Alþýðublaðið - 08.09.1960, Page 13

Alþýðublaðið - 08.09.1960, Page 13
MYNDIN: Brynjólfur Jóhannesson og Árni Tryggvason í sjónleiknum „Beðið eftir Gotot“, eftir Samuel Beckett. EKKI alls fyrir löngu lauk leikári og senn hefst annað nýtt. Það leikár, sem lauk, var um marga hluti merkilegt. í fyrsta lagi varð Þjóðleikhúsið tíu ára og var þess minnzt. í öðru lagi lykt- aði leikárinu þar ineð svo- nefndri listahátíð, en hún var í því fólgin að keyptir voru hingað til lands ágætir erlendir listamenn. Var í fyrstu látið í veðri vaka, að hátíðin væri haldin í tilefni af afmæli leikhússins, og sættu þá forráðamenn léik- hússins gagnrýni, ekki fyrir framtakið, sem er lofsvert, heldur fyrir það, að mönnum þóttu íslenzkar listir og þá sérstaklega leiklistin verða hornkerling á þessari hátíð, og var sú gagnrýni vissulega réttmæt. Síðar lýsti þjóðleik- hússtjóri, Guðlaugúr Rósin- kranz, yfir því í opinberum umræðum í Listamanna- klúbbnum, að ástæðulaust væri að tengja listahátíðina og afmælið of náið saman; listahátíðin væri hugsuð sem eins konar ábætir á leikárið og ætti auk þess að vera vísir að meiru slíku í framtíðinni, en hins vegar kvaðst þjóð- leikhússtjóri öðrum þræði hafa litið á liðið leikár sem afmælisléikár í heild sinni. Þetta breytir allnokkru og er nú bezt að rifja upp urarætt leikár í því ljósi. Mér finnst það eðlileg hugsun, að á afmælisleikári sé heldur reynt að tjalda því til, sem skást er. En ef ís- lenzk leiklist getur ekki boð- ið upp á betra en þetta, sem gert var í fyrravetur, finnst mér alvarleg ástæða til að staldra við og reyna að hugsa málið: Höfum við gengið til góðs, — götuna fram eftir veg? Eg ætla að gera hér fyrst að umræðuefni Þjóð- leikhúsið og starfsemi þess, því að tíu ára afmælið gefur tilefni til þess; ég kem síðar að Leikfélagi Reykjavíkur. Svo er rétt að taka skýrt fram í upphafi, að gestaleiki er- lendra listamanna, sem oft er fengur að og stundum mik- ill, tel ég ekki til viðfangs- efna Þjóðleikhússins, enda eru þeir óviðkomandi ís- lenzkri leiklist þar til ávaxta þeirra fer að sjá góð merki í verkum íslenzkra leiklistar- manna. í vetur frumsýndi Þjóð- leikhúsið sex leikrit; tvö þeirra eru viðurkennd bók- menntaverk öndvegishöf- unda, Blóðbrullaup og Júlíus Sesar; eitt, „Hjónaspil11, er að minnsta kosti þokkalegar bókmenntir, þótt skopleikur sé, og ágætt sviðsverk og eitt, afmælisleikritið, í Skál- holti, í hópi fremstu verka ís- lenzkra leikbókmennta og valið á því hafið yfir gagn- rýni (svo framarlega sem til voru hæfir flytjendur). Loks eru svo tvö leikrit, Edvard, sonur minn, melodrama og reyfari, og Ást og stjórnmál, gamanleikur, þokkalegur, lítið spennandi og svolítið farið að slá í hann; þessi tvö leikrit er mér ekki kunnugt um að nokkurt Þjóðleikhús nokkurs staðar í heiminum hafi talið virðingu sífmi sam- boðið að taka á verkefnaskrá sína. En þetta er nú bara ein hliðin á málinu, önnur og sú stærri fjallar um flutninginn, sjálfa leiklistina. Það stoðar lítið að þylja upp nöfn frægra höfunda til þess að gefa hug- mynd um þroskastig leiklist- ar, og í þessu tilfelli verða nöfn Garcia Lorca og Shake- speares litlar skrautfjaðrir. Öllum mun í fersku minni, hvei'su brátt varð um Júlíus Sesar, en þegar þess er gætt, að loksins eftir 10 ára starf tók leikhúsið á sig rögg og sýndi klassiskan harmleik, þá þarf engan að undra þótt leikurunum veittist túlkumn erfiðari en að drekka vatn. Blóðbrullaup er einnig af þeirri tegund leikrita, sem hér hefur verið vanrækt; yfir leitt verða íslenzkir leikarar hikandi og í vandræðum, ef þeim er ætlað að fara með annað en það, sem hefur raunsæilegt form. Þetta er ekki af því að þeir geti ekki annað, heldur er hinu um að kenna, að ekki hefur verið unnið markvíst að því, að nema ný lönd. Sýningin á Blóðbrullaupi var ein slík til- raun, tilraun, sem að vísu tókst ekki, en reyndist þó svo áhugaverð, að betur var farið en heima setið. Þetta var ís- lenzk túlkun á spænsku verki, sem leikstjórinn, Gísli Halldórsson, bauð upp á, og þeir sem einu sinni sættu sig við að horfa á sýninguna út frá þeim forsendum, höfðu ugglaust af henni meiri á- nægju en hinir sem leituðu að einhverju túrista-Spáni í glansmyndastíl. Hitt er óneit- anlegt, að gallað verk var þessi sýning, og sama máli gegnir um hina sýningu leik- hússins, sem mestan áhuga vakti, í Skálholti. Leikstjór- inn, Baldvin Halldórsson, fór þar nýja leið til túlkunar og svipti af rómantískum ljóma. Það var lærdómsríkt, en við þetta komu gallar á byggingu leikritsins skýrar í ljós og reismn yfir stíl skáldsins naut sín ekki. Þarna var ekki lögð áherzla á hin íslenzku einkenni verksins, en leitað að því sem almennt gildi hef- ur. Sýningin var listrænt unnin, en hún var til bland- innar ánægju. í Hjónaspili sem Benedikt Árnason, stýrði, verður manni minnis- stæðast, að leikstjóranum hafði tekizt að skapa leik- gleði, — hún er ekki of algeng hér á sviðinu, — en listrænn viðburður var að sýningunni ekki. Við sýningar á þeim leikritum, sem ótalin eru, en minnst var á áðnn, voru farn- ar troðnar brautir, en það var reyndar ekki til að sýna slík verk, að við íslendingar reistum okkur Þjóðleikhús. Það er leiðinlegt til þess að vita, að á öllu þessu afmælis- ári, skyldi ekki hafa tekizt að koma upp einni sýningu, sem væri heilsteypt hstaverk. Orsök þessa er sjálfsagt ekki ein og ekki tvær. En nokkrar liggja í augum uppi. í fvrsta lagi er það hinn alkunni leik- stjóraskortur, skortur á fjöl- menntuðum og velmenntuð- um leikstjórum með skapandi ímyndunarafl og aga í vinnu- brögðum. Það má ef til vill telja -það lofa góðu, að það voru ungu leikstjórarnir, sem stýrðu þeim sýningum, sem athyglisverðastar voru í vet- ur. í öðru lagi, það verður að leggja miklu meiri áherzlu á stíl — stíllinn er eitt höfuð- einkenni í leiklistarskilningi nútímans. Þriðja lausnarorð- ið er ensemble. Norski leikar- inn Stub Wiberg lét svo um- tekið sjö ár að venjast sviði norska Þjóðleikhússins, eftir að það var reist og að koma þar upp samstilltum leikhóp, og hafa menn haft það fyrir satt þar í landi síð- an. Nú skulum við ekki taka þetta með 7 árin of bókstaf- lega, en hitt þarf ekki að segja manni, að ekki hefði verið hægt að koma upp sam- stilltari og hæfari leikhóp á tíu árum en Þjóðleikhúsinu hefur tekizt. Sumir leikararn- ir eru látnir bera hita og þunga dagsins í leikriti eftir mælt eitt sinn, að það hefðL leikriti, svo að bæði þeim og áhorfendum má þykja nóg um, en aðrir þjálfaðir leikar- ar eru lítt notaðir eða þá sett- ir í kví og látnir dúsa þar, en aldrei reynt, hvort hæfileikar þeirra spanna ekki viðara svið. Það vantar breidd í leik hópinn, og jafnari samsetn- ingu og fyrst og fremst þarf að miða leikritavalið meira við þá leikkrafta, sem fyrir hendi eru. Loks færði sýning- in á í Skálholti manni heim sanninn um það, að musteri íslenzkrar tungu er Þjóðleik- húsið ekki orðið. sannleikur- inn er sá, að það verður að gera meira til að skýra fyrir manni af hverju þetta heitir Þjóð-leikhús. (Mig langar að skjóta hér inn í einu, sem er að vísu ekki grundvallaratr- iði í þessu sambandi, en hvaða erindi á leikrit eins og Tengdasonur óskast til al- þýðufólks úti á landi?). Leikfélag Reykjavíkur var ekki upp á sitt bezta í vetut heldur. Það bauð upp á fjórar nýjar sýningar, og þrjár a£ þeim: Sex persónur leita höf- undar, Gestur til miðdegis- verðar og Græna lyftan ollu vonbrigðum. Hin fjórða, Beðið eftir Godot (leikstjóri Baldvin Halldórsson) var ekki lýtalaus, en sennilega þó mesti leiklistarviðburður vetrarins, ekki fvrst og fremst fyrir það, að þar gafst ís- lendingum í fyrsta sinn tæki- færi að kynnast þeim um- brotum, sem eiga sér stað í leikritagerð nútímans, heldur vegna þess að sýningin var góð leiklist. Samleikur þeirra' Brynjólfs Jóhannessonar og Áma Tryggvasonar í Beðið eftir Godot er mér minnisstæðast afrek einstakra leikenda í vetur, en margir leikarar og margar leikkonur stóðu sig með sóma í stórum hlutverk- um og smáum. Af ungúm leikurum á framfarabraut, vaktí Helgi Skúlason mesta athygli, í hlutverki eftir hlút- verki. En nú fer að hefjast nýtt leikár og Þjóðleikhúsið hefur nýlega tilkynnt hluta af verk- efnaskrá sinni í vetur. Það er ekki vonum fyfr, komið fram í september. Verkefnaskráin lítur ekki óglæsilega út, og þar eru einkum nokkur ný leikrit, sem fróðlegt verður að kynnast; hins vegar saknar maður íslenzkra leikrita og klassiskra verka annarra en Georges Dandin, sem er of stutt til að leika eitt sér á kvöldi. En það er bara þetta, að reynsla undanfarinna ára hefur kennt manni að fagna ekki um of. Verkefnaskráin lítur venjulega töluvert öðru- vísi út í lok leikái’sins! Það að vera stöðugt að breyta áætl- un og síðbúinn með flest verk efnin, hlýtur að gera þeim listamönnum, sem við leik- Framliald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 8. sept. 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.