Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 1

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 1
mánaðarrit handa íslenzkri alþýðu. III. RVIK, MARZ 1893. Páskasálmur. Páskasólin bjarta, blíða, breiðir geisla' um lönd og höf, páskasólin sú hin skæra, sem fær birtu' úr Jesú gröf. Hátíðir og helgidagar hafa birtu' af þeirri sól; gröflna' enn ef bjargið byrgði börnin hefðu engin jól. Gröfina' enn ef bjargið byrgði byggju' í villu allir menn; enginn geisli guðlegs frelsis gegn um myrkrið skini enn; enginn Jesús; ónýt trúin; afllaus von, og lífið tál; annað líf ei eptir þetta; allfc af jörðu; til ei sál. Heljarbjargið hrökk í burtu, hræddir varðmenn fjellu' á jörð; opnast munu allar graflr; enginn framar heldur vörð. Nú er dauðans broddur brotinn, birtu slær á dimma gröf. Lærum vel að þekkja' og þakka þessa Drottins miklu gjöf.

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.