Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 8

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 8
40 anna í Noregi, síðasta .árgang, en ritstj. aptur sent mjer til athugunar. Það er tilgangur minn með línum þessum að skýra lesendum »Kbl.« nokkuð frá vexti og viðgangi unglinga- fjelaganna, einkum í Noregi, eptir því, sem sjeð verður af blöðum þessum, og vil jeg þá bæta þar við nokkrum athugasemdum. Elzta unglingafjelag var stofnað í Basel árið 1765, með því að 9 unglingar bundust ýmsum loforðum, undir forustu prests síns, til að staðfestast og styrkjast í trú sinni. En sögu þessa fjelagsskapar kann jeg ekki að segja frá þeim tíma, enda mun fátt sögulegt hermandi fyr en nú fyrir 20—30 árum síðan, að þau fóru að ná fótfestu á Norðurlöndum. Fyrsta fjelagið í Noregi var stofnað í Stavangri árið 1880, síðan heflr þeim stórkostlega fjölgað. I Danmörku töldu fjelögin árið 1889 4000 meðlimi, en nú eru þeir orðnir 7000, og að sama skapi hefir þeim vaxið flskur um hrvgg í Noregi og Svíþjóð. I sumar er leið, dagana 24—26. júní var haldin 4. aðalsamkoma norsku fjelaganna í Friðriks- hald; mættu þar um 140 kjörnir menn úr öllum hálfum Noregs, auk góðra gesta frá Danmörku og Svíþjóð, og af skýrslu framkvæmdarstjóra á þeim fundi sjest, að 89 smærri og stærri fjelög höfðu gengið í aðalfjelagið. Af þeim höfðu 39 stofnazt síðan 1889, en eptir upplýsingum, sem fundurinn fjekk, höfðu 65 fjelög myndazt, síðasta árið, sem höfðu enn ekki gengið í aðalfjelagið. Af skýrslum frá ýmsum fjelögum, sem prentaðar eru í »Unglingavininum«, er aðalfjelagið kostar, má að miklu leyti sjá fyrirkomulag og starfsemi fjelaganna. Sjerstak- lega má þá nefna: Tilgang fjelaganna, sem hvervetna er hinn sarni, að safna ungum mönnum saman undir merki Jesú Krist, með því að vekja hið innra líf þeirra, svo það verði blessun- arríkt í allri þeirra jarðnesku starfsemi. í hverju fjelagi er valinn formaður og framkvæmd- arnefnd, og hver meðlimur gengur í fjelagið með litlu ár- legu tillagi, er rennur í fjelagssjóð, og skipulagsskrá sam-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.