Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 13

Kirkjublaðið - 01.07.1892, Blaðsíða 13
125 Ö hvað þjer gleðjið angur—þrungin hjörtu og inndælt gjörið lífsins hinsta kvöld. a. g. s. Sjera Guðmundur Gísli Sigurðsson, höfundur þessa kvæðis andaðist 25. maí að Kleifum í Gilsfirði, þar sem hann hafði notið hjúkrunar og umsjár mágs síns, Eggerts bónda Jónssonar, hinn langa vanheilsutíma. Sjera Guðmundur heitinn var næsta vel hagmæltur, en i öðru var hann víst fremur þroskalítill. Af andlegum kveðskap hans er helzt að nefna Vikusálmana, sem komu út síðara ár hans á prestaskólanum og sálmana í sálmabókinni, sem munu vera frá prestsskaparárum hans. Sennilega er töluvert eptir hann óprentað; hann kvað hafa haldið ljóðum sinum saman og enda aukið við fyrstu brjálsemis- árin, er af honum bráði. i\Tú eru »brostnir fanga-fjötrar« hinnar særðu sálar. Sjera Guðmundur Gísli Sigurðsson prests Gíslasonar að Stað í Steingrímsíirði var f. 4. okt. 1835, stúdent 1859, kandídat 1862, s. á. vígður aðstoðarpr. föður síns; pr. í Fljótshlíðar'þingum 1865 og í Guf'udal 1867; varð að hætta við prestsskap vegna sjúkleika síns 1871. Kvæntur var hann nokkur ár Guðbjörgu dóttur Torfa al- þingismanns Einarssonar, hjónabandið barniaust, og hún er gipt öðrum. -----»------ Hjeraðsfundir 1892. Enginn hefir enn skriflega orðið til að gefa hjeraðs- fundunum í haust leiðbeiniugu. Væntanlega verður guðsþjónusta allvíða á undan fund- inum, en sumstaðar kann fundarstaðurinn að meina það. Eyrirlestrar kunna og að verða í stað og stað. Nokk- ur trúvarnarorð, töluð af kærleiksanda, ættu við á hverj- um hjeraðsfundi. Uppfræðing æskulýðsins er lögum samkvæmt eitt hið helzta aðaimál fundanna, og það mál situr lika í öndvegi í meðvitund manna, og verður að ræðast rækilega á hverjum einasta hjeraðsfundi. Framfarirnar eru hægar, en halda verður vel í horfinu, og þá þokar áfram. Vænt- anlega fara að sjást ávextir af vorprófum ungmenna.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.