Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 2

Kirkjublaðið - 01.03.1893, Blaðsíða 2
50 Nú er trúin byggð á bjargi; bifast aldrei getur það. Undan oss er Guðs son genginn Guði hjá að búa' oss stað. I síns föður húsi á himnum hvild oss býr er æfin dvín; til sín lætur börnin bera, býður þreyttum heim til sín. S. B. Biskupsembættið. Biskupsembættið er elzta embætti lands vors, það er að kalla jatngamalt kristninni á íslandi. Á gullöld þjóð- ar vorrar þótti forfeðrum vorum svo mikils vert um vöxt og viðgang kristninnar á ættjörð sinni, að þeirreistu tvo biskupsstóla og lögðu til þeirra eignir sínar og óðul. Síð- an hafa setið á þessum biskupsstólum margir hinna ágæt- ustu Islands sona, er bæði hafa verið árvakrir verðir Guðs kristni og forkólfar margra nytsemdarverka hjá þjóð vorri. Til skamms tíma hefir og biskupembættið is- lenzka verið augasteinn þjóðarinnar, hún hefir kannazt við það sem bein af sínum beinum og hold af sínu holdi. Þetta vald, sem þjóðin sjálf hafði í öndverðu fengið í hendur beztu mönnum sínum var auðvitað þyrnir í aug- um hins útlenda valds, er spennti land vort heljartökum á 16. og 17. öld. Síðan hefir hin erlenda stjórn sífellt reynt að draga það undir sig, og henni hefir tekizt það betur en skyldi. Þjóðin hefir samt sem áður haldið fornri tryggð við þetta embætti og elskað og virt biskupa sína, sem andlega feður og leiðtoga, og yfir kistu þess biskups vors, er siðast var borinn til grafar, var sagt: »Læri- faðir íslands er látinn«; orð, sem efiaust hafa verið töluð úr hug og hjarta hinnar íslenzku þjóðar. Nú er talað um að afnema þetta embætti. Það á að verða samferða amtmannaembættunum, þessum embætt- um, sem dembt var upp á oss af einvöldum konungi á hinni mestu kúgunaröld, og sem þá stundum var sannköll- uð reiðisvipa erlendrar áþjánar á þjóð vora og aldrei >

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.