Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.01.1893, Blaðsíða 4
4 barnaguðsþjónusta, þótt því nafni sje ekki haldið, með því að skólaeinkennunum er að nokkru leyti haldið. Hinn upphaflegi tilgangur sunnudagaskólanna var sá, að ná í götu-ungdóm stórborganna, sem enginn hirti um að kenna nokkuð, börn, sem á sunnu- og helgidögum, þegar þau voru laus úr verksmiðjunum, höfðust við á götunum, temj- andi sjer ósiðsemi og illt orðbragð, án þess nokkur reyndi að hafa nokkur kristileg áhrif á þau. Sunnudagaskóla- hugmyndin er upp runnin á Englandi í lok fyrri aldar og heflr þaðan breiðst út yfir allan norðurhluta Norðurálf- unnar og Bandáríkin í Vesturheimi; — að þessu sinni skal ekki talað frekar um uppruna sunnudagaskólanna og út- breiðslu, Þótt þetta væri hinn upprunalegi tilgangur skólanna, hættu þeir þó ekki, þegar skólar f'yrir börn urðu almenn- ari og foreldrum öllum var gert það að lagaskyldu að láta börn sín ganga í skóla, -— miklu fremur færðu þeir þá út verkahring sinn og leituðust við að ná öllum börn- um af öllum stjettum, og svo er enn. Það, sem nú vakti fyrir forgöngumönnum sunnudagaskólanna, var tilfinningin fyrir því, að vikudagaskólarnir kæmu ekki að tilætluðum notum, að því er snerti hið persónulega trúarlif hvers einstaks barns, og hinsvegar fyrir því, að heimilin ekki gætu bætt úr því, er hjer væri ábótavant. Með tilliti til heimilanna, þá eru þau mjög margvís- leg. Það dettur engum í liug að neita því, að til sjeu þau heimili, er fullkomlega geti bætt úr þessu, heimili, þar sem foreldrar eða húsbændur láta sjer einkar annt um að efla og glæða trúar- og siðgæðistilflnningarnar í hjörtum barnanna. En hins vegar eru óneitanlega einnig tiL heimili, þar sem þessi skylda er rækt miður en skyldi, þar sem hlutaðeigandi foreldra eða liúsbændur skortir bæði þekkingu og liirðusemi, til þess að stunda svo liið kristilega uppeldi barnanna, að gagn sje í. Og að end- ingu getur það engum dulizt, að til eru heimili, þar sem börnin alast upp við illan heimilisbrag, heyra daglega illt orðbragð, venjast sjálf á að brúka það og temja sjer ýmis- legt ósæmilegt, heimili, þar sem engin agameðul þckkjast, nema barsmíð og skammir. — Hjer vill sunnudagaskólinn

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.