Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 11

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 11
43 legri samlenzku, vjer sem erum svo fámennir, að vjer skrifumst ekki einu sinni með 6 tölustöfum, allir íslenzku- talandi menn. Áhrifln frá þjóðsjöttungnum að vestaneru nú þegarsýnileg og sannanleg og þá hvað helzt í kirkju- legu tilliti. Skilvrðið fyrir því, að íslenzkt þjóðerni haldist vestra er vitanlega fyrst og fremst það, að eigi taki alveg fyrir vesturfarir og i annan stað, að útflutningastraumurinn dreifist sem minnst. Þetta hvorttveggja er rnjög senni- legt, skapast af sjálfu sjer og skiptir litlu, hvort tiu toga að neðan eða tólf að ofan. ITm það atriðið er hjer eigi að ræða, heldur hitt að skólastofnun kirkjufjelagsins vestra er bezta og langlíklegasta meðalið til að varðveita þjóðerni út- fluttra landa vorra — um leið og slík stofnun verður máttarstoð kirkjufjelagsins sjálfs — og því eigum vjer hjer heima að hafa opin augu fyrir þýðingu siikrar stofn- unar beinlínis fyrir sjálfa oss. Hafi frjóvgandi straumar — og þeir miklir — runnið til vor frá fáeinum islenzku- talandi menntamönnum í Kaupmannahötn, þá ættu þeir eigi síður að geta runnið til vor frá tugum þúsunda, bú- settum i mesta framfaralandi heimsins með mennta- og skólalifi á vorri tungu. Faðir skólahugmyndarinnar vestra mun vera sjera Jón Bjarnason, að minnsta kosti lagði hann undirstöðuna til skólasjóðsins með 100 dollara gjöf sinni. Skólastofn- unin varð þó fyrst fyrir alvöru málefni kirkjufjelagsins á kirkjuþinginu í fyrra, var þá ráðið að efna til samskota og i annan stað þá þegar að byrja einhverja dálitla kennslu að haustinu. í samskotum hefur komið inn um 500 dollarar milli þinga, en að ekkert varð af kennslunni i haust, var mest vegna heilsubrests sjera Jóns Bjarna- sonar. Nú telja »leiðandi menn« kirkjufjelagsins heppi- legt, að kennslan byrjaði ekki í fyrra; skólahugmyndin er nú orðin ákveðnari en áður, einkum í þá átt að skól- inn verði algjörlega eign kirkjufjelagsins, sje stjórnað í þess anda, og kennendurnir sjeu eingöngu kirkjufjelags- ins menn. Jafnframt ályktaði kirkjuþingið síðasta að fresta stofnun skólans, þangað til töluverður sjóður væri

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.