Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 5

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 5
21 ráða vant að sinni, en með ritreglurnar virðist mjer bezt að ákreðið sje, að börn í sama próf.d. fylgi öll sömu rit- reglum, helzt H. Kr. Friðrikssonar. Mun það nú þegar verða ákveðið hjer. Vjer höfum veitt því hjer eptirtekt, að vitnisburður barna er ekki i rjettri samhljóðun milli prestakallanna, eins og eðlilegt er, með því að prófdómendur eru margir, og »sínum augum lítur hver á silfrið«. Vjer sjáum, að ár þessu verður bætt með því, að sami maður eða sömu menn sjeu prófdómendur við öll prófin. En vegna fjár- skorts virðist oss það óframkvæmilegt, að svo stöddu. Mjer virðist einnig, að slík samhljóðun vitnisburðanna sje alls ekki aðalatriðið, nje sjerlega nauðsynleg, þótt hún sje góð í sjálfu sjer. Með því að ná henni í hverju prestakalli, eins og vjer nú náum henni, náum vjer að mestu tilganginum. Aðhaldið og hin vekjandi áhrif, er prófin gjöra, er aðalatriðið. Fólkið getur fyrir þau kynnzt vel fræðslu presta sinna á börnunum, ef það vill hlusta á Þau, þar sem þau eru haldin í heyranda hljóði, og getur sameinað það við kirkjuferð. Veit jeg, að fólkið gjörir þetta víða, þótt munur sje á því. Vjer flestir prestarnir höfum haldið þau eptir embætti á helgidögum, til að gjöra fólkinu hægt fyrir að idusta á þau, og það álít jeg nauð- synlegt, að gjört sje, bæði vegna prestanna sjálfra, barn- anna og safnaðanna. Prófin gjöra prestunum miklu hægra með, að hafa gott eptirlit með hinni lögboðnu barna- fræðslu, og eptirlitið kemur mun heppilegar við, en með hinum úreltu húsvitjunum. Það hefir orðið töluvert umtal á hinum síðari hjer- aðsfundum hjer um aldurstakmörk barna þeirra, er skyld- uð væru til, að koma til prófsins, Sumir hafa viljað kalla yngri börn en 12 ára, jafnvel niður í 9 ára, en verið því mótfallnir að kalla fermd börn. Aðrir hafa verið á gagn- stæðri skoðun. Af því hefir leitt, að jeg hefi ekki viljað koma öðru hvoru að með meiri hlut atkvæða, þar eð þessi próf heimta allra eindregið fylgi í framkvæmdinni, með því þingið gat á árunum aldrei komið sjer saman um lög í fræðslumálunum. En vafalaust sýpist mjer það, uð gott eitt leiddi af því, að börnin kæmu til prófsins árið

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.