Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 2
18 allt í einu slcamtar skornir skírum voru’ að blómum orðnir. Með það sinna íor hún ferða, að finna þá, sem vildi’ hún hjúkra, aptur blóm að brauðum verða, blessun fylgir skamti sjúkra. Draga má af dæmi frúar, dyggðar hvert sje afl og trúar. Gr. Þ. Barnaprófm. Eptir ósk yðar, herra ritstj., sendi jeg Kbl. hjer með skýringar um það, hvernig vorprófum barna hefir verið hagaðíþessu próf.d. og bendingar, er jegget gefið í þeirri grein. Á hinum fyrsta hjeraðsfundi, er jeg hjelt, hinn 17. sept. 1889, bar jeg upp eptirfylgjandi tillögu: hver sóknarprestur í próf.d. ásamt safnaðarfulltráa f hverri sókn og sóknarnefndarmanni, er sóknarnefndin kýs úr sínum flokki, sem prófdómendum, haldi í maí próf fyrir hverja sókn á þeim degi og stað, er fyrir fram sje ákveðinn að vorinu, og hentugur sje fyrir sóknarfólkið, yíir öllum börnum 12—14 ára, (ai> fermingar- hörnum þess vors, meðtöldum) í kristindómi (o: kveri og biflíusög- um), lestri, skript og reikningi, og skal presturinn annast um, að fófkið fái að vita þetta haustinu fyrir«. Uppástunga þessi fjekk mjög góðar undirtektir á fundinum, en á honum voru allir prestarnir, og 14 safn- aðarfulltrúar; var hún gjörð að samhljóða fundarályktun. Síðan bætti jeg ýmsu lítilsverðara við með umburðar- brjefum, 3. okt. s. á., og 9. apríl 1890, t. d. að prófið væri haldið í heyranda hljóði, helzt eptir messu á helgum degi, og á undan fermingu, svo að fermingarbörn væru sjáifsagðari með. Vorið 1890 fór svo "tjeð próf almennt fram í sýslunni, nema í einu prestakaili. Kom alstaðar fram, að það hafði vakið mikinn áhuga hjá börnunum, að ná sem beztum framförum í prófgreinunum. Skýrslur um þessi próf voru síðan sendar mjer, og voru þær lagð-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.