Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 8
24 eða var að glettast við þau. Hann kunni, en skildi ekk- ert, þuldi en vissi lítið; svo varð það feginsdagur að sleppa, kasta kverinu upp á hyllu og líta í það aldrei framar. Hve margir búa að þessari æskufræðslu, og eru svo enn eins og þá? Eru þeir ekkienneins og skammdegis- börnin, sem lítið sjá fyrir myrkri, og lítið skilja fyrir íáfræði? Þjer foreldrar, sem eigið börn á uppfræðingar-aldri ¦— þjer fræðendur, sem falið er á hendur að uppala og mennta hina ungu — þjer fullorðnu, sem eigið að ganga á undan þeim og beina þeim leið til þess að verða menn — hugfestið þetta vel, hvað það er að eiga börn og hafa þau undir hendi; hugfestið það vel, og gætið að, að þau verði ekki skamm- degisbörn alla æfi. Sýnið þeim í thna stjörnuna, sem rann upp í austri, en aldrei gekk undir, svo að dagarnir lengdust, og það varð vegljóst um hraunbrautir heimsins. Þjer hafið ábyrgð á hendi, þunga ábyrgð á þessum ungu mönnum, sem nú eru ekki nema bernska og fá- kænska; framtíðin á að standa á herðum þeirra þegar vjer erum komnir undir græna torfu. Það er yðar — það er vor ábyrgð að gera þau fær um það, að bera framtíðina; annars höfum vjer illu heilli látið þau fæðast í heimirm. En það geta þau ekki, nema þau verði sannir menn. En sannir menn verða þau aldrei, nema þau verði líka kristnir menn. Það er: þau þurfa að verða kristin í hjarta. En þjer gerið þau aldrei kristin með því, að fá þeim kverið sitt eingöngu; þau kunna að byrja að læra með ánægju, en það hverfur fljótt. Hvað vita þau um heiðindóm og hörmung og vonleysi hins deyjanda heiðingja — hvað botna þau í veru Guðs — hvað skilja þau í hinni heims- fræðilegu eða siðfræðilegu sönnun fyrir tilveru hans? Ekkert, æ alls ekkert, og þó að þjer færuð að reyna að útskýra það, þá fer það eins; frammi fyrir slíkum leynd- ardómi opinberunarinnar erum vjer jafn fáfróð börn og þau.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.