Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 8
40 84. Loílð vorn Drottin, hinn líknsama föður á hæhum. 35. Hve gott og fagurt og inndælt er. 36. Heyr börn þín, Gni) faðir, sem biðja þig nú. 37. Ó, minn Guð, jeg illa breytti. 38. Upp, gleðjist allir, gleðjist þjer. 89. I dag er glatt í döprum hjörtum. 40. Hve sælt hvert hús, er sinna meðal gesta. 41. Inndælan, blíðan. 42. Nú litlu vakna blómin og litast um á grund. 43. Ljett var iðjan lítil börn. 44. Nú gjalla klukkur glöðum hreim, 45. Vor frelsari Jesús Kristur kær. íslenzkt kristniboð (mission). I kirkjublaði voru, 1. tölublaði, hafið þjer, herra rit- stjóri, skýrt frá tillögu minni og undirtektum synodusar á stofnun kristniboðs innra og ytra, sem jeg leyfi mjer að gjöra eptirfylgjandi athugasemdir við: Það er rjett, að hugmyndin var of stór og of ný fyrir þann fjögra tíma fund, í fundarlok, en atkvæða vildi jeg ekki leita eins og á stóð, en þeim aðal mótbárum, sem fram komu verð jeg að neita, bæði fátæktinni og áhugaleysinu. Jeg hafði tekið það fram, þótt stórt þætti, »að einu heiðnu barni yrði komið í kristinna manna tölu«, og þar sem Gfuð er sá, sem gjörir fátækan og ríkan, þarf alls ekki að óttast fátæktina, þegar að hans þjón- ustu er unnið, enda sýnir regla Good-Templara, að fá- tækir Islendingar styrkja bindindismálið um allan heim; en hvað áhugaleysi almennings snertir, skiptir þar að eins ókunnugleik. Áhuginn hefir eigi verið vakinn, af þvl, að þeir sem vekja áttu, eru of ókunnugir hinu ytra kristniboði, en sem vott þess, að áhugi almennings að máli þessu muni auðveldlega vakinn, sýnaundirtektirsjómanna frá Faxaflóa 15. júní þ. á., þegar jeg á þiljum »Lauru« kl- 3 e. m. hafði talað við þá um, að vinna Guði, með þvi að skjóta saman til »ísl. kristniboðs« innra og ytra, og sem jeg ætlaði að leggja fyrir synodus 4. júlí. Á j

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.