Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 10
r 26 þjer fá þeim kvérið sitt; þá er von til þess að þau geti skilið það, af því að það verður þá hjartað, sem verður vitinu samtaka að tileinka sjer það. Skammdegið minnir mig nú á þetta — og jeg vildi að það minnti fleiri á hið sama. 29/11—92. Jónas Jónasson. —----NNÍ---— Enn um prjedikunaraðferðina. Heiðraðan höf. í jan.bl. Kbl. þ. á. undrar, hve mikla áherzlu jeg legg á blaðalausu prjedikunina, og að hún muni leiða til endurbóta í »íslenzku kirkjunni« telur hann »barnalega hugsun«. Gagnvart þessu og öllum þeim á- stæðum er hann færir- til móti blaðalausri prjedikun, álít jeg það eitt nægja að benda á, að yrði þess kraflzt af prestum að prjedika blaðalaust, mundi það krefja svo miklu meiri andagiptar og kennimannlegra hæflleika, að lítt hæfum mönnum yrði lokaður, eða að minnsta kosti ógreiðari aðgangur að prestsstöðu, eins og það leiddi fremur til þess, að prestar tækju sjer fram og næðu æ meiri fullkomnun í verki sínu. Ástandið er hjer nú, sem betur fer, annað en á 18. öld og þar fyrir. Söfnuðir hafa nú nokkra »hluttöku í veitingu brauða«, og á 20. öldinni, sem þegar stendur fvrir dyrum, kjósa þeir presta sína væntanlega óbundnar og með meira tilliti til kennimann- legra hæfileika þeirra. Flestir unnendur kirkjunnar mundu helzt óska, að enginn »klaufi« eða »kærulítill prest- ur« væri í þjónustu hennar, en alkunnugt er, að þeir hafa eigi sumir verið og eru enda enn ekki allir kirkju- og trúarlífi til uppbyggingar. Um »góða presta« ræðir eigi; þeim mundi takast að fylla kirkjur sínar engu síður, þótt þeir prjedikuðu blaðalaust. Orð er geymt »á blöðum«; rjett er það; svo er um postillur og— biflíuna. En voru ræður þær, er hún geymir, prjedikaðar af blöðum? Dæmi minu til skýringar vildi jeg mega benda á, að jeg álít guðshugmyndinni ósamkvæmt og mannsandanum J

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.