Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 3
36 11. Eru safnaðarfundir vel sóttir? 12. Er hjer nokkur sjerstakur fjelagsskapur til að efia menntun og siðgæði, svo sem lestrarfjelög, bindindis- fjelög, sunnudagaskóli eða annað þess háttar? 13. Er hjúskapnum í heiðri haldið? 14. Tíðkast það hjer, að ógipt fólk búi saman sem hjón eða lauslæti og hneykslanlegt athæfi á annan hátt? 15. Tíðkast hjer svall eða drykkjuskapur einkum á helg- um dögum eða ónauðsynleg helgidagavinna? 16. Eru í þessari sókn nokkur brögð að deilum, fiokka- dráttum, vantrú, guðleysi, villukenningum eða öðru þess háttar? II. Spurningar til safnaðarins: 1. Sýnir presturinn áhuga og skyldurækni í embætti sínu yfir höfuð? 2. Rækir hann messugjörðir vel og reglulega? 3. Er tekið til embættis á ákveðnum tíma? 4. Rækir hann barnauppfræðinguna kostgæfilega ? 5. Spyr hann börn við kirkju, á hverjum tíma árs og hve lengi ársins ? 6. Vitjar hann sjúkra tregðulaust, tilkvaddur eða ótil- kvaddur ? 7. Sýnir hann við skírn og kvöldmáltíð lotningu fyrir sakramentunum ? 8. Kemur hann tregðulaust til að skíra börn í heima- húsum þegar þess þarf? 9. Húsvitjar prestur rækilega á hverju ári í allri sókn- inni ? 10. Heldur hann reglulega safnaðarfundi á ári hverju? 11. Er prestur með kenningu, dagfari og orðræðu sinni söfnuðinum til fyrirmyndar og upphvatningar í öllu kristilegu líferni? 12. Lætur hann sjer annt um gott uppfóstur og upp- fræðslu fátækra barna? 13. Líður hann umtalslaust nokkurt hneyksli, ef slfkt kem- ur fyrir í söfnuðinum? 14. Er nokkur sjerlegur löstur eða brestur í fari hans,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.