Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 14
46 Bjarnason og sjera Þórhallnr Bjarnarson, og eiga þeir ab koma með álit sitt og tillögur fyrir yæntanlegan auka-hjerabsfund aö vorinu, svo að skobun þessa prófastsdæmis á málinu geti legið fyrir synodus á sumri komanda. Sjera Jón lieitinn Steingrímsson í Gaulverjabæ iiafði að kalla lokib vib ab þýba bók Heuchs biskups í Kristjánssandi, er heitir »Kirkjan og vantrúinc, en í banalegunni lagði hann svo fyrir, ab brenna skyldi handritib, af því ab hann gat eigi lagt síb- ustu hönd á þab. Hann ljet og brenna allar ræbur sínar og önnur ritsmíbi. Mesta eptirsjá er ab sjera Jóni, eigi sízt fyrir þetta blab, sem hann eflaust mundi hafa styrkt manna bezt. Eptirmaður hans í Gaulverjabæ, sjera Ólafur Helgason, sem líka tekst á hendur daufdumbrakennsluna, sem ætluð var sjera Jóni heitnum, hefur bebib ritstjórann ab geta þess, ab sóknarmenn sjera Jóns haíi efnt til samskota til ab reisa honum minnisvarða, og að gjöfum hafl verið heitib af fúsum huga frá hverju einasta heimili prestakalls- ins. Prestar austanfjalls munu og gefa til minnisvarbans og vilji svo gjöra fleiri vinir sjera Jóns, víðsvegar um landib, má senda gjafirnar til sjera ísleifs Gíslasonar í Arnarbæli eba sjera Valdi- mars Briems á Stóra-Núpi. Júbílprestur varb í sumar sjera Jón prófastur Hallsson, síð- ast í Glaumbæ, nú til heimilis á Sauðárkrók. Hann fjekk lausn frá prestskap í fardögum 1890, og hafði þá þjónab rjett 49 ár, vígbur 6. júní 1841. Júbílprestar eru alls 0 á landi hjer. Hinir eru þeir sjera Benedikt Eiríksson frá Efri-Holtaþingum, vígbur 1833, sjera Kjartan Jónsson frá Eyvindarhólum, vígbur 1830, sjera Magnús Bergsson frá Heydölum, vígbur 1829, sjera Eriðrik Eggerz frá Skarbsþingum, vígbur 1826 og sjera Hórarinn Erlendsson frá Hofi í Álptafiröi, vígbur 1826. Allir haf'a þeir nú fengib lausn frá prestsskap og lengst þeirra hefur sjera Magnús Bergsson verib í embætti, í 64 ár. Allir þessir prestar eru komnir yfir áttrætt, og eigi eru abrir prestar sem stendur áttræbir á landi hjer. Elztur þeirra er sjera Magnús Bergsson fæddur 1799, þá sjera Þórarinn Erlendsson f. 1800, sjera Eriðrik Eggerz f. 1801, sjera Kjartan Jóns- son f. 1804 (?), sjera Benedikt Eiríksson f. 1806 og yngstur júbíl- prestur þessa árs sjera Jón prófastur Hallsson, jafnaldri Pjeturs heitins hiskups, fæddur 1808. Próf á prestaskólanum tóku í f. m. Sæmundur Eyjólfsson með 1. eink. 45 st., Sigurður Magnússon meb 1. eink. 43 st., Jón Pálsson með 2. eink. 37 st., hann sækir um Höskuldsstabi, Ingvar Nikulásson með 2. eink. 29 st., hann er ráðinn abstoðarprestur til sjera Jóns Björnssonar á Eyrarbakka og Emíl G. Gubmundsson með 3. eink. 19 st., hann sækir um Kvíahekk.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.