Kirkjublaðið - 01.02.1893, Side 11

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Side 11
27 skaðlegt að viðbafa í boðun Guðs orðs ávítur1, ógnanir eða nokkuð það, er vekur óþægilegar tilflnningar hjá söfnuðinum yfirleitt. Ástand þjóðanna er nú annað en á dögum postulanna og þar fyrir. Ætlunarverk prjedikua* arinnar er að hafa betrandi áhrif á sálirnar; með illu eða hörðu tekst það nú naumast, en með góðu, góðu einu roun mega mýkja og betra flestra manna sálir. Rök- semdafærsla mín er eigi flókin: »Sting hendinni i þinn eiginn barm«, gæt viðurkenndustu atriða uppeldisfræðinn- ar; prjedika »gleðiboðskapinn« með anda og máli kær- leikans. Ræða prestsins ætti því sem mest að líkjast því, að vera alúðlegt (eptir atvikum: glaðlegt, viðkvæmt), frjálst (óþvingað), áhugafullt (»begeistret«) viðtal við söfnuðinn, eins og þegar andrikur maður ræðir meðal vina sinna roál, sem hann er sannfærður um, að sje þeim öllum mikilsvarðandi velferðarmál. Prjedikunin a'tti að miða til að lífga, gleðja, verma, styrkja andann, til að gjöra mönnunum lífið svo Ijettbært og unaðslegt sem verða má. Svo margt vill verða til að (niður)beygja og (sundur)- kremja mannsandann, að aldrei má »bæta á sorgina«. Ymsar venjur frá liðnum tíma er lýta prjedikunina, mundi bót að leggja af, t. d. að lofa fátæktina og niðra auðnum. Auður, völd og prjál er hjer óþekkt nema að na,fni. Með ræðum og sálmum þarf fremur að efla þrótt °g þol, glæða líf og fjör hjá tilheyrendunum, svo þeir verði þrautbetri, fyrirhyggjusamari og örvari í að afla sjer fjársjóða bæði fyrir þetta lif og hið tilkomanda. Jarð- nesk velgengni leiðir naumast fremur til lasta og óguð- Ings lífernis en jarðnesk vesæld. — Skoðað frá þessu mínu sjónarmiði vona jeg að dæmið verði eigi svo »skringilegt«. Meiningin í málsgrein þeirri, er orð þau, er virðast hafi valdið hneykslunum og þykja »viðsjárverð«, eru tekin 1) Ekki er þetta rjett: Guð er heilagur, vjer erum syndarar^ ans orð verðui því að tala ávítandi til vor. Þetta og snmt fleira at ugavert í þessari síðari grein B. B. er annars þegar leiðrjett í grein V. B. í jan.bl. og i grein ritstj. í nóv.bl. f. k: Ritstj.

x

Kirkjublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.