Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 10

Kirkjublaðið - 02.02.1893, Blaðsíða 10
42 annaðhvort fjelagið kaupir eða unglingarnir sjálfir. Heíir þetta orðið til mestu skemmtunar bæði í tímum fjelags- ins og við ýms hátíðleg tækifæri. Hvert fjelag heldur sínar hátíðir, ekki færri en 2 og allt að 5 á ári hverju. Hátíðir geta einnig komið í sum- arfríið. Hátíðahöld þessi eru til mestu skemmtunar og fjörgunar i fjelaginu. Af þessum hátíðum skal jeg t. d. nefna jólatrjeshátíð, vor- eða sumarinngönguhátíð, hátíð í minningu um stofnun fjelagsins, fermdra hátíð — hafa þá fermdir gefins aðgang — o. fl. Eitt næsta einkennilega nytsamt í þessum fjelagsskap eru bókasöfnin og lestrarsalirnir, sem meðlimlr fjelagsins hafa einir aðgang að. Bækur eru og lánaðar út með vissri reglu. Er hjer tvennt unnið í einu, bæði góðar bækur og það að fullnægja fróðleiksfýsn námfúsra ung- linga. Mjög áhrifamikið til framkvæmda í fjelögunum er það, að fleiri nágrannafjelög hafa slegið sjer saman, 2—4 eða fleiri, t. a. m. til hátíðahalda, og til að kaupa dýra muni, svo sem töfraljóskerið (laterna magica), er með ljós- myndum kostar allt að 300 krónum. Þetta er til mestu skemmtunar og fróðleiks og ginnandi fyrir menn að ganga í fjelagið. Enda þótt hjer sje drepið á fiest það, er jeg hefi orðið var við í skýrslum frá norskum unglingafjelögum, má þó ætla að margt sje enn ótalið af því, sem fram fer í fje- lögum þessum, enda má ætla, að til sje breytt, eptir því sem til hagar og reynslan kennir, að nytsamt sje, en hvað sem það svo er, er það einkennið, að Guðs orð og andi setur sitt einkenni á það. Hvervetna þar sem kristi- legt líf bærist er þessi fjelagsskapur á kominn. Öll kristin lönd hafa að kalla tekið höndum saman honum til styrkt- ar og eflingar. Hin síðasta alþjóða samkoma heimsfje- lagsins var haldin í fyrra sumar 1 Amsterdam, og hin næsta á að lialdast í Lundúnaborg 1894. Af ofanritaðri skýrslu sjáum vjer, hve langt þetta mál er komið hjá frændþjóðum vorum. Fjölda margir söfnuðir og heil hjeruð eru unnin fyrir kærleiksverkið, og beztu menn þjóðanna álíta starf þetta samsvarandi þörf-

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.