Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 9

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 9
41 in, er getur verið talsvert inismunandi eptir þvi, sem til hagar á hverjum stað. Samkomustaður er annaðhvort prestssetrið eða hvar sem bezt gengur, 6efins eða fyrirgjald, en þar sem nokk- ur ráð eru til, að fjelagið geti eignazt fjelagshús, þykir það hið æskilegasta. Eldri menn sækja jafnan fundi með hinum yngri, og eru reglulegir fjelagsiimir því til stuðnings og efiingar, og fundarkvöld eru optast einu sinni í viku, 1—2 tíma í senn, helzt á sunnudögum. í mjög mörgum fjelögum eru þó 2 dagar í viku hafðir til fundarhalda og er þá sum- staðar, helzt í bæjum og þorpum, haldinn kveldskóli síð- ari daginn í vikunni með tilsögn í reikningi, ensku eða móðurmálinu. Timar eru frá ársbyrjun til maímánaðar- loka og svo aptur frá 1. okt. til ársloka. Allir fundir fjelagsins eru kristilega vekjandi og fræð- andi. Fyrst er sunginn sálmur eða sálmvers, þá kemur biflíutimi, er svo er nefndur, það er upplesfur á einhverj- um stað í heilagri ritningu og útskýring á honum með samtali á eptir og endar svo fundarhaldið með bæn og söng. í stað bifliutímans eru mjög opt haldnir fvrirlestr- ar, optast guðfræðislegs eða siðfræðislegs efnis, en opt einnig um önnur fræðandi efni, og jafnan samtal á eptir, sem optast er þá lialdið uppi af eldri mönnum. En þar sem fjelagsskapur þessi er lengst kominn, taka og yngri menn fjörugan þátt í samræðum. Einhverjum þeirra er þá ætlað að hefja máls á samtalinu, og getur liann undir- búið sig til þess, ef hann veit fyrir frarn umtalsefnið. Sumstaðar er nokkrum mínútum varið til að draga stutt ágrip út úr samtalinu. Reglan er, að málshefjandi tali stutt, en taki sem flest atriði fram, og vissa sje f'yrir að aðrir haldi áfram, svo umræður verði fjörugar. Yngri menn venjast þannig á að láta hugsanir sínar í ljósi og læra að vita af sjer sem hugsandi og starfsamir með- litnir. í mörgum af þessum fjelögum hafa myndazt sjerstök söngfjelög. Söngfróður maður, innan-eða utanfjelags, laun- aður eða án launa, er fenginn til að æfa námfúsa ung- linga i margrödduðum söng með fleirum hljóðfærum, er

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.