Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 15

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 15
41 Verkefní skrifl. voru biblíþýð.: Tít III. 1—8, trúfr.: tounur á evangelskri og katólskri kenningu um ebli og einkenni kinnar sálu- hjálplegu trúar, siðfr.: eðli og tilgangur hjónabandsins og mismun- andi skoðanir katólskra og prótestanta um það og ræöut.: sálm. C III. 10—14. Kennslan hefur að mestu farib fram eptir fyrirlestrum. I nýjatestam. farið yíir guðspjöllin öll nema Markúsar, öll Púlshrjef, nema hið síðara til Korintumanna og brjeíið til Efesusmanna, yiir Hebreabrjeíið og 1. brjef Pjeturs. Annars er það vöntun að eigi skuli vera geíin út árlega skýrsla frá embættaskólum vorum, og hlýtur að bera æ meira og meira á því, þegar enda hirtast á prenti skýrslur frá barnaskólum. Yitan- lega er ekkert fje ætlað til þess, en reynandi vœri að leita fjár- veitingar. Prá prestaskólanum er til skýrsla um allra fyrstu árin, frá læknaskólanum alls engin. Beinasta ástæðan er sjálf birtingin, auglýsingin, því nauðsynlegri og sjálfsagðari, sem skólinn er þýð- ingarmeiri fyrir almenning. Svo er annað að slík árleg skýrsla drœgi líklega á eptir sjer vísindalegar ritgjörðir frá kennurunum, altjend við og við. Loks er eitt, að slík árleg skýrsla, sem lægi undir dómum og aðhnningum almennings, svo ítarleg og nákvæm, sem hún ætti að vera, mundi afstýra því — sem hætt er við, en engan veginn er sagt að sje — að skólarnir verði stereotýpir, verði að steinsteypu, þ. v. s. að farið sje alveg með hið sama, með sömu aðferð, í sömu röð árin út og árin inn, sama hringsporið, marltað af námstíma hverrar nýrrar stúdentaviðkomu, upp aptur og upp aptur, heilan mannsaldur eða lengur. Endurskoðun á reglugjörð prestaskólans komst á skrið fyrir nokkru. Reglugjörðin hefur staðið lítið sem ekkert breytt í rúm 40 ár, og er því sennilegt að hún þurfi endurskoðunar við. Stiptsyíirvöldin gáfu tilefnið með því að leggja fyrir kennendurna spurningar um breytingar á vitnisburðargjöíinni við burtfararpróíið. Kennendurnir tóku dýpra í árinni og sömdu frumvarp til alveg nýrrar reglugjörðar. Aðalbreytingingin hjá kennurunum var fólgin í því, að námstíminn yrði 3 ár. í>á ynnist tími til að fara yíir ailt nýja testamentið og kenna guðfræði gamla testamentisins, og ýmsar mjög svo nauðsynlegar aukagreinir guðfræðinnar í ágripi, sem nú verður að sleppa að mestu vegna naumleika tímans. Próíið yrði í júnímánuði, prófið í ágúst hefur jafnan verið óheppilegt, hvernig sem á það er litið, en þó sjerstaklega nú, er lcosning þarf fram að fara á undan veitingu og vígslu, og vetur kann að vera genginn í garð og strandferðir úti, þegar allt er komið í kring. Kennararnir sýndu fram á, að þetta getur gjörzt landsjóði alveg að kostnaðarlausu, hvað kennara og húsnæði snertir, en námsstyrkur- inn þyrfti að vera eitthvað hœrri handa stúdentum, þar sem hver dvelur árinu lengur. Fyrir stúdenta yrði kostnaðaraukinn heldur

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.