Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 01.02.1893, Blaðsíða 14
3Ó greínum. Undirbúningspróf að vetrinum höfðu auk þess 3 prestar haldið. TJmferðarkennarar, fleiri og færri, höíðu verið notaðir í flestum prestaköllunum. — Ahugi á menntun ungmenna í framför. Prófin styðja 4n efa að því. Pundarmenn hundust því, að hvetja efnilega unga karla og konur til að afla sjer framvegis kennara- menntunar. — Veitt var samþykki til að kaupa harmonium handa Áskirkju. Á þessu ári er nýkeypt vandað harmonium handa Kirkjubæjarkirkju, og annað þegar komið til Hjaltastaðakirkju. Verða því bráðum viðhöfð harmonia við guðsþjónustuna í helmingi kirkna próf.d. •— Tillaga kom fram um það, að tekinn yrði til um- ræðu á fundinum aðskilnaður ríkis og kirkju. En sakir þess að naumur var tíminn, en málið umfangsmikið, var afráðið að fresta umræðum um það að sinni en kjósa 5 manna nefnd til að athuga málið og undirbúa til næsta fundar. — Þá kom fram tillaga um, að styrkja skólastof'nun Vestur-íslendinga með samskotum. Allir fundarmenn tóku með einlægum velvildarhug til Vestur-íslendinga undir mál þetta og lofuðu styrk sínum til þess, að eitthvað yrði gjört í því efni, þótt menn að hinu leytinu væru hræddir um að yfirstandandi harðæri mundi í bráð draga úr samskotunum. — Málið um bókasafn presta í báðum prófastsdæmum Múlasýslna er ekki enn komið í kring. Loks kom fram tillaga um það, að hyrja hjeraðsfundi eptir- leiðis með guðsþjónustugjörð, og ákveðið að halda hjeraðsfund næsta ár með þeirri byrjun að Valþjófsstað. — Pundarskýrslan er samin og send af prófasti. Hjeraðsfund Suður-Múlaprfd., 13. sept., sóttu 9 prestar af 11 og 8 fulltrúar af 15. Sjera Guttormur Vigfússon prjedikaði og lagði út af Efes. IV. 5—16. Fund. mælti með því að kirkjan að Hálsi í Hamarsfirði væri flutt á Djúpavog. Fund. áleit sanngjarnt að Stöðvarprestakall fái uppbót úr landssjóði í tíð núverandi prests fyrir stórskemmdir af skriðuhlaupi, »túnið rýrnað um helming og engi stórskemmt*. I tilefni af beiðni Þingmúlasafnaðar lýsti fund. því yfir, »að heppilegast væri að hinu núverandi Vallanessprestakalli væri skipt sundur í 2 prestakölL. »8jera Jóhann L. Sveinbjarnarson á Hólmum kom bindindis- málinu inn á fundinn og sneri þeirri spurningu sjerstaklega til prestanna, hvort þeir vildu styðja það mál, hver í sínum sóknum. Málið fjekk góðar undirtektir frá sumum, sem vildu styðja það í verki, en meiri hlutinn gjörði að eins að játa, að málið væri í sjálfu sjer gott, en vildu ekki lofa að taka verklegan þátt í fram- gangi þess«. Hjeraðsfund Anstur-Skaptfellinga, 28. sept., sóttu 2 prestar af 3 (1 prestakall óskipað) og 3 fulltrúar af 7.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.