Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 6

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 6
22 eptir að þau eru fermd, að minnsta kosti, til að hvetja þau til, að halda við því, er þau hefðu áður lœrt; á þeim árum þroskast einnig skilningurinn meir en fyr, og not allrar fræðslu verða þá þeim mun meiri fyrir lífið, en til þess er víst leikurinn gjörður, en ekki til að «sýnast«. Grott væri einnig, að yngri börn en 12 ára, væru prófuð í lestri, og ef til vill í skript. Því kunnugt er, hversu afar-áríðandi það er, að vera vel lœs. Aðrir hjeraðsfundir, sem eru að taka upp prófin, hafa sumir eldri og yngri börn, en 12—14 ára, og reynslan sýnir því innan skammsi hvað heppilegast er í þessu efni. Sem fyr var sagt var hjer í þessu efni sett leyf í stað skyldu, en sár-fáir hafa notað leyfið. En jeg er ekki á því, að því sje snemma haldið að börnunum, að læra »kverið«. Fyr geta þau byrjað, að lesa biflíusögur. Þess vegna er jeg móti því, að prófa ung börn í kristindómi. Því um bænir og sálma getur ekki verið að tala við prófin. Jeg álít meir að segja skaða, hve ung börnin eru fermd hjá oss, og hve mjög haldið er að börnunum, að læra allt utanbókar. Til að fullkomna prófin enn meir hefir mjer enn fremur hugsazt, að gott mundi vera, að skript og rjett- ritun hinna beztu og lökustu barna í hverri sókn kæmi með eiginhandarundirskript þeirra á hjeraðsfundinn árlega, í von um að fundurinn vildi gefa sjer tíma til, að kjósa nefnd til að skoða það, og bera það saman við vitnisburði þeirra í prófskýrslunum. Bæði gæti þetta gjört kapp í börnunum og öðrum, og með því mætti gefa hinum beztu börnum uppörfandi hrós frá fundinum, og enn fremur mundi þetta geta leitt til meiri samhljóðunar i vitnisburð- argjöfinni almennt. Jeg er því að hugsa um, að reyna þetta hjer á næsta ári. • Mjer virðist svo, sem barnafræðslan sje mjög vanda- samt og áríðandi verk, og eitt af þýðingarmestu verkum prestanna. Sjerhver sannur mannvinur mun því leggja við það hina mestu alúð. Mig langar til, að senda Kbl. nokkur orð um barnafræðslu, er jeg fæ tíma til þess. Með einlægri ósk um, að barnaprófin verði til góðs Yðar einl. Z. Halldórsson. —rsjæzæj--------

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.