Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 3

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 3
unaríminur vekur kala og sundurlyndi milli trúaðra krist- inna manna. Yitanlega liljóta mismunandi skoðanir eigi síður að koma fram í trúarefuum en í öðrum málum, en það liggur í eðli trúarinnar og sjáli'ra trúarlærdóm- anna, að sjaldnast verður mikill árangur af trúardeilum. Vjer mótmælendur byggjum allir trú vora og trúarlær- dóma á grundvelli heilagrar ritningar. Þegar vjer hvor- ir um sig höfum í birtu Guðs orð skýrt frá skoðun vorri og lýst trú vorri og von, sæmir sizt að deila frekar, svo framarlega, sem vjer játumst undir sama merki og könn- umst hvorir við aðra sem bræður. Við síklifandi deilu- girni þekkir Kbl. ekki annað ráð en þögn. Kbl. vill að- allega ræða trúarmál tii uppbyggingar, vill vekja og glæða trúna, og eigi síður tala til hjartans en skilniugsins. Hið kristilega siðgæði er ávöxtur kristinnar trúar og það er og verður annað aðalumtalsefni Kirkjublaðsins. — I uppbyggilegu blaði fyrir almenning kann þess enda að gæta meira, en sízt viil Kbl. láta sig henda að skilja það tvennt að, trúna og breytnina. Það er sívaxandi krafa nútímans, að yfirburðir hinnar kristnu trúar sýnist og sannist af yfirburðum hins kristna siðgæðis. Það verður því að vera eitt aðalverk hvers kristilegs málgagns að sýna liina dýrðlegu yfirburði kristilegs siðgæðis í dæmi og kenningu frelsara vors. En við það eitt má eigi sitja, öldin þessi heimtar þessa sýning og sönnun í verki. Það er átakanleg andvarp sjúkrar sálar þetta: »Jeg á svo bágt með að verða kristinn, af því að jeg þekki svo fáa kristna«. Hjer er og verður æ meir og meir hin þyngsta aíiraun trúvarnarinnar, meiri en skilningsglíma um ritningarstaði. Það mun fyr eða siðar koma á dag- inn og það miklu ljósar en nú, þegar þeir einir á landi voru teljast kirkjunnar menn, sem fylla þann hóp af fús- um og yfirlýstum vilja. Þá verður það lífsskilyrði kirkjunnar að ljós hennar skíni fyrir mönnunum, og hún sýni það að hún hefir beztan viljann og mestan máttinn til kær- leiksþjónustu fyrir mannkynið. Það er óumræðilegt auðmýktar og kærleiksboð krist- indómsins: »Hver yðar sem mestur vill vera, hann sje hinna

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.