Kirkjublaðið - 01.07.1892, Page 12

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Page 12
124 gjöf, en eigi áheíti í kaupskaparskyni — viljura i verk- inu sýna þakklátssemi vora við gjafarann allra góðra hluta. Gefi þá hver þangað, sem er hendi næst, eða honura finnst mest þörf og raestur verðleiki, og án þess að blásið sje í lúður blaðanna á eptir. Strandarkirkja ætti ekki lengur að vera ein um slík- ar gjafir. Hann gæti enda verið oss til fyrirmyndar bóndinn á 13. öld, sem hjet því, ef hann fyndi bátinn sinn, að ljá hest upp í Skálholt undir klyfjar staðarins, gefa rapt til kirkjunnar á Háeyri, og loks að gefa fátækum fyrsta sel- inn sem veiddist í uótunum! í því var þó einhver jöfnuður. Sjón sælli heima. 1. Þú andi manns, sem guðdómsgeisla skoðar og gegnum svífur himinbelti öll, hve sæll munt þú, er sigurdagur roðar frá sólarþengli yfir grátheims völl. 2. Ilre sæll munt þú, að brostnum fanga-fjötrum, er fyrirheitna landið kemstu i, þá afklæðist þú eymdadalsins tötrum, í eilífð færðu tignarklæði ný. 3. Þú vesæli heimur, hampa gulli þínu, þitt hnoss er löngum meini blandað tál, mjer fróar ljós frá föðurlandi mínu þar frævast blóm er lækna mædda sál. 4. Þar skyggja framar ský ei sólu bjarta þar skruggu-jel ei hrista veikan reyr, þar stynur þú ei lengur ljúfa hjarta hjá lífsins brunni þyrstir þig ei meir. 5. Frá dómum heims, sem leiptur burt þú líður til ijóss, er augum jarðardimman fól, og brátt þá harma lægist straumur stríður, sem stofna knátti tímans veiti-hjól. 6. Þjer stjörnuljós, sem leiptrið skini björtu og logarúnum gyllið himintjöld,

x

Kirkjublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.