Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 4

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 4
20 prófdómendanna. 0g prófið fór fram í hverri sókn í Öllu prófastsdæminu, og hafði góðan árangur. Á síðasta hjeraðsfundi, 14.júní þ.á., voru prófskýrsl- urnar yfirfarnar, og báru þær vott um vaxandi alúð í þeirri grein. Á fundinum, er var fjölmennur, var í einu hljóði ákveðið, að halda prófunum áf'ram með sama fyrir- komulagi og fyr. Jeg álít það ekki efamál, að þannig eða líkt löguð barnapróf hafa mjög vekjandi áhrif, og að þaú hvetja börnin og aðstandendur þeirra til að ástunda, að taka framföruin í námsgreinunum. Jeg liefi þá skoðun, að með þeim sje stigið þýðingarmikið spor í menningaráttina, sjeu þau notuð með alúð og skynsemd. Prófin og notin af þeirn, eru auðvitað langmest komin undir prestunum. Þeir þurfa að sýna í orði og verki, að þeir hafi áhuga á þeim, og láta sjer annt um, §ð börnin koini. Komi eitt- hvert barn ekki, sem grunsamt er um, að vanrækt hafi verið, höf'um vjer gjört það að ákvæðum, að presturinn nái fundi þess sem allra fyrst á eptir, til að kynna sjer ástand þess, og hegða sjer síðan með það eptir ástæðum. En þetta hefir örsjaldan komið fyrir i próf.d. öll þessi ár, að eins 2 sinnum, samkvæmt skýrslunum. Prestar hjer mega eiga það, að þeir hafa lagt alúð við prófin. Og foreldrar barna og almenningur virðist mjer einnig hafi skilið þýðingu þeirra og metið þau mikils, enda virðist mjer, að jeg geti með góðri samvizku borið Skagfirðingum það, að þeir yfir höfuð hafa mjög góðan vilja á, að láta börn sín fá fræðslu. Skoða jeg það sem gleðilegt tákn tímans, um vaknandi menningaráhuga. Síðustu prófskýrslur sýndu, að börnin höf'ðu fengið almennt lang-lægstan vitnisburð fyrir rjettritun, og er slíkt eðlilegt. Ut af þvi spratt nokkurt umtal um, hvort rjett væri, að halda rjettritun sem prófgrein. Næstum allir fjellust þó á það, enda álít jeg það rjett, að prófa i henni, til þess að knýja lilutaðeigendur, að gefa þvi gaum, hvernig orðin eru skrifuð og prentuð. En hjer er sá erfiðleiki á, ekki einungis, að kennara vantar í þessari grein, heldur miklu fremur sá, að ágreiningur er um rit- reglurnar. Til að bæta úr kennara skortinum er góðra

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.