Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 7

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 7
23 Vetrarhugvekja til foreldra og barnafræðara. Nú stendur skamradegið sem hæst; það er dimrat yfir og skuggalegt, nætur langar og dagar stuttir. En senn líður að því að það lengi daginn, birtan verði skær- ari, sólin hærra á lopti. Skammdegið minnir mig á skugga og myrkur fyrir þúsundum ára, þegar allur heimurinn stundi undir byrði fávizku sinnar og andlegs úrræðaleysis; það minnir mig á það, að enginn vissi hvar hann átti að finna fótum sínum forráð, og stundi í örvæntingu með fornaldarvitr- ingunum, sem enga friðarvon fundu aðra en að deyja. En það minnir mig og á annað meira, annað betra °g fegra, stjörnuna, sem rann upp í austri, og stafaði geislum sannleika og huggunar til allra þjóða. Það minnir mig á Jesúm Krist, guðbarnið himneska, sem varð barn eins og vjer og vor börn, til þess að ganga í gegn- um allt eins og vjer — og sem svo þroskaðist að aldri, vizku og náð hjá Guði og mönnum. Hann varð að læra eins og vjer; hann varð að taka framfaraþroska barnanna, læra sitt guðsorð eins og þau; hann varð að vera barn á meðal barnanna, til þess að verða síðan maður meðal mannanna — og síðan sá, sem leiddi mannkynið á rjetta leið, og tók upp á sig alla þess sekt og synd. Betur væri að allir gœtu sagt með skáldinu góða: »Þú gekkst á undan, eg eptir þann sama veg«. Betur væri að allir hefðu á sínum unga aldri vaxið í aldri, vizku og núð hjá Guði og mönnum. En því er miður; þar mun margt á bresta; jeg tala eigi um hvað það er. En víst er um það, að margur býr að því, hvernig um hann var annazt á æskuárunum. Margur hefir fengið óbeit á kverinu sínu, jeg vil ekki segja kristindóminum, af því að hann var á bernskuár- unum rekinn með harðri hendi til þess að taka kverið sitt. Það var honum nærri eins og refsing; enginn út- skýrði neitt fyrir honum; presturinn spurði hann, og hann svaraði því sem hann gat úr því sem hann var spurður, en dottaði svo á meðan verið var að spyrja hin börnin,

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.