Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 16

Kirkjublaðið - 01.09.1891, Blaðsíða 16
eígí svo tiliinnalilegur, þar sem þeir nú missa sjálft snmarið seínna árið. Málið mun vera sem stendur lijá stiptsyíirvöldunum, og of- snemmt var að segja, sem stóð í einu blaði í apríl 1890, að kenn- arar prestaskólans og stiptsyfirvöldin liefðu »komið sjer niður á þessari breytingui, en óskandi að það rætist. Biflíufjelagið fær beiðni um fjárstyrk til að gefa út biflíu- kjarna eða biflíusögur. Slík fjárbeiðsla ætti að vera óbugsanleg samkvæmt skýlausum tilgangi fjelagsins í 2. gr. laganna, sem er vitanlega sá eingöngu, að gefa út beilaga ritningu, og eigi gæti slík fjárveiting rjettlætzt af því, að sálmabókarnefndin bjer á ár- unum fjekk styrk úr biflíufjelagssjóði, sem var í algjörðu heimild- arleysi fjelagslaganna. Biflíufjelagið hefur á síðustu árum tapað 2 stórum veðskuld- um, um eldra lánið tjáir eigi að fást, því að fullkomin varfærni með veðleyíi lærðist mönnum f'yrst almennt af landsbankanum, en bið síðara lánið, að uppbæð 600 kr., var veitt með þeim veðrjetti í búsi bjer í Reykjavík, að tapið má eigi lenda á fjelaginu, beldur á binni fyrverandi stjórn (sbr. 14. gr. laganna: »stjórnendur fje- lagsins eru allir fyrir einn og einn fyrir alla ansvarlegir fyrir fje því, er fjelagið á í fjárhiröis höndum«) og má fulltreysta binni nú- verandi stjórn fjelagsins til að sjá um þaö. Sjóður biflíufjelagsins, sem nú er um eða yíir 18000 kr. er ómetanlega dýrmætur vegna þess, að í konum felst krapturinn og getan til að fá verulega bætta þýðing biflíunnar, bvort sem þess kann aö vera lengur eða skemur að bíða, og má því með engu móti eyða sjóðnum til annarlegra fyrirtækja, hve góð sem þau kunna að vera í sjálfu sjer, nje heldur láta bann misfarast á annan bátt. Kirkjublaðið kostar til nýjárs 75 a., borgist fyrir 1. okt. Ar- gangur 1892 — minnst 12 arkir — kostar 1 kr. 50 a. Opplag nú þrotið, stœkkar stórum frá nýjári. Inn á hvert einasta heimili á landinu ætlar Kirkjublaðið sjer að komast, gesturinn nýi verður fyrst að beilsa, og svo geta heimilismenn sagt um, bvort þeir óski bans apturkomu. Sjera Jóbannes L. Jóbannsson á Kvennabrekku gefur 70 af þessu tölubl. til sýnis og smekks beimilunum í sínu prestakalli, Suður- dala-þingum, sjera Þorkell Bjarnason á Reynivöllum sömuleiðis hjá sjer 25 og þeir dómkirkjupresturinn og ritstjórinní sameiningu senda heimilum í Keykjavíkurprestakalli 100. RITSTJÓRI: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Prentað i ítafoldar prentsmibju. Reykjavik. Í89i.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.