þaðan lægj ákaflega næm taug til hjartans og héldi hún við ástinnþ ÞEGAR maður er ástfang- inn og er hjá elskunni sinni, þá hefur tíminn vængi og þýtur framhjá. En sé maður ástfanginn og fjarri elsk- unni sinni', sniglast nann á- fram á hækjum_ ÞAÐ er ekki gott að vera einn, ekkj einu sinni í Para dís. (Gyðingamálsháttur.) Um konur og ástir ÞAÐ er mín skoðun, að konur biðli alltaf til mann- anna, en ekki öfugt. (Oscar Wildc.) ALLIR menn fæðast frjálsir og jafnir, en sumir gifta sig. NÝFÆDD stúlka er eng- ill, en vængir hennar minnka eftir því sem fætur hennar lengjast (Franskur málsháítur.) ★ Sólbrún í hvítum kjól. NÚ er kominn kuldi í Reykjavík. Kvenfólkið geng ur ekki lengur í sumarkjól um um göturnar, — og karl mennirnir eru hættir að teygja úr skönkum sínum á Arnarhólstúni. Það eru ekki nema nokkr ir dagar síðan að kvöldin voru kyrr og hlý. ★ Kvöldið er kyrrt og hlýtt. Við erum á rölti niður í miðbæ í leit að öllu og engu Bílarnir síga hvcr á eftir öðrum niður Bankastrætið, vestur Austurstræti eða út Lækjargötu. Stúikur í stutt um pilsum og hvíum skóm leiðast eftir rúntinum, og strákarnir eru á vakki kring um ís- og pylsubar. Ljósin, þótt mörg séu, ná ekki að lýsa upp helminginn af him ingeimnum, myrkrið vefur borgina í faðmi sínum. Á slíku kvöldi erum við þægi lega smá. Það tekur enginn eftir því, þótt við bætumst í stóran hóp. Við getum líka rölt ein niður að höfninni, horft á skipin, sem liggja þar niður frá og halla sér upp að bryggjunni. Við get- um gengið út með sjónum og horft niður í hann, á slétt an ógagnsæjan flötinn, sem þegir, — þegir svo langt sem augað eygir. ★ En skyndilega er þögnin rofin. Lúðrahljómur rýkur upp úr bænum, upp á milli húsanna og berst um. Hvað er að gerast? — Á Lækjartorgi stendur Hjálpræðisherinn og heldur upp á 65 ára afmæli sitl. Fólkið, sem rétt áðan snigl- aðist eftir götunum í smá- hópum eða eitt sér, safnast saman í hóp á torginu. Hér er eitthvað að gerast Og forvitin augu virða fyrir sér fólkið, sem syngur: „Eitt lív uttan Jesus er meiningsleyst, meinings- leyst, meiningsleyst Eitt lív uttan Jesus er meiningsleyst, meinings- leyst fyri meg. Eitt lív uttan Jesus er undirbarst, undirbarst undirbarst. Eitt lív uttan Jesus er undirbarst, undirbarst fyrj meg“. Við tökum undir, — og syngjum færeyskuna af hjartans lyst. Hjálpræðishersfólkið er á öllum aldri. Þarna eru ungar stúlkur og fullorðmir konur, litlir strákar og sterklegir karlmenn Öll bera þau einkennisbúning Hjálpræðishersins, — kon- urnar hina sérkennilegu hatta eða kjusúr, en karl- mennirnir borðalagðar húf- ur. Færeyski og íslenzki fán inn blakta við hlið Hjálp- ræðishersfánans. Gestir frá Færeyjum og Noregi hafa komið til að halda hátíðlegt afmælið með islenzkum fé- lögum. Ein kona, dökk á brún og brá ber ekki búning Hers- ins. Hún er klædd rauðri treyju, í síðu pilsi', með sjal og bláan bát á höfði. Nú tekur hún sig út úr hópnum og fer að vitna um daginn, þegar hún frelsaðist frá allri synd Hún biður þess, að þei'r, sem á mál hennar heyra, njóti sama hjálpræð is og hún hlaut þegar í æsku. Konan er færeysk, en einhver íslenzk kona túlkar mál hennar. Svo segja allir „hallelúja“, — og aftur er básið í lúðrana. Við fylgj- umst með hópnum, sem he!d ur í átt til Herkastalans. Um leið og vlð troðum okkur inn um dyrnar, lítum við út og upp til himinsins, sem hvelfist óræður og þög u]l yfi'r öllum, jafnt írels- uðum og, ófrelsuðum. ★ Salurinn í Herkastalan- um er brátt troðfullur. „Her mennirnir" taka sér stöðu á upphækkuðum palli, og nú hefst tón]istin aftur. — Strengjasveit frá Færeyjum leikur og karlakvartett frá Færeyjum syngur. Það er hlýtt og gott þarna i'nni. Á vegginn er skrifað með stórum stöfum: GLATT HJARTA VEITIR GÓÐA HEILSUBÓT, EN DAPURT GEÐ SKRÆLIR BEININ. Norskur foringi talar um veginn að Drottins náð, og konurnar vitna. Ung stúlka frá Noregi segir, að á meðan hún hafj tvö augu, muru hún megna að sjá það, sem mei'ra er um vert en bíó og dans En hún er hrygg í augunum. Líklega hefur hún einhvern tíma verið ó- hamingjusamlega ástfangiíl. Lítil, hvíthærð kona og önn ur stór syngja tvísöng, og allir taka undir viðlagið. Svo vitnar kona um frelsun sína og náð Drottins, — og hún segir, að þótt hún mál- aði allt sterkustu litum, yrði sælu frelsunarinnar aldrei fulllýst. Hún heldur áfram að tala, en við látum augun líða yfir hópinn. Allir sitja svipbrigðalausir Þetta virð ist flest ósköp venjulegt fólk. Á aftasta bekk sítur falleg stúlka. Hún er dókk- hærð ,með stór augu og við- kvæma drættj í kringum munninn. Hún drýpur höfði og hallelújið hennar heyrist ekki í sömu röð sit ur önnur kona. Hún er há og mjó, og rödd hennar sker sig úr rödd hinna. Hún gríp ur öðru hvoru fram i vitn- anirnar og segir: „Já . . . hallelúja . •Stundum er eins og hún segi': „Já .. það aldri, — sjö eða átt en á milli þeirra si urfalleg lítil aus stúlka. Hún er ek fjögurra eða fimm hún situr kyrr me! ar greipar.Þótt rau an í kolsvörtu h kóngablái kjóllinn sti'ngi í stúf við döl ing hinna kvenn; hún ekki sprellleg inn. Hún situr 1 horfir á konuna, s rétt hjá henni' og si halleljúja.“ „Gott er að ver; barnahjörð," syngu — og enn er hlýtt þarna inni. Við : skiptist á fallegu má nú segja,“ — en liklega hefur það líka verið „halle lúja“. „Öðlizt eilífa sælu fyrir hina stuttu naútn syndarinn ar,“ segir konan, sem nú stendur vlð ræðupaliinn. Áheyrendur láta engin svip brigði á sér sjá. Þrjár smátelpur sitja uppi á pallinum Tvær á líkum hærðu stúlkuna bekk og barnlð í b: um með rauðu slar Örlögin eru þögul eins og hausthimir ★ Nú tekur foringi til máls: „Enn er kross Jesús,“ seg „Komið í dag, — á getur það orðið of £ g 8. sept. 1960 — m i Alþýðubláðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.