Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 3
3 ferð sem felíur. Vitanlega gjörist þess þó eigi þörf, þeg- ar fundarskýrsla er send tafarlaust til biskups, þar sem hann mun væntanl. áfram sýna Kbl. þá velvild, að lána því skýrslurnar til afnota. Það er hreinasta órnynd að flytja missirisgamlar ft’jettir innlendar, eins og nú á sjer stað. Hinn fyrsti og fremsti styrktarmaður Kbl. í presta röð — allir vita við hvern er átt, þótt eigi sje hann nefndur — hefir skorað á mig að láta Kbl. flytja prógramm, eða rit- stjórnaryfirlýsing um stefnu blaðsins í ýmsum hinum helztu kirkjumálum, sem þegar eru komin eða eru að ltoma á dagskrá. Brotaminna og um leið ánægjulegra er að vísu, að láta slíkt koma i ljós smám saman, heldur en að gjöra það að sjerstöku umtalsefni, — auk þess sem blaðið er byggt á samvinnu margra, svo að jeg tel mig eigi einan í ráð- um, — en samt sem áður vil jeg í næsta blaði reyna að verða við tilmælum míns háttvirta vinar. Guð blessi oss árið nýja. Sunnudagaskólar. Það eru til margs konar sunnudagaskólar, en hjer er að eins átt við kristilega sunnudagaskóla, skóla, þar sem kristindómurinn er hið einasta, sem kennt er. Þó eru það ekki skólar í vanalegum skilningi, eins og vikudagaskól- ar, þar sem sett er svo eða svo mikið fyrir til næsta dags í kveri eða biflíusögum; því hjer er ekkert sett fyrir, heldur er tilgangurinn sá, að vekja og glæða trúarlíf barnanna með kristilegum samræðum eða samræðum um kristileg efni, bænagjörð og sálmasöng. Þannig eru þessir sunnudagaskólar, sem hjer er átt við, þáttur i hinu svo- nefnda innra kristniboði, einskonar kristniboð í heimi barnanna. Sunnudagaskólarnir hafa fyrir mark og mið að veita börnunum hina sömu fræðslu, sömu uppbyggingu, sem kirkjan og *hin kirkjulega guðsþjónusta veitir hinum eldri. — Sunnudagaskólarnir standa á hinum sama trúar- grundvelli og kirkjan, þeir vilja styðja heimilin og skól- ana í því að glæða trúarlíf barnanna, kénna þeim Guðs orð og góða siði. — Sunnudagaskólarnir eru þá einskonar

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.